Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 9. Desember 1992
1 1
formaður, framkvæmdastjóri
stjórnmálaflokks og nú verandi
aðstoðarmaður ráðherra.
Guðmundur er kunnur fyrir
greinargóð skrif í blöð og
tímarit, þar sem skopið er
aldrei langt undan.
Nú hefur Guðmundur sent
frá sér þessa bók sem er tví-
þætt; annars vegar mjög
opinská í frásögn af störfum á
Alþingi og stjórnmálaflokkum
og flytur staöreyndir sem
enginn hefur viljað né þorað
að segja fyrr, hins vegar skálds-
aga sem byggir á pólitískri
reynslu og skerpir skilning
manna á hinum flókna heimi
stjórnmálanna.
Lesandinn kynnistbaksviði
Alþingis, leyndardómum þing-
flokksfunda, hrossakaupum í
baksölum, samspil i stjómmála-
manna og fjölmiðla, baktjalda-
makkinu viðstjórnarmyndanir
og innanflokksátökum og
hrærist í andrúmslofti valda-
baráttu og mannlegra sam-
skipta, þar sem enginn er annars
bróðir í leik.
Dulrænn vemleiki
SKJ ALDBORG hefur sent
frá sér bókina „Dulrænn
veruleiki” eftir Einar Yngva
Magnússon.
Áhugi Islendinga á dul-
rænum málum er vel kunnur.
Óvíða í heiminum eru slíkir
hæfileikar jafn almennt
viðurkenndir sem hér á landi.
Kannanir hafa sýnt að veru-
legur hluti þjóðarinnar telur
sig hafa haft reynslu eða
einhver kynni af slíku,
einhverntíma á lífsleiðinni.
Einn af þeim sem þannig háttar
til er Einar Yngvi Magnússon.
í þessari bók segir hann frá
reynslu sinni og annarra af dul-
rænumupplifunum.skynjunum
sem oftast tengjast amstri hins
daglega lífs. Þó ekki séu þær
allartengdarstórum atburðum,
þá eru þær órjúfanlegur hluti
þess lífs, þess næma, dulrænn
veruleiki. Ekki er ólíklegt að
einhverjir kunni jafnvel að
finna samsvörun í eigin reynslu
þegar þeir lesa sumar frásögur
bókarinnar, aðrir fróðleik um
eitthvað sem þeir hafa óljósan
grun um. Mcðal þeirra sem
rætt er við í bókinni má nefna
Eirík Kristófersson,
fyrrverandi skipherra, séra
Sigurð Hauk Guðjónsson og
Ulf Ragnarsson lækni.
Sigla himinfley
SKJALDBORG hefur sent
frá sér bókina „Sigla
Himintley” eftir Þráin
Bertelsson.
I kynningu Skjaldborgar á
bókinni segir m.a.: „Þráinn
var þegar í hópi þekktustu rit-
höfunda landsins fyrir tveimur
áratugum en sneri sér þá að
kvikmyndagerð og sumar
mynda hans hafa verið meðal
vinsælustu íslensku kvik-
myndanna. Á síðari árum hefur
Þráinn einnig getið sér gott
orð sem útvarpsmaður.
Aðdáendur hans hafa hins
vegar þurft að bíða lengi eftir
skáldsögu frá honum en hér er
hún loksins komin.
Vettvangur sögunnar er í
Vestmannaeyjum þar sem
gömul og ný viðhorf takast á
og undiralda sögunnar skolar á
land gömlu deiluefni sem nú
verður ekki lengur skorast
undan að leiða til lykta.
Samkvæmt sígildri, íslenskri
frásagnarhefð er sögumaður
nafnlaus, ferðast um að tjalda-
baki og bregður upp myndum
af fólki og atburðum sem eiga
sér fy rirmyndir í íslensku þjóð-
KKISTJÁN JÖNSSON
Smyglarahellirinn
SKJALDBORGhefursent
frá sér bókina „Smygl-
arahellirinn” eftir Kristján
Jónsson.
