Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA' Miðvikudagur 9. Desember 1992 Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar: Mótmælir harðlega lokun veiðisvæða á Kögurgrunni STJÓRN Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum mótmælir harðlega þeirri lokun veiðisvæðis á Kögur- grunni sem átt hefur sér stað með reglugerð. Stjórnin telur að skyndi- lokunarkerfið hafi nægt fullkomlega til friðunar á þessum slóðum og smáfiskur hafi ekki veiðst í þeim mæli þar að slík lokun sé réttlætan- leg. Jafnframt telur stjórnin að vinnubrögð sem þessi séu ekki líkleg til að nauðsynleg sam- vinna milli fiskifræðinga og sjómanna geti átt sér stað. I greinargerð sem fylgir ályktun félagsins segir m.a.: „Þessi ályktun er tilkomin vegna reglugerðarhólfs sem sett var þann 3. desember sl. á Kögurgrunni. Reglugerðarhólf á þessum stað á sér ekki for- dæmi í fiskveiðisögunni og menn sjá ekki þær ástæður sem kunna að vera að baki slíkri lokun. Smáþorskur hefur ekki veiðst í þeim mæli undanfarið að ástæða sé til jafn róttækrar aðgerðar sem reglugerðar- lokun er. Skyndilokanir hafa átt sér stað á þessum slóðum að undanförnu og það er mat félagsins að þær séu full- nægjandi friðunaraðgerð og hafi í sér bann eða sveigjan- Ieika sem nauðsynlegur er vegna þess h ve breytilegt er frá tíma til tíma hvort fiskur er yfir eða undir þeim viðmiðunar- mörkum sem ráða lokunum. -s/f. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*-»* *★★★★★★★★★*★★★★★***★★****•**.**.****************** Harpa Björns * 7v4 ER komið að sjöundaþátt- * 1 takandanum í „Breyttu út- J liti“ og jafnframt þeim nœstsíð- J asta á þessu ári. í síðasta þœttin- J umsembirtastmuníblaðinusem + útkemur21. desember nk. verð- * ur það heil fjölskylda sem lœtur * breyta útliti sínu og fer um leið í J jólaskap í nýjufötunumfrá versl- J ununum Jóni og Gunnu og Legg J og Skel, en nóg um það í bili og J snúum okkur að Hörpu Björns- * dóttur húsmóður á ísafirði. Um * hana hefur Sigga Þrastar eftirfar- * andi að segja: Siggu Prastarsem sér um hárgreiðslu Svönu í Krismu sem sér um förðun Sigurjóns áBBsem sér um Ijósmyndun i EGAR ég sá nafnið % hennar Hörpu á skráfyrir Jreytt útlit“ ákvað ég strax að fá hana í meðhöndlun og fékk * Hrefna Bjarnadóttir starfsstúlka á stofunni hjá mér að spreyta sig * íþetta skiptið. Harpa er með þykkt og gott hár og mjög meðfœri- J legt. Hún er með fínar rauðgylltar og Ijósar grófar álstrípur sem J gáfu okkur möguleika á að vinna með marga liti, allt upp í 5-6 í í einu. Klippingarformið í hárinu ertískulína vetrarins og var hár- + greiðslan unnin með sjálffestirúllunum vinsœlu og Laminates * sprayi sem gefur hvorutveggja blautu hári ogþurru mikinn glans. Meðþessa greiðslu eru J * Hörpu allir vegirfærir. “ * * ★ ★ ^ ^ ★ J ^VANA í Krismu sem sá um förðunina hafði eftirfarandi orð um förðunina: „Hinn J J KJ fullkomni farði undirstrikar persónulega fegurð hverrar konu. Mjög mikilvœgt er J J að velja rétta liti og nota þá réttþannig aðfarðinn verði sem eðlilegastur. Á Hörpu notuð- J * um við Marbert-Moisture Plus, sem er mjög góður farði og sérstaklega fyrir það hversu J * vel hann viðheldur rakanum í húðinni og verndar hana gegn kulda. Augun voru máluð * J með Marbert Eye-Liner í brúnum lit og augnskuggarnir sem notaðir voru erufrá Helena * J Rubinstein. A varirnar notaði ég Marbert varalit (Moisture Plus Lip Color) sem gefur J J mjúkan glans vegna rakans, þekur vel og lengi og veitir ótrúlega þœgindatilfinningu. “ J + + * + * J 7SRÁ TTfyrir að þátttakendur þessa árs hafi verið valdir er ástœðulaust að óttastþví að J * aT þátturinn mun halda áfram á nýju ári. Þeir sem áhuga hafa á að vera meðþá er vins- J * amlegast bent