Málfríður - 15.09.1998, Side 18

Málfríður - 15.09.1998, Side 18
Dæmi: Outside, we were______ by the fresh air. ___ resumed ___ retained ___ revived ___ refmed Svo er þess að geta að próf af þessu tagi prófa aðeins skilning en ekki notkun. Það má telja krossaprófum til tekna að það er fljótlegt að fara yfir þau, og þau eru áreið- anleg ef þau eru rétt hönnuð, en það geta varla talist nægileg rök þar sem hægt er að draga réttmæti þeirra í efa. Orðaforðakannanir Enda þótt flestir séu sammála því nú, að á opinberum prófum og skólaprófum sé eðlilegast að prófa og meta orðaforða í tengslum við færniþætti málsins en ekki einan og sér, er fyllsta ástæða til að fylgjast einnig með þróun orðaforða hjá nemend- um með orðaforðakönnunum af ýmsu tagi. Markmiðin geta verið margs konar: • að mæla hversu mikill orðaforðinn er, • að mæla dýpt orðaforðans, • að bera saman orðaforða við upphaf og lok námsáfanga, • að fylgjast jafnt og þétt með framforum nemenda, • að hvetja nemendur nreð því að setja skammtíma markmið. En veljum okkur sem dæmi það mark- mið að fylgjast jafnt og þétt með því hvernig nemendur ná valdi á þeim orða- forða sem námsefnið gerir ráð fýrir að þeir læri. Þetta gæti farið fram reglulega (vikulega, hálfsmánaðarlega, allt eftir að- stæðum) og þyrfti ekki að taka langan tíma í senn. Allir kennarar ættu að kannast við cloze- test, þar sem orð eru tekin út úr texta með vissu millibili (fimmta hvert, sjötta hvert, sjöunda hvert) og nemendur fylla inn í myndina. Það hefur verið um það deilt hvað slíkt próf mælir. Það hefur oft verið notað til að prófa lesskilning, en margir eru á því að það mæli fýrst og fremst al- menna málfærni. Þetta form prófsins er kannski ekki það heppilegasta til að prófa orðaforða.Afbrigði þess,þar sem tekin eru út orð sem sérstaklega á að láta reyna á, getur hins vegar verið býsna gott til að fýlgjast með orðaforða. Þá er valinn texti sem nemendur hafa þegar lesið eða texti með orðaforða sem nemendur „eiga“ að hafa lært, ljósritaður eða vélritaður upp og viss orð tekin út og nemendur fylla í eyð- urnar. I sumum tilfellum mætti gefa orðin upp neðanmáls, en ef svo er verður að gæta þess að hafa fleiri orð en þau sem passa í eyðurnar. Annað próf, sem er raunar afsprengi cloze-test og prófar orðaforða í samhengi, er svokallað C-test. Það er þannig upp- byggt að tekinn er burtu helmingur ann- ars hvers orðs: Hvert er mark- miðið, hvernig á að velja orðin, á að leggja áherslu á skilning eða notkun? 18 Ef það að á að fylgjast reglulega með nem- endum, þarf kennarinn að halda lista yfir þann orðaforða sem tekinn er fýrir. Oft er það kennslubókin sem ræður því hvaða orðaforði er lagður til grundvallar, en oftar en ekki bætir kennarinn við lesefni og hlust- unarefni og þar með nýjum orðaforða. Þá koma upp spurningar eins og: Elvert er markmiðið, hvernig á að velja orðin, á að leggja áherslu á skilning eða notkun? Eins og minnst var á í áðurnefndri grein, þá getur orðakunnátta verið mjög breið: frá því að þekkja orðið og skilja það og allt til þess að geta notað allar myndbirtingar þess og merkingar — og allt þar á milli. The best way to learn is to teach. Th______ is th___________ message emer________ from experi________ in seve__________schools i______ which teen______ pupils wh have prob________ at sch______ themselves are tutoring younger children. Elér er fyrsta setningin látin halda sér og endirinn á þeirri síðari, eins og raunar er oft gert í cloze test. Eins og cloze-test var C- test fýrst notað til að kanna almenna mál- færni, en málvísindamenn hafa komist að því að það er nokkuð góður mælikvarði á orðaforða. Vandinn hér eins og annars

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.