Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Page 14

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.08.1976, Page 14
14 . Sr. Þorvaldur er kvæntur Þóru Kristinsdóttur, kennara, og eiga þau tvær dætur. NÝR AÐSTOÐARÆSKULÝÐSFULLTRÚI Jóhannes Tómasson, sem gegnt hefur starfi aðstoðaræskulýðs- fulltrúa í rúmt ár sagði starfi sínu lausu nú í sumar. í starf aðstoöaræskulýðsfulltrúa hefur verið ráðin frk. Stína Gísladóttir, kennari, frá 15. ágúst að telja. Stína Gísladóttir er fædd í Kaupmannahöfn 16. max 1943 dóttir hjónanna Thoru Kristjánsson og Gísla Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra Freys. Hún lauk prófi frá rlenntaskólanum x Reykjavík 196 3 , kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1964 og B.A. prófi í dönsku og landa- fræði frá Háskóla íslands 1969. Stína hefur tekiö virkan þátt í kristilegu æskulýðsstarfi og sumarbúðastarfi um margra ára skeið m.a. hjá K.F.U.K. í Hafnarfirði og sunnudagaskóla fríkirkjunnar þar. Hún hefur starfað sem barnakennari í öldutúnsskóla í Kafnarfirði í 11 ár og eitt ár við skóla í Danmörku. NORRÆNN BISKUPAFUNDUR í REYKJAVÍK 18. norræni biskupafundurinn var haldinn í hátiðarsal Kaskóla íslands dagana 3. - 6. ágúst s.l. Fund þennan sem haldinn er reglulega þriðja hvert ár sátu biskupar frá öllum Norðurlöndunum, frá Danmörku 9, frá Finnlandi 6, 9 frá Noregi, 7 frá Svíþjóö, þá sat biskupinn í Færeyjum, en af Tslands hálfu auk biskups Tslands báðir vígslubiskuparnir. Var hér um að ræða einn fjölmennasta biskupafund af bessu tagi, sem haldinn hefur verið. Þá fylgdu margar biskupsfrúr með eiginmönnum sínum. Fund.ir þessir eru ekki föst stofnun, heldur fyrst og fremst kynningarfundir, þar sem biskuparnir koma saman til þess aö ræða sameiginleg málefni og kynnast hver öðrum. Af þeim sökum eru fundir þessir lokaðir. Engar bindandi ákvaröanir eru teknar á fundum þessum. Dagskrá fundarins var í megin atriðum eftirfarandi. Einn biskup frá hverju landi flutti erindi um helstu vandamál krikjunnar í sínu heimalanai, en að öðru leyti snerist dagskráin urn málefni sem

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.