Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 13
RÆJARINS BESTA ■ Miövikudagur 9. Desember 1992 13 Magnús Hávarðarson í léttu spjalli: „Við eigum fullt af hæfileikaríku fólki“ MAGNÚS Hávarðarson heitir viðmælandi blaðsins. Hann er eigandi Víkurbæjar sem er skemmtistaður í Bolungarvík og einnig hefur hann verið iðinn við gítarinn í gegnum tíðina. Blaðið vildi forvitnast örlítið meira um tónlistarmanninn Magnús, hvað væri á seyði í Bolungarvík og hvað Bolvíkingar gerðu sér til skemmtunar um jólin. Fyrst var hann spurður hvað væri um að vcra hjá honum á næstunni. ,,Það verður heilmikið að gerast á næstunni. Næstu helgi á ég von á hljómsveitinni X- rated með Richard Scobie í fararbroddi.Þeirverðahjámér á föstudagskvöldið með dans- leik. Föstudaginn 18.desember byrjaégmeðjólaglögg og 19. desember á að reyna að skapa smá jólastemmingu með við- stöddum. Hátindurdesembermánaðar verður svokölluð Skamm- degisgleði. Við reyndum þetta í fyrra og tókst mjög vel til. Við höfðum samband við fólk sem við vissum að kynni að spila og syngja, ýmist þekkta eða óþekkta listamenn, og því boðið að vera með. Þátttaka var mjög góð og húsið fullt á sýningunni sjálfri. Við á- kváðum að endurtaka leikinn og á annan í jólum verður önnur sýning. Ég vil benda fólki sem hefur áhuga á að vera með hvort sem það vill syngja, spila, fara með ljóð eða hvað sem það vill gera, á að hafi samband við mig sem fyrst. A ára- mótunum ætlar B.GFlokkur- inn að halda uppi fjörinu og fljótlega eftir áramótin hef ég hugsað mér að koma upp fyrir- tækjakeppni í karaoke. Skipulagningin er ekki komin á hreint en þetta verður allt auglýst síðar. Einhvern tíma á næstunni ætla ég að gefa fólki kost á að fá sjálft sig tekið upp í karaoke. Það hefur mikið verið spurt hvort þetta sé hægt og ég ætla að verða við þessum óskum. Hvað viðkemur rekstrinum sjálfum er þetta mjög sveiflukennt en í heildina litið gengur þetta alveg ágæt- lega. Launin eru að vísu ekki mjög há en viðunandi.” - Hvað viltu segja um skemmtanalíf á Vestfjörðum? „Ég myndi segja að breiddin í skemmtanalífinu á Vest- fjörðum hafi aukist gífurlega á síðustu árum. A Isafirði eru dansleikir, á Vagninum á Flat- eyri er mikið um lifandi tón- list, ég er með karaoke, pöbba og dansleiki svo það er af nógu að taka. Fjölbreytnin jókst einnig mjög mikið með sýningunni í Hnífsdal „Bara Gaman.” Ég tel að með því höfum vió Vestfirðingar sýnt það og sannað að við þurfum ekki að fara til Reykjavíkur til að fá skemmtanafíkn okkar fullnægt. Það er alltaf nóg um að vera hér.” - Er tónlistarlífið í Víkinni blómlegt? „Já ég myndi segja það. Ný- lega var stofnað dansband í Víkinni, Víkurbandiö. Með- limir bandsins eru nokkrir al- kunnir Bolvíkingar meðal annarra Olafur Kristjánsson bæjarstóri og Jónmundur Kjartansson aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Hljómsveitin spilar blandaða danstónlist og virðist ætla að ganga vel. Það var verið að fara af stað með nýja útvarpsstöð í Víkinni og ég vil nota tækifærið og óska Þórði Vagnssyni og öðrum Bolvíkingum til hamingju með þetta skemmtilega framtak.” - Hvað með tónlistar- manninn Magnús Hávarðar- son, hvað er hann að bralla þessa dagana? „Ég er alltaf að reyna að leggja þetta á hilluna en ég byrja alltaf aftur. Ég var alltaf í hljómsveitum hérna einu sinni, hætti í nokkra mánuði, byrjaði aftur og þannig hefur þetta gengið. Gítarinn lokkar mann alltaf til sín aftur svo það er erfitt að hætta. Eg hef gert svolítið af því aö spila á pöbbnum í Víkinni og hef fengið með mér fólk eins og Pálínu Vagns og Kalla Hall- gríms og það hefur lukkast ágætlega. Núna er ég með- limurí Víkurbandinu svoþetta loðir við mann. Ég er mikill blúsáhugamaður og er mjög hrifinn af þessu áhugafélagi sem var verið að stofna um djass- og blústónlist. Ég vona að félagið eigi eftir að skila góðum árangri og verði öllum til gagns og gamans. Ég hef hlustað lítið á djass en þar sem ég leigi á neðri hæðinni hjá Olafi bæjarstjóra kemst