1 kynningu Skjaldborgar á
bókinni segir m.a.: „Sagan er
æsispcnnandi og leikurinn berst
víða um rammíslenskt um-
hverfi þar sem aftakaveður
kemur meðal annars við sögu.
Aðal söguhetjurnar eru Jói
Jóns, Pési, Kittý Munda skáta-
foringi og vinkonur hennar í
Tígrisflokknum. Dularfull Ijós-
mcrki sjást úti við Sjömanna-
bana. Söguhetjurnar brjótast
gegn óveðrinu til að athuga
hvort þar kunni að vera menn
í sjávarháska, lenda í æsilegum
ævintýrum áður en öll kurl
koma til grafar".
Stríðnisstelpa
SKJ ALDBORG hefur sent
frá sér barnabókina
„Stríðnisstelpa” eftir
Hciðdísi Norðfjörð.
I kynningu Skjaldborgar á
bókinni segir m.a.: „Þetta er
vönduð og lærdómsrík bók
fyrir unga lesendur og kímnin
situr í fyrirrúmi. Stríðnis-
stelpan Kata er fimm ára
borgarbarn sem fer í sumarfrí
til afa og ömmu í sveitinni. I
sveitinni er líka Jói frændi.
Hann er ágætis frændi, en satt
að segja líka dálítið stríðinn.”
Fyrstu athuganir
Berts
SKJALDBORG hefur sent
frá sér prakkarabókina
„Fyrstu athuganir Berts”
eftir Anders Jacobsson og
Sören Olsson.
Þetta er framhald af Dagbók
Berts sem kom út í fyrra og
öðlaðist strax miklar vin-
sældir. Hér heldur Bert áfram
að skrifa dagbók þótt það sé
reyndar, eins og allir vita, harð-
bannað fyrir 13 ára stráka...
hann fer í dálítið misheppnaða
starfskynningu, langar í skelli-
nöðru... og að sjálfsögðu
eyðir hann löngum tíma í ást
og rómantík... Ævintýri hans
eru ekki síður spaugileg í
þessari bók en hinni fyrri.
Talnabókin 1-2-3
SKJ ALDBORG hefur sent
frá sér barnabókina 1-2-3
eftir Philip Hawthorn og
Stephen Cartwright.
Þetta er bók fyrir yngstu
lesenduma og ríkulega skreytt
fallegum litmyndum sem
gleðja augað og gefa frjóu
ímyndunaraflibamannalausan
tauminn. Bókin er sérlega
aðgengileg fyrir þau böm sem
eru aðlæra aðþekkjatölurnar.
Þeir létu ekki
deigan síga
SKJ ALDBORG hefur sent
frá sér bókina „Þeir létu ekki
deigan síga” eftir Braga
Si^urjónsson.
I kynningu Skjaldborgar um
bókina segir m.a.: „Sonur
gjaldþrota smákaupmanns
hlaut nafngiftina
„Oddeyrarkóngur” eignaðist
Drangey á Skagafirði, varð
framkvæmdastjóri fyrsta síld-
veiðifélags á Islandi, lands-
drottinn stærstu síldarverk-
smiðju á Islandi á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar.
Eignalaus krambúðarsveinn
varð verslunarstjóri, lands-
kunnur fyrirmaður að gest-
risni og höfðingsskap og for-
göngu í félagsmálum langa ævi
á Akureyri.
Stórfróðleg bók, beint úr at-
vinnusögu Islendinga.
Tíu íitíir
ne%ra$trá\ar
Tíu litlir negra-
strákar
SKJALDBORG hefursent
frá sér bókina „Tíu litlir
negrastrákar” eftir Agöthu
Christie.
Sagan er í hópi þekktustu
leynilögreglusagna Agöthu og
hefur verið ófáanleg í áratugi.
Tíu manneskjur eru ginntar út í
eyju og haldið þar í einangrun.
