Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 29
kultur hænger sammen“, hún skoðar þessi tengsl út frá eftirfarandi punktum: 1. Kultur som indhold i sprogsystemet, især ordforrádet. 2. Kultur som kontekst for og indhold i individets personlige sprogsystem. 3. Kultur som historisk samfundsmæssig kontekst for sprogbrugen. 4. Kultur som tematisk indhold i sprog- brugen. 5. Kultur som æstetisk bevidst sprog- brug. Háskólinn er ung stofnun. Hann var stofnaður árið 1972, þar stunda um 6000 nemendur nám. Það lýsir ef til vill róti því er skólinn hefur valdið í dönsku samfélagi frá upphafi, að Else Hansen var ráðin til þess að skrifa sögu skólans á 25 ára afmæli hans. Hún skrifaði bókina „En koral i tidens strom“. Ekki þótti ráðamönnum henni hafa tekist vel til við skrifin og var annar höfundur ráðinn er skrifaði sögu skólans „á hefðbundnari nótunr“ og voru báðar bækurnar gefnar út. Við nutum ágætrar leiðsagnar er við heimsóttum dómkirkjuna í Hróarskeldu, en hún er talin ein merkasta og best varð- veitta kirkja síns tíma í heimi.Við vorum m.a. frædd um það að Friðrik IX. hafði látið þau orð falla, að þar vildi hann ekki bera beinin, hann vildi vera utan veggja dómkirkjunnar „þar sem sæist til allra átta“. Schæffergárden Er hópurinn var kominn til Schæffer- gárden, fengum við heimsóknir margra góðra fyrirlesara. Einn þeirra var Karen Lund er fjallaði um „sprogindlæring". Hún hefur skrifað bókina, “Lærer alle dansk pá samme máde, en længde- undersogelse af voksnes tilegnelse af dansk som andetsprog". Henrik Galberg Jacobsen fjallaði í fyrir- lestri sínum um „Dansk sprogs status i dag“, en hann starfar hjá Danskri málnefnd. Soren Sogárd fjallaði svo ásamt Kirsten Rantorp um „Avisen i undervisningen“. Þau telja að færri og færri kaupi dagblöð, ungt fólk sjái aðeins auglýsingar, þess vegna sé mikilvægt að kenna blaðalestur. Sören sagði að nemendur hafi verið látnir spreyta sig á því að búa til blöð út frá ákveðnum þemum, t.d. hvað fælist í starf- inu kennari. Soren lýsti yfir áhuga sínum á því að koma til Islands og halda námskeið um „Avisen i undervisningen“. Eitthvað virðist hann eiga eftir í pokahorninu sem ekki komst til skila þennan hluta úr degi er hann dvaldi með okkur. Við héldum uppteknum hætti við að víkka sjóndeildarhringinn er komið var til höfuðborgarinnar og heimsóttum m.a. Þjóðminjasafnið að Brede. Þar stóð yfir sýningin „Krop og forklædning", sýnis- horn af dönskum fatnaði sl. 300 ár. Carlsbergverksmiðjurnar voru skoðaðar undir leiðsögn sagnfræðingsins Gorm Gecler sem fræddi okkur á einstaklega lif- andi hátt um sögu Carlsberg brugghússins og framlag stofnandans I.C. Jacobsen og sonar hans til lista og menningar í Dan- mörku. Kristjanía var heimsótt. Þar tók á móti okkur kennari sem búið hefur á staðnunr í rúm tuttugu ár. Hann flutti fróðlegan fyrirlestur og fylgdi okkur síðan um frí- ríkið. Þó að kvikmyndahús væru ekki á dag- skrá námskeiðsins, þá sáum við samt tvær nýjar danskar myndir, önnur þeirra „Idioterne“ er gerð af Lars von Trier, hin myndin „Festen“ var ekki síður áhuga- verð.Vonandi rata þessar myndir á kvik- myndatjöld hér á landi. I Nýhöfninni ligg— ur skip sem útbúið hefur verið sem leik- hús og kallast „Bádteatret“, þar sáum við „Dan Turéll show“ sem byggt var á verk- um þessa ágæta rithöfundar. A þriðjudögum og fimmtudögum hafa verið sumartónleikar í „Ny Carlsberg Glyptotek" sem er fógur umgjörð um tónlistarflutning. Þar var hlustað á hátíðar- tónleika „Kobenhavns Kammersolister“. Danmörk er uppspretta menningar og lista. Það má segja að hópurinn frá Islandi, Þau telja að færri og færri kaupi dagblöð, ungt fólk sjái aðeins auglýs- ingar, þess vegna sé mikil- vægt að kenna blaðalestur. ... tvær nýjar danskar myndir, önnur þeirra „Idioterne“ er gerð af Lars von Trier, hin myndin „Fes- ten“ var ekki síður áhugaverð. 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.