Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 19
staðar þar sem verið er að prófa orðaforða í samhengi er sá að það er erfitt að greina algerlega á milli hvort það er orðskilning- urinn einn og sér, hið almenna samhengi í texta eða samspil beggja sem ræður úr- slitum um skilning. Þetta sýnir okkur enn og aftur hversu sanrofnir þættir tungu- málsins eru og þarna hefur einnig áhrif að einstaklingar beita mismunandi aðferðum til að öðlast skilning. Enn hafa menn ekki fundið hina einu sönnu leið til að mæla orðaforða á viðunandi hátt og því verðum við að bíða enn um stund. Ymsir hafa glímt við þetta viðfangsefni og meðal þeirra eru tveir kanadískir mál- vísindamenn T.S. Paribakht og M. B. Wesche sem hafa hannað próf sem á að mæla orðaforða á dýptina, bæði skilning og notkun. Orðin, sem á að prófa, eru gef- in upp ein og sér. I íslenskri þýðingu lítur þetta svona út: 1. Eg man ekki eftir að hafa séð þetta orð_______ 2. Eg hef séð orðið, en veit ekki hvað það þýðir_______ 3. Ég hef séð þetta orð áður og ég held að það þýði________________ 4. Ég þekki þetta orð. Það þýðir 5. Ég get notað þetta orð í setningu þar sem merkingin kemur skýrt fram Ef nemandi svarar fimmtu spurningu, verður hann einnig að svara þeirri fjórðu. Gallinn við þetta próf er sá að einungis er hægt að prófa taknrarkaðan fjölda orða nema maður hafi ótakmarkaðan tíma. Það gæti hins vegar verið heppilegt að prófa á þennan hátt þau orð sem kennarinn álítur að nemendur verði að kunna til hlítar, þ.e.a.s. bæði að skilja og geta notað. Ann- ar galli við próf af þessu tagi er sá að orð hafa oft mismunandi merkingar og nem- endur gætu komið með merkingu sem kennarinn er ekki að fiska eftir. En svona er þetta; ekkert er fullkonrið. Auk þess að nota kannanir af því tagi sem nefndar hafa verið hér, er hægt að nota ýmsar gerðir af æfingum sem nem- endur eru vanir að fást við til að fýlgjast með þróun orðaforðans. Einnig geta kennarar látið nemendur halda eigin orðaskrá eða orðalista og fylgst með því verki. Fyrir utan beinar orðaforðakannanir er eðlilegt að orðaforði nemenda sé jafnt og þétt metinn í skriflegum og munnlegum verkefnum sem þeir eru að fást við. Þá þarf að setja upp viss viðmið og meta eft- ir því hve breiðan orðaforða nemendur nota, orðaval, hversu rétt er farið nteð orð og orðatiltæki, hversu viðeigandi orða- forði er notaður og annað í þeim dúr. Að lokum er rétt að árétta að þeir, sem hvað mest fjalla um orðaforða þessa dag- ana, eru á einu máli um að það sé nauð- synlegt að takast á við hann af fullum krafti, bæði í samhengi við samfelldan texta og eins einan og sér. Auður Torfadóttir, dósent við Kennaraháskóla Islands. Það er erfitt að greina algerlega á milli hvort það er orðskiln- ingurinn einn og sér, hið al- menna sam- hengi í texta eða samspil beggja sem ræður úrslitum um skilning. 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.