Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 2
Kópavogsblaðið2
Leiðari
Sagan
Það er ekki til neitt Byggðasafn í
Kópavogi. Nokkrum merkum mun-
um úr sögu bæjarins hefur verið
bjargað í geymslur Héraðsskjala-
safns Kópavogs en lögbundið hlut-
verk safnsins er að varðveita skjöl,
eins og nafnið bendir til, bæði opin-
ber og úr einkasöfnum en
Útgefandi: ago útgáfa slf
Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson
Sími: 899 3024
Netfang: audun@kopavogsbladid.is
Heimasíða: www.kopavogsbladid.is
Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogs-
blaðið vill stuðla að aukinni samheldni og sam-
stöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga
á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi
og því sem gerir Kópavog að sérstökum og
jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.
Kópavogsblaðinu er dreift
frítt í öll hús í Kópavogi
Umbrot: Guðmundur Árnason
Prentun: Landsprent
Dreifing: Póstdreifing
Hver, hvar, hvenær?
gamLa myndin
Sundið
menning
Í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogsbæjar og 10 ára afmæli
Salalaugar hafa útiklefar þar fengið
lítilsháttar upplyftingu og verða
opnaðir á ný um helgina. Jafnframt
verður svokallað ísbað opnað en
það er kaldur pottur með fersku
vatni úr lindum Kópavogs. Leik-
tæki verða öll úti og vatnsorgelið
verður opið og í gangi fyrir yngstu
gestina. Það verður fjör í Salalaug
frá kl. 11 og fram eftir degi en
laugin opnar eins og venjulega
klukkan 8 í dag. Boðið verður upp
á kaffi og súkkulaði fyrir þá eldri og
ís fyrir yngri gestina. Allir eru því
velkomnir í Salalaug í dag í sann-
kallað sundlaugarfjör.
Laugardaginn 2. maí opnuðu tvær einkasýningar í Anarkíu listasal, Hamraborg 3 í
Kópavogi, en það eru listakonur-
nar Ragnheiður Guðmundsdóttir
og Ólöf Björg Björnsdóttir sem
sýna. Sýningarnaropnunin er frá
kl. 15-18. Sýningin er opin daglega
frá 15 til 18 og 14 til 18 um helgar
(lokað mánudaga) og stendur til
24. maí.
Góðar upplýsingar bárust um síðastu mynd sem birtist. Þar eru frá vinstri, stand-
andi í aftari röð: Þuríður Eyjólfs-
dóttir, Ólafía Jensdóttir, óþekkt
og Sigríður Sæunn Jakobsdóttir.
Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir er
sitjandi með gítar lengst til hægri.
Þær tver sem sitja eru enn óþekkt-
ar. Myndin er tekin á skemmtun
hjá Kvenfélagi Kópavogs, líklega
um eða uppúr 1960. Upplýsingar
um þær sem enn eru óþekktar eru
vel þegnar.
Hefur þú farið
í útiklefann í
Salalaug?
Tvær einka-
sýningar
í Anarkíu
Menningardagur
í Kópavogi 16. maí
á döfinni
Menningarhús Kópavogs við Hamraborgina, Safnaðarheimili
Kópavogskirkju og gallerý lista-
manna víða um bæ munu iða af
lífi og menningu laugardaginn
16. maí en þá verður haldinn
Menningardagur í Kópavogi.
Kópavogsbúar og aðrir gestir eru
hjartanlega velkomnir en frítt er
inn á alla viðburði. Allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Í Gerðarsafni verður videó- og
tónlistargjörningur, í Safnaðar-
heimili Kópavogskirkju verða
umræður um uppbyggingu
Kópavogskirkju og steinda
glugga Gerðar og í Salnum verður
dagskráin: Kóp City Bitch, undir
stjórn hinnar stórskemmtilegu
Steineyjar Skúladóttur, en einnig
koma við sögu Saga Garðars og
Konubörn.
