Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 9. Desember 1992 Frá S.V.F.I: Varasamur skófatnaður barna SLYSAVARNAFELAGI Islands hefur borist ábending af varasömum kulda- stígvélum barna frá starfs- fólki leikskóla. Um er að ræða kuldastígvél með sóla úr TVC-plasti. Við nánari athugun kemur í ljós að plastsólinn harðnar í frosti og verða þessi kuldastígvél mun hálli en aðrir sólar sem inni- halda gúmmíblöndu. Sá at- burður gerðist í síðustu viku að 4 ára stúlka lærbrotnaði og má rekja slysið til þess skó- fatnaðar sem hún var í þegar slysið gerðist. Slysavarnafélag íslands vill koma þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna barna að vanda val á skó- fatnaði barna og hafa í huga að í þeim leynist ekki slysa- gildrur. Nánari upplýsingar veitir Herdís L. Storgaard í síma 91-627000. -s/f FRAMHALDSSKOLI VESTFJARÐA PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI FUNDUR: Þarfir atvinnulífs fyrir starfsnámsbrautir Iframhaldi afráöstefnu 28. nóv. sl. veróur haldinn fundur um þetta sama efni í 9. kennslustofu á neóri hæó í bóknámshúsi Framhaldsskóla Vestfjarða næstkomandi fimmtudagskvöld 10. desemberkl. 20.00. Allt áhugafólk velkomió. Skólameistari. J i II* Hn • Þingeyrarkirkja. | Kirkja: Til sölu Til sölu er Ford Escort 1600L, 3ja dyra, árgerð 1985. Ódýr og góóur bíll. 4 ný nagladekk fylgja. Upplýsingar gefur Halldór í síma 4560 eöa 4101 í matartímum. Askrifendur að Bæjarins Tbesta, sem fá blaðið sent í pósti athugið! Áskriftir utan Vestfjarða* verða með nýju fyrirkomulagi eftir áramót. I því felst að þar sem blaðið er nú selt, auk verulegrar hækkunar póstburðargjalda, að áskriftargjöld koma til með að hækka frá því sem var er áskrifendur greiddu einungis burðargjald á sex mánaða fresti. Hér eftir greiðast þær áskriftir mánaðarlega. Nú verður áskriftargjald innanlands kr. 150,- pr. eintak sé sendur gíróseðill fyrir gjaldinu en sé skuldfært á greiðslukort er gjaldið kr. 135,- pr. eintak. Áskriftargjald fyrir erlendar áskriftir hækkar einnig verulega, aðallega vegna hækkaðra burðargjalda. Nánari upplýsingar um áskriftargjöld erlendis fást á afgreiðslu blaðsins. Vegna alls þessa hefur verið ákveðið að allir þeir sem hafa verið í áskrift utan Vestfjarða skuli endurnýja áskrift sína með símtali eða bréflega fyrir áramót. Þeir sem gera það ekki falla sjálfkrafa út úr áskriftarkerfi blaðsins. Slminn er 94-4560 og faxnúmerið er 94-4564. Nauðsynlegt er að með beiðni urn áskrift fylgi kennitala og símanúmer áskrifanda. * ítrekað er að ofangreint gildir um alla þá sem hafa fengið blaðið sent í pósti. Þeir sem fá blaðið póstsent til staða á Vestfjörðum þar sem það er ekki borið út þurfa einnig að endurnýja áskrift sína. BÆJARINS BESTA Fundur um sameiningu sveitafélaganna: Reynslusveitar félög mikilvæg FUNDUR um sameiningu sveitafélaganna var haldinn sl. þriðjudag. Ekki var neinnar niðurstöðu að vænta af fundinum heldur var meginefni hans að ky nna aðilum sveitarfélaganna áfangaskýrslusveitarfélaga- nefndar sem ber nafnið „Aukið hlutverk sveitar- félaga.” Formaður nefnd- arinnar Sigfús Jónsson fór í gegnum skýrsluna og kynnti hana fundarmönnum. I henni kemur m.a. fram að ekki er gert ráð fyrir að sameiningtakigildi fyrren 1. janúar 1998 að undan- gengnum kosningum og skoðanakönnunum meðal íbúanna. í skýrslunni eru gerðar tillögur um umdæmi, verkaskipíingu ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna, reynslusveitarfélög og að- gerðir ríkisvaldsins. 