Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Side 8

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Side 8
8. sitt starf geta fengið sent sýnishorn. Jafnframt er nokkuð til af fyrsta árgangi, fyrir þá sem vildu byrja nú í vetur, en ennþá er nóg til af röð II. NEMENDASKIPTI Eins og undanfarin ár komu nú í sunar ungmenni á vegum ICYE, Kristileg alþjóöa ungmenna skipti, sem dveljast hér í eitt ár. Um leið fóru á vegum æskulýðsstarfsins, sem hefur með þessi mál að gera hár á landi, þrettán íslensk ungmenni til ársdvalar erlendis. Að þessu sinni komu hingaö unglingar frá Finnlandi, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, 2 frá Þýskalandi og 3 frá Bandaríkjunum. Þau munu vinna á ýmsum stöðum á landinu, auk þess sem þau sækja um tíma Lýðháskólann í Skálholti. Fljótlega í vetur verða svo aug- lýstar umsóknir fyrir þá sem vilja gerast skiptinemar á næsta ári. lýðhAskölar Jafnhliða fyrirspurnum um nemendaskiptin, hafa þó nokkrir leitað eftir upplýsingum um lýðháskóla. Fyrst er auðvitað að geta Lýðháskólans í Skálholti. Á synodus lágu frammi upplýsingar um Skálholtsskólann og vísast til þeirra, auk þess sem sr. Heimir Steinsson, rektor ritaði nýlega grein í Morgunblaðið um stöðu skólans í menntakerfinu og benti á augljósa þörf fyrir slíkan skóla í okkar samfólagi. Fyrir nokkrum árum fóru allmörg ungmenni á vegum æskulýðsstarfsins á lýðháskóla á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Ekkert er því til fyrirstöðu að endurvekja bað starf og veitir skrifstofa æskulýðsstarfsins nánari upplýsingar. Strax skal á það bent að Norræna félagið hefur veitt styrki til þeirra sem stunda slíkt nám hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. PRESTASTEFNAN 1976 Að þessu sinni var prestastefnan haldin dagana 29. júni - 1. júli og fóru fundir hennar fram f safnaðarheimili Bústaðakirkju í Reykjavxk. Aðalviðfangsefni hennar var málefnið "Sálgæsla". Flutt voru fjögur erindi um þetta efni. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson nefndi erindi sitt "Sálgæsla, sérbekking, samstarf11. Taldi hann nauðsynlegt aö prestur heföi

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.