Í Bókasafni Kópavogs verður
sögustund fyrir yngstu börnin en
einnig mun Hjálmar Hjálmars-
son leikari flytja gamansögur
úr Kópavogi og úti á túni munu
Kópavogsskáld flytja ljóð.
Nýuppstoppaðir fuglar verða
afhjúpaðir í Náttúrufræðistofu
Kópavogs og tónlistargjörningur
fer fram í Tónlistarsafni Íslands.
Auðun Georg
Ólafsson,
ritstjóri.
Myndin sem birtist núna hér að
ofan er úr safni Sigurðar Einars-
sonar.
Hvenær er myndin tekin og af
hvaða tilefni? Hvað heita börnin á
myndinni?
Allar upplýsingar eru vel þegnar,
þeim má koma á framfæri við
Héraðsskjalasafn Kópavogs, Di-
granesvegi 7 (gamla pósthúsinu)
milli kl. 10 og 16 virka daga, í síma
544 4711 eða á netfangið:
gunnarmh@kopavogur.is.
Þá stendur Héraðs-
skjalasafn Kópavogs og
Sögufélag Kópavogs saman
að fræðslugöngu um vöggu
Kópavogs, Marbakkasvæðið.
Listamenn í Myndlistafélagi
Kópavogs taka einnig þátt í Men-
ningardeginum og verða með
opin hús víða um bæ. Samsýning
verður opnuð að Auðbrekku
28-30, 3.hæð. Auk þess verða
vinnustofur opnar upp á gátt
að Auðbrekku 4, 6 og 28. Einnig
tekur Gallerý Dalvegi 16C á móti
gestum með opnum örmum. Til
að komast á milli staða mun
Myndlistafélagið bjóða
rútuferðir á hálftíma
fresti. Rútan stoppar við Gerðar-
safn, Anarkía listasal og vinnu-
stofu Bjarna Sigurbjörnssonar
og Ragnheiðar Guðmunds-
dóttur, Kársnesbraut 102.
Nánari dagskrá má finna á
vefnum: www.kopavogur.is
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700
www.funi.is – www.blikkas.is
FR
U
M
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Úrval lita á lager
Þú nærð árangri
með Plannja þakrennum
einnig hefur þar verið sett
upp ljósmyndasafn til þess
að forða heimildum frá glat-
kistunni. Sögufélag Kópavogs
hefur verið óþreytandi í að
efla söguvitund bæjarbúa,
allt gert í sjálfboðavinnu og
mættu æðstu ráðamenn láta
sig þá sögu meira varða. Hvað
varð til dæmis um alla munina úr
gamla Félagsheimili Kópavogs eða
Kópavogsbíói við Fannborg? Það eru
ófáir sem eiga minningar frá þeim
stað. Grunnskólabörn héldu þar
metnaðarfullar vorhátíðir;
Páll Óskar kom þarna fram í
fyrsta skipti, tólf ára gamall, og
lék aðalhlutverkið í leikritinu
Gúmmí-Tarzan hjá Leikfélagi
Kópavogs, Dr. Gunni steig þar
á svið í hæfileikakeppni með
hljómsveit sína Dordinglarnir
og Fræbbblarnir stigu sín
fyrstu skref á sviði, svo nokkuð sé
nefnt. Þetta er einhvers virði. Hvað
verður um muni sem hafa sögulegt
gildi á bæjarskrifstofunum nú eða
stofnunum eða í skólum? Er ekki
hárréttur tímapunktur núna að lofa
því að hugsa vel um það sem okkur
er treyst fyrir og hefja framkvæmdir
við minjavörslu? Nýtt heimili þeirra
gæti verið í gamla Kópavogsbænum
þar sem sagan drýpur af hverju strái.
Tíminn æðir áfram og áður en við
vitum verða önnur 60 ár liðin.
Kannski verða Smáralind og Turninn
að fornminjum þá? Fögnum
árunum 60 í sögu bæjarins en
gleymum ekki upprunanum því á
honum er framtíðin byggð.
Til hamingju!