á að hafa samband við hárgreiðslustofu Siggu Þrastar, Aðalstræti 27, ísa- * * firði, sími 4442þar sem hœgt er að láta skrá sig. Breytt útlit er unnið ísamvinnu Hárgreið- * J slustofu Siggu Þrastar, snyrtivöruverslunarinnar Krismu Ljóninu, Skeiði ísafirði og J J Bœjarins besta. J ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Sorpmálin enn í brennidepli - Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík með nýjar tillögur ÓLAFUR Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík sendi á dögunum Hans Georg Bæringssyni formanni stjórnar SORP-VEST bréf varðandi sorpmál á norðan- verðum Vestfjörðum. I bréfi Ólafs kemur m.a. fram að á fundi sem haldinn var í Reykjavík 18. nóv. sl með umhverfisráðherra, bæjar- ráði Bolungarvíkur og fleirum hafi komið fram að ráðherra telji litlar líkur á fjárframlögum og benti hann á að sorphirða og sorpeyðing væri verkefni sem sveitarfé- Iögum beri að leysa og annast. Ólafursegirennfrekaríbréfi sínu: „Þóendanlegstaðsetning væntanlegrar sorpbrennslu- stöðvar sé ekki ákveðin, né gerð (tegund), er ljóst að stofn- kostnaður verður vart undir 150- 170m.kr.,sem erumiklir fjármunir fyrir ekki fleiri íbúa en búa á norðanverðum Vest- fjörðum.” Ólafur íhugar ó- dýrari lausnir og bendir á skýrslu sem skilað var í nóvember sl. um sorphirðu og sorpeyðingu á Vesturlandi. I þessari skýrslu kemur fram athyglisverður samanburður á kostnaði vió urðun, og sorp- brennslu þ.e. stofnkostnaði og rekstrarkostnaði. Ólafurleggur til við stjórn Sorpsamlags norðursvæðis Vestfjarða “SORP-VEST”, aðeftirfarandi verði gert: * Gerður samningur milli Sambands ísl. sveitarfélaga, Umh verfisráðuneytisins, Fjórðungssambands Vest- firðinga og Sorpsamlags norðursvæðis Vestfjarða um gerð skipulags fyrir sorphirðu og sorpeyðingu sveitarfélaga á Vestfjöróum. * I skýrslugerð verði m.a. gerður kostnaðarsaman- burður milli valkosta í sorp- eyðingu sem eru: 1. Brennsla • Ólafur Kristjánsson. úrgangs. 2. Urðum úrgangs. 3. Flutningurúrgangstileyðingar utan byggða eða svæða. * Frestað verði um sinn ákvarðanatöku um kaup á brennslustöð þar til ofan greindur samanburður liggur fyrir. * Að skýrslugerð lokinni fari fram viðræður milii stjórnar Sorpsamlagsins og annarra forsvarsmanna „Suðursvæðis Vestfjarða, og Strandasýslu” við umhverfis- ráðherra um hagkvæmasta kost við sorphirðu og sorpeyðingu á Vestfjörðum, og þá um leið endurskoðuð ákvörðun um byggingu sorpbrennslustöðvar ánorðanverðum Vestfjörðum er taki mið af niðurstöðum væntanlegrar skýrslu (ef af verður). * Skýrslugerð verði hraðað sem kostur er.” Ólafur bendir jafnframt á að „við ríkjandi aðstæður í at- vinnu- og efnahagsmálum, og ekki síst þá sýn, að sveitarfé- lög á Vestfjörðum hafa nú hin síðari ár þurft, - og munu eflast þurfa áfram - að leggja at- vinnulífinu til mikla fjármuni í formi hlutafjárkaupa, ábyrgða og niðurfellingu gjalda, sé nauðsynlegt að viðhafa að- gætni íákvarðanatökuoghalda kostnaði í lágmarki. Því þarf að þraut reyna og kanna aðrar ódýrari lausnir en brennslu í þessu mikla og þarfa um- hverfismáli.” Ólafur kveðst jafnfram vera tilbúinn til að takaþátt í frekari umfjöllun og upplýsingar varðandi þetta mál við stjórn Sorpsamlagsins ef þess verður óskað. -ma. Jólaljós á Austurvelli LAUGARDAGINN 12. desember nk. kl. 14.verða tendruð Ijós á jólatrénu á Austurvelli sem er gjöf frá vinabæ ísafjarðar í Danmörku, Roskilde. Dagskrái nhefstmeðsöng Sunnukórsins. Þvl næst mun Smári Haraldsson bæjarstjóri flytja ávarp. Þá mun danski konsúllinn á Isafirði, Fylkir Agústsson ávarpavíðstadda og verða ljósin þvínæst tendruð á trénu. Að lokum mun Sunnu- kórinn leiða almennan söng. -slf.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.