Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 10
1 0 BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 9. Desember 1992 Bóka- kynningar FRÓÐI hf. hefur sent frá sér bókina „Rósumál” eftir Jónínu Leósdóttur, blaða- mann og rithöfund. Bókin fjallar um líf og störf Rósu Ingólfsdóttur, sem löngu er landsþekkt sem skemmti- kraftur og listamaður. Hún er einnig þekkt fy rir að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum umbúðalaust. Rósa Ingólfsdóttir segir í bókinni frá æsku sinni og upp- vexti í Reykjavík. Það var á hinum frægu Bítlaárum þegar strákar gengu í támjóum skóm og stelpurnar voru með „túberað” hár og lögðu allt í sölurnar til þess að tolla í tískunni. A sumrin stunduðu allir unglingar sem vettlingi gátu valdið ýmis störf og Rósa var m.a. gengilbeina norður í hinni rómantísku Mývatns- sveit. Rósa greinir einnig frá störfum sínum hjá Sjónvarpinu og koma þar m.a. hinar frægu „dillibossaauglýsingar”hennar við sögu. Rósa segir ekki aðeins frá ævi sinni, störfum og ástum í bókinni. I stuttum milliköflum milli aðalkafla bókarinnar rekur hún skoðanir sínar á öllu milli himins og jarðar og þá ekki síst á jafn- réttismálum og samskiptum kynjanna. Og þar talar hún ekkert rósamál. Puntrófur og pottormar Puntrófur og pottormar nefnist barnabók sem útgáfu- fyrirtækið Fróði hf. hefur nú gefið út. Bókin er eftir Helgu Möller og er þetta hennar fyrsta bók. Puntrófur og pottormar fjallar um ósköp venjulega krakka og ævintýri þeirra; stelpur, sem finnst gaman að leika sér í mömmuleik, drullumalla og hengja á sig perlufestar þegar þær fara í af- mæli, og stráka sem fara í indíánaleik og fótbolta. Þegar Lísa, sem er aðalsögu- hetja bókarinnar, fer í sumar- bústað með frænku sinni kynnist hún pottormum sem finnst í meira lagi gaman að stríða stelpu úr Reykjavík og gefa henni m.a. kræsingar sem fáir hafa prófað. Og það gerist margt á einu sumri. Það er t.d. hægt að trúlofast þótt maður sé ungur og ef ekki er farið varlega geta sumir leikir endað á slysadeildinni. Bak við bláu augun FRÓÐI hf. hefur gefið út unglingabókina „Bak við bláu augun” eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er fjórða unglingabók Þorgríms en áður hafa komið út Di^utn mar^t ^aÍde^t tiijóiatj/ja^a, t.d. lin D^^j,Uau.t^ íox, á wrðifirá ír. 6.290, - í&ðurlansía fjrá ír. 1 .490,- sat/n náttftatnað otj/ maiyitfá/ra affadd&tj/um otj/tj/óðum o-örum. AthoLpið/ Dpifi iau.ýarc/aý tiií/18. Zerið wiirOmin. bækurnar „Með fiðring í tánum”, „Tár, bros og takkaskór” og „Mitt er þitt” og hafa þær bækur fengið mjög góðar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og les- endum. Allar hafa bækurnar orðið metsölubækur og hlaut Þor- grímur m.a. Barna- og unglingaverðlaun Reykja- víkurborgar árið 1990 og Menningarverðlaun Visa nú í ár. Bókin „Bak við bláu augun” fjallar um núnema í mennta- skóla. Það reynast töluverð viðbrigði fyrir flesta unglingana þegar menntaskóla- námið hefst og þeir takanámið misjafnlega alvarlega. Unglingamireru afskaplegaó- líkir en flestir hafa þeir margvísleg áhugamál og eru í meira lagi uppátektarsamir. §vamFÍkwí§ HUGSAÐUPPHÁTT Svavar Gests hugsar upphátt FRÓÐI hf. hefur sent frá sér bókina „Hugsað upphátt” eftir Svavar Gests og er um að ræða æviminningar hins kunna skemmtikrafts og út- varpsmanns sem hann hefur sjálfur skráð. I upphafi bókarinnar segir S vavar frá viðbrögðum sínum þegar hann situr fyrir framan lækni og fær úrskurð