Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA ■ Miðvikudagur 9. Desember 1992 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 8 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson 8 4277 & 985-25362. Ábyr gð armenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 8 4101 8e 985-31062. Blaðamaður: Margrét Björk Arnardóttir 8 3675. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun !yós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Tónlistarskóli ísafjaröar: Jólatónleikar á Isa- firði og í Súðavík Á VEGUM Tónlistarskóla ísafjarðar verða í þessari viku haldnir sex jólatón- leikar. Mánudagskvöldið 7. des- ember sl. héldu „öldungar” skólansLitlujól þar semleikið var á hljóðfæri og notið veitinga sem einn nemandinn kom með. I Súðavík verða jólatón- leikar á fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20.00. Tón- leikum nemenda verður slegið saman við jólahátíð Grunn- skólans og er dagskráin sam- felld með tónlistar- og söng- atriðum, upplestri, söngleik og jólagríni. Jólatónleikar á ísafirði verða haldnir í hátíðasal Grunnskóla Isafjarðar sem hér segir: Föstudagskvöldið 11. des. kl. 20.30. Laugardag 12. des. kl. 17.00. Sunnudag 13. des. kl. 15.00 og sunnudag 13. des. kl. 17.00. 130 mismunandi dagskráratriði eru á tón- leikunum fjórum og er ætlunin að hverjir tónleikar verði rúmur klukkutími að lengd. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. -fima. • Félagarnir Jón Axel og Hjalti. Hlutavelta: Leikskólinn í Holti naut góðs af TVEIR vaskir ungir sveinar sem heita Jón Axe! og Hjalti héldu hlutaveltu í Grunnskólanum í Holti í Önundarfirði 8. nóvember sl. Aðsókn var mikil og seldist allt upp enda mikið um góða muni og engin núll. Ágóðinn af hlutaveltunni sem var 8.000 kr. var veittur til leikfangakaupa fyrir leikskólann í Holti og var að sjálfsögðu vel þeginn. -ma. Bolungarvík: Lífæðin í loftið •ný útvarpsstöð tekur til starfa LÍFÆÐIN FM 101 fór í loftið í Bolungarvík sl. fimmtudag. Forsvarsmaður þessarar stöðvar er Þórður Vagnsson sem jafnframt er útvarpsstjóri. Útsendingartími er hugsaður frá 20 til 24 á virkum dögum til að byrja með en lengur um helgar. Dagskrá stöðvarinnar verður fjölbreytt og skemmti- Ieg. Auk þess efnis sem starfs- menn stöðvarinnar eru sjálfir með má nefna að ætlunin er að grunnskólanemendur sjái um dagskrána á laugardögum milli kl. 13 og 17. Leikfélagi Bolungarvíkur hefur verið út- hlutaður tími á sunnudögum og svona mætti lengi telja Til að auka enn á fjöl- breytnina gefst þeim sem á- huga hafa kostur á að leigja sér tíma til útsendingar og munu tæknimenn stöðvarinnar að- stoða við útsendingu. Tíminn kostar 1500 kr. Rekstur stöðvarinnar er að mestu greiddur með styrkjum frá fyrirtækjum svo og með auglýsingum. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að í stað auglýsingar gefst fyrirtækjum kostur á að fá kynningu á fyrirtækinu og • Þórður Vagnsson, útvarpsstjóri Lífæðar- innar. starfsemi þess og munu þá for- svarsmenn fyrirtækisins vera í fararbroddi. Þórður vildi beina því til þeirra sem áhuga hefðu á að styrkja stöðina ýmist með auglýsingum eða öðrum hætti væri það velkomið og vel þegið. -ma. ísafjörður: sýnir í Slunkaríki ÍSFIRÐINGURINN Syala Sigurleifsdóttir mynd- listarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Slunkaríki laugardaginn 12. desember nk. og mun sýningin standa út desembermánuð eða til 31. desember nk. Verkin á sýningunni er unnin þannig að svart-hvítar ljósmyndir eru stækkaðar og litaðar með olíulitum. Hvert verk samanstendur af fleiri cn einni ljósmynd og eru sumarljósmyndannanáttúru- myndir, ættaðar héðan að vestan. Svala er fædd á ísafirði árið 1950.Húnermyndlistar- menntuð í Reykjavík, Osló, Kaupmannahöfn, Denver og New York og hefur sýnt ein og