Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 19
Straumar og stefnur í tungumálakennslu á íslandi Þann 26. september s.l. efndi Menntamálaráðuneytið til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladegin- um undir yfirskriftinni Straumar og stefnur í tungumálakennslu á Islandi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Islands annaðist undirbúning og framkvæmd þingsins, sem var haldið á Grand Hótel. Menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich ávarpaði þingið, en auk hans voru tíu frummælendur kallaðir til að viðra skoð- anir sína og hugmyndir. Fyrstur á mæl- endaskrá var Hjálmar Sveinsson, útvarps- maður, en erindi hans nefndist Tungmála- könnun 2001, helstu spurningar og niður- stöður. Þá voru stjórnendur fyrirtækja kallaðir til að gera grein fyrir viðhorfi sínu til tungumála og tungumálakunn- áttu, en þau voru Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa Lónsins, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri utanlands- sviðs Eimskips og Frosti Bergsson, stjórn- arformaður Opinna kerfa. Næsti dag- skrárliður nefndist Ungt fólk með tungu- málakunnáttu í farteskinu, þar sem þijú ungmenni fjölluðu um gildi tungumála- kunnáttu í leik og starfi. Frummælendur voru: Sigríður Asthildur Andersen, lög- fræðingur hjá Verslunarráði Islands, Björgvin Þór Björgvinsson, meistaranemi í sjávarútvegsfræðum og Katrín Þórðar- dóttir, starfsmaður Kanadíska sendiráðs- ins. Loks fjöUuðu fjórir tungumálakenn- arar um kosti og gaUa nýrra námskráa í erlendum tungumálum, en þeir voru Guðmundur Helgason, enskukennari í Langholtsskóla, Valgerður Bragadóttir, þýskukennari í Menntaskólanum við Hamrahhð, Brynhildur Anna Ragnars- dóttir, kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Margrét Helga Hjartar- dóttir, frönskukennari í Kvennaskólanum. Að framsöguerindum loknum fóru fram almennar umræður undir stjórn dr. Hóm- fríðar Garðarsdóttur, formanns STÍL. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■? Avarp menntamálaráðherra Tóm- asar Inga Olrich I ávarpi menntamálaráðherra Tómasar Inga Olrich kom fram, að árið 2001 var ár tungumála og þá hefði áhersla verið lögð á að hvetja ungt fólk tU að læra erlend mál. Tungumálaárið þótti takast vel og var ákveðið í framhaldinu að 26. september yrði árlegur tungumáladagur þar sem minnt væri á mikilvægi fjölbreytts tungu- málanáms. Ráðherra ítrekaði gUdi góðrar tungumálakunnáttu og kvaðst þekkja gildi hennar af eigin raun, þar sem oft reyndi á tungumálakunnáttu í starfi hans sem ráð- herra. Astæða væri tU að hvetja sífeUt til aukinnar tungumálakunnáttu. Hún fæli í sér fjölbreytUeika og fjölbreytUeiki væri einmitt einkenni og aðalsmerki Evrópu. Ráðherra hvatti sérstaklega tU símenntun- ar í tungumálum og minnti á að rík sögu- leg hefð væri fyrir sjálfsnámi í tungumál- um á Islandi. Ráðherra benti á að ferðalög Islendinga hefðu aukist mikið á undan- förnum árum og að nauðsynlegt væri að tungumálanám í a.m.k. tveimur tU þremur erlendum málum stæði öUum til boða. Færni í tungumálum opnar nýja heima, hún er virt til fjár og frama, auk þess sem tungumálaþekking veitir innsýn í menn- ingarsögu og eykur færi í menningarlæsi. I lok máls síns greindi ráðherra frá því, að í menntamálaráðuneytinu væri áhugi á að hrinda í framkvæmd þróunarverkefni í tengslum við European Language Port- foho, og að verkefnið hefði verið kynnt á fjölmennum fundi fyrr í september. Stefnt væri að tilraunavinnu á þessu sviði í nokkrum bekkjum á næsta ári. Hólmfríður Garðarsdóttir. Tungumálakönnun 2001, helstu spurningar og niðurstöður I erindi sínu gerði Hjálmar Sveinsson grein fyrir tungumálakönnun, sem menntamálaráðuneytið lét framkvæma í ágúst 2001. Könnunin var gerð símleiðis og var umfang slembiúrtaks 1200 einstak- Ungar á aldrinum 18-75 ára, búsettir um aUt land. SvarhlutfaU var 62%. Að mati

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.