Málfríður - 15.09.1998, Side 28

Málfríður - 15.09.1998, Side 28
Námskeið framhaldsskólakennara í Hróarskeldu og á Schæffergárden í Gentofte dagana 5.—15. ágúst 1998 Asa Kristin Jóhannsdóttir Bryndís Helgadóttir „sprog og kultur hænger sam- men“ 28 Danmark i dag — Roskilde i 1000 ár. I grein þessari verður þallað um námskeið dönskukennara á liðnu sumri. Við sáum skipin er báru forfeður okkar upp að ströndum landsins, þegar ritað mál var rúnir. Fundum hvernig „sprog og kultur hænger sammen“ við mismunandi að- stæður í skólum, á söfnum, í leik- og kvik- myndahúsum. En söfn og ýmsar stofnanir hafa á sínum snærum færustu leiðsögu- menn, sem við nutum góðs af.Við sátum öfugu megin við kennaraborðið og hlust- uðum á fyrirlestra færustu manna. Sum okkar enduðu dvölina með því að heim- sækja „den nordiske puls der slár midt i hjertet af Kobenhavn þ.e.a.s. Nordisk ministerrád“ og sáum drög að norrænni tungumálastefnu á 21. öldinni. Hróarskelda. Námskeiðið hófst með ferð í Víkingasafn- ið í Hróarskeldu, þar sem getur að líta fimm skip sem eru frá lokum víkingatím- ans. Menn sökktu skipunum til þess að verjast innrásum. Það var árið 1963 að menn þurrkuðu upp svæðið og náðu leif- unum af þessum skipum, þau hafa verið sett saman og sýna hve menn réðu yfir mikilli þekkingu í skipasmíðum árið 1000. Við færðum okkur síðan yfir í nú- tímann og heimsóttum Holbæk Handels- skole og HolbækTekniske skole. I Holbæk Handelsskole hélt Bente Skipper M.A. námsstjóri erlendra tungumála stuttan fyrirlestur um skipulag og uppbyggingu námsins við skólann. Síðan kynntuVibeke Wass og Vibeke Thomsen bókmenntir í tungumálakennslu, og námsefni fyrir bók- menntakennslu í tungumálum. í Holbæk Tekniske Skole hittum við kennara og nemendur að störfum. Kennslu- stjóri skólans, Anne Gram, hélt fræðandi fyrirlestur um skipulag og uppbyggingu verknáms í Danmörku almennt og sér- staklega um skipulag námsins í Holbæk Tekniske skole. Einn af námsráðgjöfum skólans hafði framsögu um skipulag á námsráðgjöf við tækniskólann og hvernig trúnaðar er gætt gagnvart nemendum og um samvinnu við forráðamenn. Námsráð- gjafinn fylgdi okkur um allar deildir skól- ans og kynnti starfsemina, m.a. fram- kvæmd sveinsprófa í nokkrum greinum. Við nutum einnig leiðsagnar Michael Svendsen Pedersen sem er forstöðumaður Alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar, hann kom síðan til okkar á Schæffer- gárden og stjórnaði „kommunikative aktiviteter“. Hann hafði skipulagt hóp- vinnu undir titlinum „Dagens Dan- mark“. Menn skiptu sér í hópa og skoð- uðu ýmsa menningarkima Kaupmanna- hafnar, þeir gáfu hópnum síðan skýrslu um rannsóknarleiðangra sína, auðvitað á dönsku. Eitt verkefnanna var heimsókn í Nordisk ministerrád. Þar kom fram að stofnuð hefur verið nefnd aðila allra Norðurlandanna sem á að vinna að sam- norrænni tungumálastefnu á 21. öldinni. I drögum að stefnumörkun kemur m.a. fram í grein 2.1. að „som mál for nordisk sprogpolitik anbefaler sprogpolitikgrup- pen, at de skandinaviske sprog fortsat udgor den fælles ramme om det nordiske samarbejde.“ Við sjáum sem sagt fram á það að halda vinnunni eitthvað áfram dönskukennarar. Ekki var Hróarskelda yfirgefin án þess að koma við í háskólanum og tók Karen Riisager á móti okkur og kynnti fyrir okkur fræði sín um það hvernig „sprog og

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.