Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 29
sjónvarpsþáttum, svo sem Friends eða Fawlty Towers. Kvikmyndir bjóða upp á skoðun á menningarlegum bakgrunni, hugmynda- fræði, þjóðfélagsháttum, sögulegum at- burðum og forsendum sem hægt er að vekja athygli og áhuga á þar sem það á við. Þekking á kvikmyndafræði? Til þess að geta notað kvikmyndir á gagnlegan og skemmtilegan hátt í tungu- málakennslu er ekki nauðsynlegt að kennari búi yfir mikilli þekkingu á kvik- myndafræði og kvikmyndatækni. Frá- sagnarferlið í kvikmyndum er að mörgu leyti svipað og í bókmenntum. Hins veg- ar eru kvikmynd og ritaður texti tveir ólíkir miðlar sem að mörgu leyti nota ólíkt táknmál. Umfjöllun um myndmálið og notkun þess (uppstiUingu innan ram- nians, sjónarhorn, hreyfingu myndavélar, lýsingu og klippingu o.s. frv.) og notkun hljóðs (tónhstar, umhverfishljóða, áhrifs- hljóða) gefa kvikmyndaumfjöllun meiri dýpt. Kennarar þurfa ekki að vera sérfróð- ir í þessum efnum til að geta bent nem- endum á ýmsa þætti sem máli skipta, svo sem að taka eftir lýsingu, hvort sjónar- horn myndavélarinnar er lágt eða hátt o.s.frv. AUt þetta er hluti af myndmálinu og skapar áhrif. Nemendur og kennarar eru í raun ágætlega heima í þessu tákn- máli. Við höfum lært það vegna þess að það hefur verið fyrir okkur haft. Þessi þekking er hins vegar oft meira og minna ómeðvituð. Um leið og við verðum okk- ur betur meðvituð um þessi atriði eykst skilningur okkar og ánægja.Til eru marg- ar góðar bækur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér frásagnarhætti kvikmyndar- innar og reglur myndmálins. (Sjá bókalista á vefsíðu okkar) Markmið Marmiðið með verkefnunum, sem eru á vefsíðunni, er fyrst og fremst að efla enskukunnáttu og þjálfa mismunandi færniþætti með notkun kvikmynda. Ann- að mikilvægt markmið er að auka skilning á menningarlegu og félagslegu samhengi tungumálsins. Um leið er verið að efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun og auka vitund þeirra um tákn- kerfi myndmiðlanna. Oft er verið að vinna með fleiri en einn færniþátt í einu og þess vegna getur verið erfitt að flokka þá nákvæmlega niður. Verkefnin byggjast á því sem höfundar hafa sjálfir reynt með góðum árangri og vilja miðla öðrum. Sum þessara verkefna eru upphaflega hugmyndir annarra, en hafa ef til vill tekið breytingum í okkar meðförum. Við sem fáumst við (ensku)kennslu vitum að það getur verið erfitt að rekja uppruna hugmynda, aðferða og verkefna. Hugmyndir berast milli kennara, þeim er miðlað í bókum og blöðum, á námskeiðum, í kennslufræði- námi, á Netinu og víðar. Við stöndum í þakkarskuld við alla þá sem vitandi eða óafvitandi hafa lagt inn í hugmyndabanka okkar, og bjóðum í staðinn öðrum að taka út úr þessum banka að vild. www.kvenno.is/kvikmyndir_enska og www. mh. is/kvikmy ndir_enska Niðurlag Verkefnið Kvikmyndir í enskukennslu hefur hlotið styrk úr þróunarsjóði menntamálaráðuneytisis og er hér um að ræða samstarfsverkefni Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamra- hlíð. Þórey Einarsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Þórhildur Lárusdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.