Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 9
innar vinna nemendur verkefni í tengslum við myndina. Nemendum 9. og 10. bekkja er boðið að koma og vinna verkefni út frá norrænum dagblöðum. Heimsóknin er æduð nemendum í dönsku, norsku og sænsku. Framhaldsskólanemendum stendur til boða fyrirlestur um stofnun, starfsemi og hönnun Norræna hússins, auk umfjöllun- ar um norræna samvinnu. Einnig hafa nemendur framhaldsskólanna komið og unnið verkefni út frá norrænu dagblöðun- um. Hefur kennsluráðgjafinn staðið fyrir einhverjum námskeiðum? Já, á þessu ári hefur, líkt og í fyrra, verið boðið upp á nokkur námskeið. I mars sl. buðum við upp á talþjálfunarnámskeið fyrir íslenska grunnskólakennara og í júní var hér sumarnámskeið fyrir 8-9 ára börn í dönsku. Við byijuðum með barnanám- skeiðin í fyrrasumar og var aðsókn svo góð að við ákváðum að bjóða upp á þau aftur nú í sumar. Þá hefur kennsluráðgjafinn síðastliðin tvö sumur haft umsjón með tveggja vikna sumarnámskeiði í íslensku og íslenskri menningu ædað norðurlandabúum. Nor- ræna húsið hefur staðið fyrir þessum nám- skeiðum hér í húsinu um árabil með styrk frá NORDMÁL-áæduninni. Kennarar á násmskeiðinu eru þær Bertha Sigurðar- dóttir og SofHa Magnúsdóttir, framhalds- skólakennarar, en auk þeirra koma að námskeiðinu fjölmargir íslenskir fyrirles- arar. Hvernig nýta kennarar sér helst þjón- ustu kennsluráðgjafans? Auk skólaheimsókna berast hingað þöl- margar fyrirspurnir frá kennurum um ít- arefni og ýmiss önnur atriði sem tengjast kennslu norrænna tungumála. Sérstaklega hafa kennarar og leiðbeinendur sem kenna bygendum verið mjög duglegir að hafa samband og það varð til þess að við ákváðum að bjóða upp á sérstaka aðstoð og kennsluráðgjöf sem er ætlað að létta undir með kennurum og styrkja þá í starfi sínu með þessum aldurshópi. Kennurum er nú boðið að koma reglulega á fundi þar sem skipst er á skoðunum og farið er yfir margvísleg atriði tengd kennslu byijenda. Hvað varðar erlenda kennara þá leita þeir einkum hingað með óskir um að heim- sækja húsið, komast í samband við skóla hérlendis og eins ef þeir eru að vinna að þemaverkefni um Island í sínu heimalandi. Hver eru næstu verkefni kennsluráð- gjafa? Nú erum við í óða önn að ljúka við nýja jóladagskrá sem æduð er bæði grunn- og framhaldsskólanemendum. Markmiðið er að kynna nemendum jólahald á Norður- löndum. Einnig er verið að útbúa 8 spjöld með myndum frá þekktum stöðum á öll- um Norðurlöndunum. Á bakhhð hvers spjalds eru gagnlegar upplýsingar um við- komandi land auk hjálparorða á dönsku sem vahn eru með hhðsjón af myndun- um. Hugmyndin að baki þessu er að kennarar nýti sér þessi spjöld í kennslu með það að markmiði að efla munnlega og skriflega færni nemenda, veita fræðslu um Norðurlönd og auka áhuga á Norður- löndum og því sem norrænt er. Eitt af verkefnum síðasthðins vetrar var að bjóða almenningi upp á talþjálfunarnámskeið í norrænum tungumálum. Vöktu nám- skeiðin nokkra athygh og voru afar vel sótt. Standa vonir til þess að við getum boðið upp á fleiri slík námskeið næsta vor. Kennurum er nú boðið að koma reglulega á fundi þar sem skipst er á skoðunum og farið er yfir margvísleg atriði tengd kennslu byqenda.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.