Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 13
Franska er auðvitað fyrst og fremst þjóð-
tunga í Frakklandi og fleiri Evrópulönd-
um en hún er líka mikilvægt samskiptamál
í öðrum heimshlutum, sérstaklega í Afr-
íku. Franskan hefur raunar öðlast nýtt líf í
þeirri álfu því hún hefiir blandast öðrum
tungumálum og aðlagast breyttum að-
stæðum og verður fróðlegt að fylgjast með
þróun hennar þar. Það mætti því skil-
greina frönsku sem „fj ölmenningarlega
þjóðtungu"5 því hún er töluð í löndum
sem eiga sér mjög ólíka menningu og er
þar með lykilhnn að mikilvægum menn-
ingarverðmætum og fjölbreyttum lífsgild-
um. En hún getur ekki og ætti ekki að
keppa við ensku sem er hið viðurkennda
samskiptamál í „heimsþorpinu" í dag.
Þeir sem tala frönsku rétti upp
hönd!
Heimildum ber ekki saman um fjölda
frönskumælenda í heiminum í dag enda er
mjög erfitt að slá á þá tölu með nokkurri
vissu. Fyrst þarf að skilgreina hvaða skiln-
ing við leggjum í „frönskumælandi“. Ef
við teljum einungis þá sem hafa fiönsku
sem móðurmál eru þeir um 70 milljónir í
5 löndum: Frakklandi, Sviss, Belgíu, Lúx-
embúrg og Kanada.Við þessa tölu bætast
svo allir þeir sem tala frönsku daglega sem
annað mál eða samskiptamál, sérstaklega í
Afiíku og gera allra varfærnustu áætlanir
ráð fyrir að samanlagður fjöldi frönsku-
mælenda sé rúmlega 100 milljónir í heim-
inum öllum6. Samkvæmt Le haut conseil
de la francophonie eru þeir um 112 millj-
ónir7 og enn aðrir gera ráð fyrir 135 millj-
ónum8.Til samanburðar má geta að síðast
nefnda heimildin áætlar að spænskumæl-
andi séu um 330 milljónir, enskumælandi
um 600 milljónir og þýskumælandi tæp-
lega 100 milljónir. Franskan er að minnsta
kosti ofarlega á Hstanum yfir mest töluðu
tungumál í heiminum og staða hennar
virðist því ekki vera svo slæm þrátt fyrir
allt. Því má jafnvel halda fram að aldrei
hafi fleiri talað frönsku í heiminum en
5 Vigner, Gérard 2002.
6 Calvet Louis-Jean, 1999.
7 Le haut conseil de la francophonie: http://hcf.
francophonie.org/
8 L’Atlas géopolitique et culturel du Petit Robert
des noms propres, 1999.
einmitt í dag. Fjöldi ffönskunema gefur
heldur ekki ástæðu til þess að óttast um af-
drif þessa máls í nánustu ffamtíð, því þeim
fjölgar almennt í heiminum samkvæmt
upplýsingum frá Haut conseil de la
ffancophonie. Arið 1998 voru þeir rúm-
lega 65 milljónir í samanburði við tæplega
57 milljónir árið 19949.
En hvers vegna er þá talað um að staða
frönskunnar fari versnandi? Það er nefni-
lega ekki sama hvert Htið er: Fjölgun
nemenda er t.d. lang mest í Afríku, sér-
staklega meðal kvenna og er það fagnað-
arefni. I Evrópu stendur tala ffönskunema
hins vegar í stað og í sumum löndum álf-
unnar fer þeim fækkandi m.a. í Mið- og
Austur-Evrópu. I Suður- og Norður-Am-
eríku fer þeim einnig fækkandi en staðan
er Hklega einna verst í Asíu. Því væri ffóð-
legt að kanna hvernig ffönskunni vegnar
hér uppi á Islandi.
Frönskukunnátta íslendinga og
franskan í íslenskum framhalds-
skólum
Þegar ffönskukunnátta Islendinga er skoð-
uð í samanburði við önnur tungumál er
eðlilegast að bera hana saman við önnur
mál sem standa íslenskum nemendum til
boða sem þriðja mál í grunn- og ffam-
haldsskólum. Ef Htið er á könnun sem
gerð var á vegum menntamálaráðuneytis-
ins á tungumálakunnáttu Islendinga kem-
ur í ljós að þrátt fyrir að aðeins tæplega 8%
Islendinga telji sig kunna eitthvað hrafl í
ffönsku (30,4% þýsku og 4,8% spænsku)
þá er viðhorfþeirra nokkuð jákvætt gagn-
vart ffönskunni því 25,7% aðspurðra hef-
ur mestan áhuga á því að læra frönsku.
Spænskan er þó vinsæHi en ffanskan því
37% kysu ffemur að læra spænsku10.
Undanfarin 10-15 ár hefur nemendum í
ffamhaldsskólum landsins gefist kostur á
að velja á milH þriggja tungumála sem
þriðja erlenda mál. Þetta eru franska, þýska
og spænska. Til skamms tíma stóð vaHð
einungis um þýsku og frönsku og er löng
hefð fyrir því. Nú er hægt að velja spænsku
sem þriðja mál í Menntaskólanum við
HamrahHð, Menntaskólanum í Reykjavík
9 Idem.
10 Menntamálaráðuneytið 2001.
Það mætti því
skilgreina
frönsku sem
„fjölmenningar-
lega þjóðtungu“
því hún er töluð
í löndum sem
eiga sér mjög
ólíka menningu
og er þar með
lykillinn að mik-
ilvægum menn-
ingarverðmætum
og fjölbreyttum
lífsgildum.
13