um að hann sé meó krabbamein. „Svitinn spratt útáandliti mínu og hugurinn þaut með eldingarhraða yfir allt ævi- skeið mitt,” segir hann í bókinni. Svavar hefur frá mörgu að segja. í upphafi bókarinnar rekur hann erfið æskuár sín frá því honum var komið í fóstur hjá fólki, sem honum leið iila hjá, uns hann komst til fóstur- foreldra sem sýndu honum mikla ástúð og umhyggju. Svavar var um tíma einn um- svifamesti hljómplötuút- gefandi landsins og rekur hann þau störf í bókinni auk þess sem hann segir frá tónlistar- ferli sínum, þátttöku sinni í félagsmálum en Svavar hefur m.a. átt sæti í alþjóðastjórn Lionshrey fingarinnar og einnig hefur hann verið mjög virkur í félagsstörfum tónlistarmanna. S vavar Gests er þekktur fy rir leiftrandi frásagnarhátt sinn og það að sjá spaugiiegar hlið- amar á lífinu og kemur það vel fram í bókinni. Furðuflug FRÓÐI hf. hefur gefið út bókina „Furðuflug” eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Bókina, sem nefnist „The Langoliers” á frummálinu, þýddu þeir Karl Birgisson og Guðni Jóhannesson. Þetta er áttunda bókin eftir Stephen King sem út kemur á íslensku. Stephen King er tvímæla- laust einn vinsælasti spennu- sagnahöfundur í heimi um þessar mundir og bækur hans seljast jafnan í risavöxnum upp- lögum og eru á metsölulistum viku eftir viku þegar þær koma út. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir mörgum sagna hans og má minna á sem dæmi myndina Duld, sem nýlega var sýnd á Stöð 2 og Óskarsverð- launamyndina Eymd sem sýnd var hérlendis eigi alls fyrir löngu. FRÓÐI hf. hefur gefið út bókina „Út í hönd” eftir dönsku skáldkonuna Synnöve Söe og er í íslenskri þýðingu Steinars J. Lúðvíks- sonar. I>etta er önnur bók Söe sem kemur út á íslensku en í fyrra gaf Fróði út bókina „í tætlum”. Sunnöve Söe er tæplega þrítug. Þegar fyrsta bók hennar kom út í Danmörku fyrri nokkrum árum vakti hún gífur- lega athygli og seldist í stærra upplagi en títt er um bækur þarlendis. Bókin „Út í hönd”, sem heitir á frummálinu „No Credit” varð einnig metsölu- bók og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Sögusvið bókarinnar er lítið veitingahús í New York þar sem lífið gengur sinn vana- gang en eigi að síður er veitingahúsið heimurinn í hnotskurn. Aðalsöguhetjan er gengilbeinan Coco sem dreymir um að verða leikkona. Inn í hversdagsleika veitinga- hússins kemur síðan ungur, heimilislaus drengur sem fólkið, og þá ekki síst Coco, tekur miklu ástfóstri við. Hann tengist fólkinu sterkum til- finningaböndum og opnar því sýn til þeirrar nöturlegu veraldar sem hann lifir í. Taugastríðið FRÓÐI hf. hefur sent frá sér bókina „Taugastríðið” eftir breska rithöfundinn Ruth Rendell í íslenskri þýðingu Jónínu Leósdóttur. Þetta er önnur skáldsagan eftir Ruth sem kemur út á íslensku en Fróði hf. gaf út bókina „Dauðadúkkan” í fyrra. Ruth Rendell er einnig kunnasti spennusagnahöfundur Breta og hefur henni verið líkt við hinn fræga höfund Agöthu Christie. Fjölmargir kvik- myndir og sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar og hafa m.a. verið sýndar í íslensku sjónvarps- stöðvunum. Mamma ég var kosinn ÖRN og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina „Mamma ég var kosinn - pólitíska reynslusögu”eftirGuðmund Einarsson fyrrverandi alþingismann. Guómundur Einarsson þekkir veröld stjórnmála af eigin reynslu sem fyrrum alþingismaður, þingflokks-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.