Málfríður - 15.09.1998, Qupperneq 27

Málfríður - 15.09.1998, Qupperneq 27
Færniþættirnir lestur, hlustun, ritun og tal eru hafðir að leiðarljósi og þá þannig að nemendur vinni skapandi vinnu og að þeir sjái tilgang með náminu og tengsl við raunveruleikann. Með öðrum orðum jafnframt því sem nemendur læra ensku þá eru þeir að gera eitthvað skapandi. Mest áhersla var lögð á aukna orða- forðakennslu, þar sem tilgangur með því að læra annað tungumál en móðurmálið er að geta nýtt það til samskipta og upp- lýsingaöflunar. Gefur það auga leið að því meiri tök sem maður hefur á orðaforðan- um því auðveldara á maður með að tjá sig og lesa sér til. Kennslubækurnar geta ver- ið nokkurs konar grunnur eða viðmið en orðaforði er útvíkkaður með skapandi starfi nemenda. I fljótu bragði virðist þetta þýða aukið vinnuálag á kennarann en það þarf ekki að vera svo. Hægt er að skapa að- stæður í beinum tengslum við textann í kennslubókinni sem nemendur vinna síð- an úr og auka með því orðaforða sinn. Ef texti kennslubókarinnar þallar til dæmis um verslunarferð er hægt að kynna efni og orðaforðann í textanum og síðan vinna nemendur út frá því sinn eigin innkaupa- lista og nota þau orð og vöruheiti sem hentar þeim eða því tilefni sem þeir vilja fjalla urn. Mikil áhersla var lögð á undirbúning nemenda fýrir hvert efni „Pre-teaching“ hvort sem unnið er með lestur, hlustun, ritun eða tal, kynna íyrir nemendum efn- ið og fara yfir orðin sem korna fýrir í text- anum eða viðfangsefninu. Gæta þarf að því að nemendur nái samhenginu og einnig þarf kennarinn að reyna að hafa efnið sem næst áhugasviði nemenda. Það er hægt að nálgast efnið á ýmsan hátt: með leikjum, hópvinnu, paravinnu og síðast en ekki síst, söng. Söngvar hafa mikið gildi í tungumálakennslu. Þeir þjálta framburð, orðaforða, uppbyggingu setn- inga og ítreka (endurtekningar). Auk þess eru söngvar skemmtilegir og auka á til- breytingu. Það væri óðs manns æði að telja upp allar þær hugmyndir sem við fengum á námskeiðinu. Enda eru margir kennarar eflaust búnir að nota þessar aðferðir í sinni kennslu, því þær hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og sérstaklega aukin áhersla á orðaforða. Það sem okkur fannst helsti kostur námskeiðsins var hversu inntaksmikið það var og erurn við í raun komnar með ágætishandbók fýrir ensku- kennslu sem var afrakstur námskeiðsms. Oll aðstaða var með ágætum og vel um okkur hugsað allan tímann og Walesbúar rnjög góðir heim að sækja. En sú staða sem Wales hefur þar sem töluð eru tvö tungumál gerir landið að mjög ákjósan- legum stað til að sækja námskeið í ensku, því við erum að kenna ensku sem annað tungumál og þess vegna var sérlega áhuga- vert að kynnast aðstæðum sem þessum. Bergljót Halldórsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Súðavík Monica Mackintosh, kennari í Grunnskólanum á Isafirði Það er hægt að nálgast efnið á ýmsan hátt: með leikjum, hóp- vinnu, para- vinnu og síðast en ekki síst, söng. 27

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.