Það kemur á daginn að allt
þetta fólk hefureitthvað á sam-
viskunni og skömmu eftir
komuna til eyjarinnar berst
þeim tilkynning um aó þau
hafi verið dæmd til dauða.
Skömmu síðar fara gestirnir af
eyjunniaðtínatölunni.Enhver
er morðinginn? Er hann í felum
á eynni eða dylst hann í hópi
gestanna. AgathaChristie hefur
löngum verið nefnd drottning
leynilögreglusagnanna og ó-
hætt mun að segja að þessi
bók sé í hópi þeirra sem lengst
muni halda nafni hennar álofti.
Leynigarðurinn
SKJ ALDBORG hefur sent
frá sér bókina
„Leynigarðurinn” eftir
Francis Hodgson Burnett.
Leynigarðurinn er hugljúf
saga sem hefur verið kvik-
mynduð oftar en einu sinni og
íslenskum sjónvarps-
áhorfendum eru í fersku minni
framhaldsþættirnir, byggðir á
sögunni, sem sjónvarpið sýndi
fyrir fáeinum árum. Rétt eins
og „Lítil prinsessa” eftir sama
höfund, sem út kom í fyrra, er
þessi hjartnæma bók fyrir alla
fjölskylduna.
Fylgsnið
SK.I ALDBORG hefur sent
frá sér spennusöguna
„Fylgsnið” eftir Dean A.
Koontz sem nú er meðal mest
lcsnu spennusagnahöfunda
vestanhafs.
Bækurhansnjótaþarmikilla
vinsælda og hafa allar komist á
mctsölulistaNew YorkTimes.
Fylgsnið er nýjasta bók þessa
höfundar og jafnframt sú fyrsta
sem út kemur á Islandi.
Gagnrýnendur vestanhafs voru
sammála um að Fylgsnið væri
ein besta spennusaga sem út
hefur komið á þessu ári.
Madonna • án
ábyrgðar
SKJALDBORGhefursent
frá sér bókina „Madonna -
án ábyrgðar” eftir
Christopher Andersen.
Þetta er ævisaga hinnar
þekktu söngkonu og leikkonu
sem getið hefur sér orð fyrir
hispurslausa framkomu og
neitar að taka tillit til eins eða
neins sem kallast hefðbundið,
siðlegt eða við hæfi. Bókin er
ekki skrifuð eftir Madonnu
sjálfri, heldur er dregin upp
raunsönn mynd af henni með
lýsingum þessa fólks sem
þekkir hana best, ásamt því
sem hún hefur látið hafa eftir
sér opinberlega við ýmis
tækifæri.
Það er haft eftir hcnni í
þessari bók að hún hafi litió
missi meydómsins sem þátt í
starfsframa sínum. Þaö er
kannski rétt að taka fram ti 1 að
fyrirbyggja hugsanlegan mis-
skilning að í þessari bók er
eiginlega bara ein nektarmynd
af söguhetjunni. Hérer sem sé
ekki á ferðinni sú nektar-
myndabók sem mest hefur
verið í fréttum að undanförnu.
Maggi mörgæs og
selurinn
SK.IALDBORG hefursent
frá sér barnabókina „Maggi
mörgæs og selurinn “ eftir
Otmar Gutmann og Tony
Wolf.
Þettaerskemmtilegbókfyrir
unga lesendur með stórri lit-
mynd á hverri síðu. Maggi
mörgæs fer á veiðar þar sem
hann kynnistselnum Kobbaog
saman lenda þeir í skemmti-
legum ævintýrum. Áður út-
komnar bækur í sama bóka-
flokki eru „Maggi mörgæs og
vinirhans”og „Maggi mörgæs
og fjölskylda hans.”
Ponni og fuglarnir
SKJALDBORG hefursent
frá sér barnabókina „Ponni
og fuglarnir” eftir Atla
Vigfússon með teikningum
Hólmfríðar Bjartmars-
dóttur.