1 skýrslunni kemur fram að stofnun reynslusveitarfélaga sé mikilvæg leið til að efla sveitarstjómarstigiöáíslandi. Þau sveitarfélög sem vilja gegna stöðu reynslusveitar- félaga í 4 ár frá 1994-1998, verða að leggja inn umsókn þess efnis. Hlutverk reynslusveitar- félaga er m.a. að taka við nýjum verkefnum, þau hljóta meira frelsi í ákvarðanatöku, geri tilraunir með nýtt rekstrarfyrirkom ulag og þar fram eftir götunum. Fundurinnáþriðjudaginn var önnur tilraun til fundarhalda um þessi mál og hvorki nú né áðurkomustfulltrúarsveitar- félagannahinum megin heiða á fundinn sökum færðar, þar sem hann var ekki haldinn á mokstursdegi. -ma_ Aðventu- samkomur Aðventusamkomur í Þingeyrar- og Holtspresta- kalli verða eins og hér segir: Miðvikudaginn 9. desember áMýrum kl. 21.00 Sunnudaginn 13. desember á Þingeyri Mið- vikudaginn 16. desember á Flateyri kl. 21.00 Sunnudaginn 20. desember í Holti kl. 15.00 Á dagskrá verður meðal annars kórsöngur og einsöngur, talað orð og fermingarbörn munu aðstoða. Sr. Gunnar Björnsson. _ma Bolungarvík: Vélvirkinn með um- boð fyrir Merkúr hf. FRÁ OG með 1. desember síðastliðnum mun Vélvirkinn sf. Ilafnar- götu 8 í Bolungarvík sjá um sölu- og þjónustuumhoð á Vestfjörðum fyrir fyrir- tækið Merkúr hf. í Reykja- vík. Merkúrhf. flyturínn vélar pgtæki s.s. Yamaha vélsleða, mótorhjói og utanborðs- mótora. Þá má nefna báta- vélar, rafstöðvar, dælur og smá-vinnutæki frá Yanmar auk þungavinnuvéla frá Aveling Barford ogHyundai. Til að byrja með mun Vél- virkinn leggja höfuðáherslu á Yamaha vélsleðana, enda er vetur að ganga í garð og sala á vélsleðum að fara af stað og verðursýningarsleði á staðnum. s/f Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum: Mótmælir aðför að launafólki FUNDUR Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum var haldinn 27. nóvember sl. Fundurinn mótmælti harð- lega þeirri aðför að launa- fólki sem felst í áformum ríkis- valdsins um að flytja skatta af atvinnurckendum yfir á launafólk. I þessu tilfelli er sérstaklega bent á fyrirhugaðan 14% virðisaukaskatt á húshitun í landinu. í fréttabréfi frá félaginu segir að skattur þessi geri ýmsar byggóir í landinu, sem nota innlcndan orkugjafa, nær óbyggilegar. „Þrátt fyrir það, að byggðir þessar skili þjóðarbúinu hvað mestum tekjum.“ J - mn Vilt þú fá fréttir úr heimahögum? - Eru búferlaflutningarframundan? Hvernig væri að gerast áskrifandi að bæjar- og/eða héraðsfréttablaði? Skagablaóid Akranes og nágrenni Vikublað, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 150 á tbl. S: 93-12261, 93-11397 fax: 93-13297 FJflRÐflR ptetumm Hafnarfjörður og nágrenni VikublaO, fimmtudaga. Póstáskr. kr. 11(1 á tbl. S: 91-651945, 91-651745 fax: 91-650745 rrn I Vestmannaeyjar Vikublað, Finimtudaga. Póstáskr. kr. 3.400 á ári.S: 98-11210 fax: 98-11293 Suðurnes Víkurfrcttir VikublaO, nmmtudaga. I’óstáskr. kr. 3.300 a ári. S: 92-14717, 92-15717 fax: 92-12777 RU5TRI Austurlandskjördæmi VikublaO, fimintudaga. Póstáskr. kr. 380 a mán. S: 97-11984 fax: 97-12284 B.-EjARINSBESTA Vestfirðir VikublaO, mifl- vikudaga. S: 94-4560, 94-4570 fax: 94-4564 Eystra- horn A-Skafta- fellssýsla Vikubl. Fimmtd. Póstáskr. kr. 105 átbl. S: 97-81505, fax: 97-81821 (Pósth. Hiifn) Norðurland vestra VikublaO, miflvikudaga. Póstáskr. kr. 110 a tbl. S: 95-35757, 95-36703, fax: 95-36162 BORGFIRÐINGUR Borgarnes og Borgarfjörður HálfsmánaOarl. fimmtudaga. Póstáskr. kr. 1.500 bálft ár. S: 93-71312 fax: 93-72012 Vestmannaeyjar VikublaO, fóstudaga. Póstáskr. (ireiflsla a flutningsgj. S: 98-11500 fax: 98-11075 kurUaðið Húsavík og nágrenrii VikublaO, fimmtiidaga. l’óstáskr. 120 kr. a tbl. S: 96-41780 fax: 96-42211 1 U 1; I Vik,"i: Olafsfjörður r’ikublafl, fimmludaga. Póstáskr. kr. 140 átbl. 96-62558, 96-62370, fax: 96-62630 Dalvík og nágrenni \ ikublafl, fimmtudaga. Póstaskr. kr. 500 a inánuOi. S: 96-61476, fa.x: 96-61099 Austurland VikublaO, miflvikudaga. Póstaskr. kr. 1.050 ársfjórOI. s: 97-71750, 97-71571 fax: 97-71756 Austurland Samtök bæjar- og héraðsf r átta b laða

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.