Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 26
Meginmarkmið
Stofnunar Vig-
dísar Finnboga-
dóttur er að efla
rannsóknir á
fræðasviði sínu
og vera vett-
vangur þróunar-
starfs og upp-
lýstrar umræðu
um tungumál,
tungumálanám
og menningar-
fræði.
Green-Vánttinen ogTaina Kaivola lektor-
ar við Helsinki háskóla um nýja rannsókn
á sænskukennslu í Finnlandi. Hinn 5. nóv-
ember s.l. flutti Miyako Þórðarson, prestur
heyrnarlausra fyrirlesturinn: Hvernig er að
vera Japani á Islandi? 18. nóvember var á
dagskrá fyrirlestur JúHan D’Arcys, dósents
í enskum bókmenntum, „Aðfæra mörkin“
Iþróttabókmenntir, hvað er það? Hinn 22.
nóvember fjallaði Michael Svendsen Ped-
ersen, lektor við Háskólann í Hróarskeldu
um þá umræðu, sem farið hefur fram í
Danmörku að undanförnu, um inntak
tungumálanáms. Fyrirlesturinn nefndist:
Sprogfagenes faglighed. Glimt af en aktuel
diskussion i Danmark. Loks mun Hólmfríð-
ur Garðarsdóttir, aðjúnkt í spænsku flytja
fyrirlestur um evrópsk samstarfsverkefhi á
tungumálasviðinu. Fyrirlesturinn verður
fluttur 2. desember og ber yfirskriftina:
Tungumálakennsla sem grundvöllur samvinnu
og samkenndar í fjöltyngdri og fjöhnenningar-
íegri Evrópu. Loks ber að geta þess, að mál-
stofur um málvísindi eru haldnar að jafn-
aði vikulega á kennslutíma. Upplýsingar
um málstofurnar er að finna á heimasíðu
stofnunarinnar.
Samstarf við tungumálakennara
StofnunVigdísar Finnbogadóttur er mikið
í mun að stuðla að sem bestu samstarfi við
tungumálakennara í landinu og því eru
allar ábendingar um efni fyrirlestra og
hugsanleg samstarfsverkefni vel þegnar.
Stofnunin mun kappkosta að koma upp-
lýsingum til tungumálakennara um það
sem helst er á döfinni hjá stofnuninni.
Unnið er að því að koma upp póstlistum
eftir tungumálagreinum svo hægt sé að
senda upplýsingar eftir því sem við á beint
til tungumálakennara. A heimasíðu stofn-
unarinnar er jafnframt að finna upplýsing-
ar um það sem er á döfinni. Slóðin er:
http: / / www. vigdis. hi. is
Fagráð-verkefnisstjóri
Fagráð fer með stjórn Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur, en það er skipað 5 full-
trúum. Fagráð er kosið á ársfundi stofnun-
arinnar til tveggja ára í senn. Eftirtaldir að-
ilar eiga nú sæti í fagráði: Auður Hauks-
dóttir, forstöðumaður, Oddný G. Sverris-
dóttir, varaforstöðumaður, Gauti Krist-
mannsson, aðjúnkt, Margrét Jónsdóttir,
lektor og Matthew J. Whelpton, lektor.
Verkefnisstjóri stofhunarinnar er Guðný
G. Guðlaugsdóttir (gug@hi.is).
Kynningarstarf
Fagráð StofnunarVigdísar Finnbogadóttur
vinnur nú að kynningarátaki bæði innan
lands og utan á starfsemi og framtíðarsýn
stofnunarinnar. A næstunni mun fara fram
víðtækt kynningarstarf erlendis og er
markmiðið að efla akademísk tengsl og
leita eftir hðsinni þeirra sem leggja vilja
stofnuninni hð. Stefnt er að því að koma á
rannsóknasjóði Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur í því skyni að stórefla tungu-
málarannsóknir og renna styrkum stoðum
undir starfsemi stofnunarinnar að öðru
leyti. Fyrsta kynningin á stofnuninni er-
lendis mun fara fram í Japan í nóvember
n.k. og mun frú Vigdís Finnbogadóttir og
forstöðumaður stofnunarinnar taka þátt í
kynningunni í góðu samstarfi við send-
herra Islands í Japan hr. Ingimund Sigfús-
son. Fyrirhugað er að stofnunin verði
kynnt í Danmörku, Frakklandi, Kanada
Spáni og Þýskalandi á næstu misserum.
26