Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 1
gL FLUGLEIDIR ÍSAFJARÐARFLUGVELLI © 3000 3400 • S 3410 ATH! Á meðan á affermingu véla stendur er símsvari á. ÖU hljómtœki, heimilistœki og Kf sjónvörp á gamla genginu. , STIGA sleðar ájólalWoði' ^hólastíg 6 0 7326 ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 49. TBL. • 9. ÁRG Verðkr. 150,- • GylliríS.ÚtgerðarfélagFlateyrarhf.,eiganditogaranshefurseltskipiðtilaðminnka • Húsnæði Hjálms hf. á Flateyri. skuldir fyrirtækisins og er áætlað að hann fari frá Flateyri um áramót. Útgerðarfélag Flateyrar hf: Gyllir ÍS seldur til að grynnka á skuldum Bolungarvík: Lífæðin í loftiö -sjá bls. 4 Vestfirðir: - skuldir fyrirtækisins ásamt skuldum Hjálms hf. á fimmta hundrað milljónir ÚTGERÐARFÉLAG Flat- eyrar hf. á Flateyri hefur samkvæmt heimildum blaðsins selt togara sinn Gylli ÍS og hyggst kaupa í staðinn Iínubát sem anna á hráefnis- þörf fyrirtækisins ásamt línu- bátnum Vísi sem lagt hefur upp hjá Hjálmi hf. Ástæða sölunnar er samkvæmt heimildum blaðsins, mikil skuldasöfnun en heildar- skuldir Útgerðarfélags Flat- eyrar hf. og Hjálms hf. munu vera hátt í fimm hundruð milljónir króna. Ekki hefur fengist staðfest hvert Gyllir hefur verið seldur né heldur hvert söluverð hans er, en áætlað söluverð ásamt 2.000 tonna þorskígildiskvóta mun veranálægt 300 milljónum króna. Þeirforsvarsmenn fyrir- tækisins sem blaðið hafði samband við vörðust allra frétta en viðurkenndu að fyrir- tækið ætti í rekstrarörðug- leikum líkt og önnur sjávarút- vegsfyrirtæki hér á landi. Ekki náðist í framkvæmdastjóra fyrirtækisins Einar Odd Kristjánsson þar sem hann er staddur í Reykjavík en samkvæmt heimildum blaðsins hefur fyrirtækið farið út í miklar fjárfestingar vegna fyrirhugaðar skelvinnslu og m.a. keypt skelfiskbátinn Villa Magg IS. Heimildarmaður blaðsins sagði að fyrirtækið skuldaði mikið en það væri ekki verr statt en mörg önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Hann sagði ennfremur að lítið sem ekkert yrði um uppsagnir hjá fyrir- tækinu, þrátt fyrir þessar breytingar, því skelfiskvinnslan þyrfti aukinn mannskap og ættu því allir sem nú starfa hjá Hjálmi hf. og Útgerðarfélaginu að fá starf þar eða hjá frysti- húsinu. -5. Sorpmálin í brennidepli - sjá bls. 8 ísafjörður: Ný kirkja vígð 1994? - sjá bls. 2 Bolungarvík: Spjallað við Magnús Hávarðar -sjá bls. 13 Jarðgöng: Framkvæmdir á áætlun - sjá baksíðu Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði: • Margrét og Sigríður með frændurna nýfæddu. Fyrsta ísfirska glasabarnið SAGT var frá þvi í síðustu viku að iyrsta glasabarnið sem fæðst hefði á Fjórðungssjúkrahúsinu væri komið í heiminn. Stutt er á milli stórra verka því 6. desember fæddist fyrsta ísfírska glasabarnið. Það var drengur sem Margrét Ósk Jónsdóttir og Sævar Óskarsson eiga. Hann fæddist 10 dögum fyrir timann, var 2985 g og 49 cm. Daginn áður 5. desember eignuðust þau Sigríður Helena Smáradóttir og Hermann Óskarsson dreng sem var 4800 g og 53 cm. Það merkilega er að hann fæddist einnig 10 dögum fyrir tímann og að þessir litlu sveinar eru bræðrasynir. Nú eru komin 97 börn á sjúkrahúsinu og stefnir hraðbyr í fæðingarmet. _ Jólabókasalan: Jólabóka- vinsældalistinn Jólin nálgast og ísfirðingar svo og aðrir Vestfirðingar eru farnir að huga að jólagjöfum. Bækur eru nú sem endranær vinsælar jólagjafir. Við höfðum samband við Bóka- verslun Jónasar Tómassonar á Isafirði til að forvitnast um hvaða bækur væru vinsælastar fyrir þessi jól. Vinsælda- könnunin cr gerð um síöustu helgi en síðan þá hefur mikið verið verslað af bókum svo listinn gæti hafa hliðrast til. 1. Alltaf til í slaginn 2. Hjá Báru 3. Seld 4. Rósumál 5. Bak við bláu augun 6. Ó fyrir framan 7. Dansað í háloftunum 8. Ásgeir Ásgeirsson. RITSTJÓRN S 4560 ■ FAX E 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.