tekið þátt í samsýningum um árabil. Um Ijósmyndir sínar hefur Svala látið fara frá sér eftirfarandi orð: „I stangveiði er þaö augna- blikið sem er algerlega af- gerandi og eins er mikilvægi þess í tjósmýndun. Þvt stað- hæfamargiraðeinaleiðin til að læra ljósmyndun sé að stunda stangveiði. Ef svo er þá hlaut ég mína menntun í ljósmyndun á þremur stöðum; Bæjarbryggjunni, Edinborgarbryggjunni og Dokkubryggjunni sem neðribæjarpúki á Isafirói. Eg lærði ekki bara um mikilvægi augnabliksins við að húkka fiska heldur líka um fagurfræði f iska og fugla. Þótt ég vinni líka með Ijós- myndir af fólki, og máli með olíulitum á striga ýmislegt, þá er eins og fuglar og fiskar séu mér mikilvægari en aðrar skepnur sköpunarinnar. Er sennilega enn svona mikill neöribæjarpúki t mér.” _s/y Leiðarinn: Elítan Jólabókaútgáfan ber ekki með sér samdráttareinkennin, semtröllríðaþjóðfélaginu. Þvert á móti hafa útgefendur færst í aukana. Islensk bókatíðindi 1992 eru blaðsíðufleiri og litskrúðugri en nokkru sinni fyrr. Nýir höfundar skeiða fram á ritvöllinn; rykið dustað af þeim gömlu. Fjölbreyttar myndir og orðavaðall þekja glansandi hlífðarkápur. Líkt og straumþung elfur flæöa tímamótaverkin hvert af öðru yfir markaðstorgin. Svo segja útgefendur að minnsta kosti. Margir metrar af skrautskjölum hafa bæst í safn bókaþjóðarinnar. Bækur eru vinsælar til gjafa. Þess vegna telst það viðburður ef bók kemur út á öðrum árstíma en fyrir jól, þegar gjafabylgjan í tilefni hátíðarinnar skellur yfir. Þó ekki væri nema af þessum sökum einum, er ofur eðlilegt að margar bókanna sjái vart meira en dagsins ljós og drukkni síðan í flóðinu mikla. Aðrar ná að fljóta. Oftar en ekki bjargast þær á mætti auglýsingarinnar. Hin síðari ár hafa fáeinar bækur hlotið náð fyrir augum elítunnar ár hvert og verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna á þeim tíma þegar söluvertíðin stendur sem hæst. Þetta sölutrikkhefur mælst misjaíhlega fyrir og víst er um það, að sjaldan hafa farið saman útnefning og afrakstur. Afhending bókmenntaverðlaunanna sjálfra bíður aftur á móti fram yfir áramót uns bókamarkaðamir, þar sem tímamótaverkin frá árinu áður fást á kvartvirði, opna salarkynnin. Þessa dagana verður ekki skrúfað frá útvarpi eða dagblaði flett án þess að í eyrum glymji eða fyrir augu beri harmakvein elítunnar yfir þeirri ósvinnu stjóm valda aö ætla að skattleggja bókaútgáfu til jafns við aðrar listgreinar eins og til dæmis tónlist. Af orðum elítunnar má ætla að þar með leggist bókaútgáfa af á íslandi. Menning þjóðarinnar líði undir lok og innan tíðar verði svo komið fyrir bókaþjóðinni víðfrægu að hún þekki ekki munin á bókþrykki og vídeóspólu. Hvað sem líður skattlagningu á bækur eða ekki þá er matið sem opinberast í harmagráti elítunnar móðgun við íslenska alþýðu. íslensk alþýðuheimili hafa í gegnum aldir aldrei látið þrengingar aftra sér frá þ ví að verða sér úti um bók svo fremi að hún þyki þess virði að eignast hana. Skoðanakannanir sína að enda þótt afstaða alþýðunnar og elítunnar til bókmennta fari saman í sumum tilfellum þáer himinn og haf þar á milli í öðrum. Það hlýtur að vekja undrun þegar skáld eins og Tómas Guðmundsson kemst ekki á blað meðal bestu skálda þjóðarinnar, að mati elítunnar, og Davíð Stefánsson er langt niöri í rassi! Að því ógleymdu aó Passíusálmamir, þjóósöngurinn og allur skáldskapur Einars Ben eru leiðinlegustu og ofmetnuðustu verk sem rituð hafa verið á íslenska tungu eftir því sem þessir sjálfskipuðu menningarvitar telja. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort er hættulegra íslenskri tungu nokkurra krónu hækkun á bókum eða ítroðsla af því tagi, sem hér hefur verið drepið á, í æðstu menntastofnunum landsins. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.