Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 31
máls hlýtur þannig að taka mið af því að
auka skilning, skynjun og jafnvel nautn, að
koma nemandanum inn í orðræðuna, inn í
veröld tungumálsins, bjóða honum í hús
skáldsins þar sem steinarnir tala. Og þá
skiptir reyndar ekki máli hvort menn tala
íslensku, ensku, frönsku, táknmál eða ann-
að mál.
Sigurður Ingólfsson.
Hagnýta hornið ★ Hagnýta hornið ★ Hagnýta hornið
Heimsþing alþjóðasamtaka tungu-
málakennara
Athygli tungumálakennara er vakin á
heimsþingi alþjóðasamtaka tungumála-
kennara (FIPLV), sem STÍL er aðili að.
Það verður haldið í Rand Afrikaans Uni-
versity, Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 2,-
5.júlí næstkomandi.
Yfirskriftin er: Identity And Creativity In
Language Education. Fyrsta skráning stend-
ur yfir fram í janúar 2003. Skipuleggjend-
ur eru Anna Coetzee (aec@rau.ac.za) og
Wilhelm van Rensburg (wajvr@educ-
ur.rau.ac.za). Hægt er að nálgast umsókn-
areyðublöð á:
http://general.rau.ac.za/fiplv
★ ★ ★
Tungumálamiðstöðin í Graz European
Centre for Modern Languages (ECML)
Hlutverk Tungumálamiðstöðvarinnar í
Graz er að efla og styðja við nám og
kennslu í tungumálum í Evrópu. Starfsemi
tungumálamiðstöðvarinnar felst m.a. í
skipulagningu námskeiða eða vinnustofa
(workshops) í Graz og víðar. Einnig er á
vegum stofnunarinnar unnið að margvís-
legum þróunar- og rannsóknarverkefnum
á sviði tungumálanáms og tungumála-
kennslu í tengslum við vinnustofur eða
námskeið. Aðildarlönd geta almennt sent
einn þátttakanda á hvert námskeið (vinnu-
stofu) sér að kostnaðarlausu.
Island gerðist aðili að Tungumálamið-
stöðinni í Graz (ECML) hinn 1. janúar
1998 og er eitt 32 aðildarlanda. Tungu-
málamiðstöðin er stofnun á vegum Evr-
ópuráðsins og starfar á grundvelli sérstaks
samkomulags við það. Miðstöðin var
stofnuð árið 1994 að frumkvæði Austur-
ríkis og Hollands.
Nánari upplýsingar um hlutverk og
starfsemi Tungumálamiðstöðvarinnar í
Graz er að finna á heimasíðu hennar:
www.ecml.at Einnig má þar finna dag-
skrá, skýrslur frá vinnustofum og upplýs-
ingar um útgefið efni og rannsóknir.
★ ★ ★
Frönskukennarar athugið!
Vefur með fjölda gagnlegra slóða fýrir
nemendur í frönsku:
http://perso.wanadoo.fr/fle~
sitographie
★ ★ ★
Enskukennarar athugið!
www.discoveryschool.com er síða þar
sem þú getur útbúið þitt eigið kennsluefni
við hæfi svo sem krossgátur, stafarugl,
orðaleit og margt margt fleira. Það kostar
ekki neitt að nýta sér þessa síðu en hún
eykur fjölbreytnina í kennslunni.
english-to-go.com er síða þar sem þú
færð tilbúnar greinar fyrir ýmis getustig.
Þessi síða er lokuð en þú getur gerst
áskrifandi að henni á auðveldan hátt.
31