ég ekki hjá því að heyra djass þegar gripið er í píanóið og það er besta reynsla mín af djassi. Það er mjög gaman að heyra tekið í hljóðfæri af besta djassara Bolungarvíkur. Að lokum vil ég segja við Vestfirðinga að það hefur sýnt sig trekk í trekk fyrst á Skamm- degisgleðinni hjá mér í fyrra og svo Hnífsdalsskemmtunin núna að við eigum fullt af hæfileikaríku fólki sem hægt er að virkja. Ég tel það sér- staklega mikilvægt að virkja unga fólkið sem er duglegt og hefur vilja til að spila og gera það vel. Ég vil endilega gefa fólki tækifæri á að koma fram og vil að fólk hafi samband við mig ef það vill reyna með sér á tónlistarsviðinu. Ég er alltaf tilbúinn í viðræður,” sagði Magnús að lokum í spjalli við blaðið. -ma. Opinn fundur með lögreglustjóra á Flateyri: Almenningur er augu og eyru löggæslunnar MANUDAGS- KVÖLDIÐ 7. des- ember síðastliðinn boðaði Kiwanis- klúbburinn I>orfinnur á Flateyri til opins borgarafundar um fíkniefnavandann og löggæslumál á Flateyri. Frummælendur á fundinum voru þeir Ólafur Helgi Kjart- ansson, lögreglustjóri og Hlynur Snorrason lög- reglufulltrúi. Gísli Valtýsson forseti Ki wanisklúbbsins setti fundinn og Guðmundur Hagalínsson kynnti gestina en auk frum- mælendanna voru þeir Jón- mundur Kjartansson yfirlög- regluþjónn og Guðmundur Fylkisson lögreglumaðuráísa- firði gestir fundarins. Olafur Helgi hóf mál sitt á því að tíunda hin ýmsu störf lög- reglunnar og benti á að símsvari lögreglunnar hefði verið lítið notaður, hvort sem það væri til góðs eða ills. Hlynur Snorrason kynnti og sýndi hin ýmsu tól og tæki fíkniefnanotenda og útskýrði fyrir fundarmönnum hin ýmsu einkenni samfara fíkniefna- notkun. Ýmsar fyrirspumir komu úr sal að lokinni framsögu þeirra Olafs Helga og Hlyns. Meðal annars um ráðningu héraðs- lögreglumanns og hver starfs- skilyrði væru. Olafur Helgi svaraói því til að illa gengi að fá nokkurn til verksins, og að- staða væri fyrir hendi en launin lág. Þá var spurt hvernig og hvar viðskipti með fíkniefni færu fram. Hlynur fræddi fundarmenn um að aðkomu- leiðirnar væru með öllu móti og viðskiptin færu fram nánast hvar sem er, og því þyrfti fólk að vera á varðbergi, hvar sem það væri statt. Um framtíðarskipan lög- gæslu á staðnum taldi Ólafur Helgi fullvíst að með tilkomu jarðganganna myndi allt breytast til batnaðar og mun auðveldara yrði að eiga við löggæslu, bæði vestan heiðar jafntsemíBolungarvíkoghvort sem um væri að ræða sumar sem vetur. Talsverðar umræður urðu um atburði og blaðaskrif undanfarinnaviknaogvarJón- mundur Kjartansson yfirlög- regluþjónn spurðu um hvert væri raunverulegt ástand áFlat- eyri í dag. Hann taldi að öll umræða væri til góðs ef hún færi ekki úr böndunum eins og var eftir skotárásina sem var á staðnum fyrir stuttu. Jón- mundur taldi ástandið orðum aukið og væri gott í dag. Einnig sagði hann samstarf við skemmtanahaldara og allan almenning væri í góðu lagi, en allstaðar væri hægt að finna svarta sauði sem ítrekað útveguðu lögreglunni atvinnu. Fyrirspurn kom úr sal um hvort lögreglan sinnti vel for- vörnum t.d. varðandi ölvunar og hraðaksturs en lægi ekki í leyni til að taka fólk. Jón- mundur sagðist ekki biðja sína menn að liggja í leyni en það væri í góðu lagi, því það væru ökumenn sem taka áhættuna með því að aka í óökufæru ástandi. í lok fundarins hvatti Bjöm Hafberg skólastjóri foreldra til að gefa börnum og unglingum meiri tíma og athygli því það væri sú for- vörn sem sem best væri að framkvæma. Var gestum loks þökkuð heimsóknin og voru allir á einu máli um að fundurinn hefði verið vel heppnaður og aukió gagn- kvæman skilning löggæslunnar og almennings sem Guð- mundur Fylkisson lögreglu- maður sagði vera augu og eyru löggæslunnar. fyrirjó&n! Ef Gjafavörur úr „brassi" Ef Silfur-Plett kertastjakar Verð frá kr. 790,- stellið Jólaóróar Verð frá kr. 490,- / I \ • SccttccceCsup, A 6/./S-/8' J LÆm>) t) Hafnarstræti 9 • ísafjörður • Sími 4722

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.