Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 12

Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 12
Kópavogsblaðið12 Vinstra megin á þessari mynd sér í Víghól og aðeins neðar í brekkunni hægra megin við hann sést sveit- abærinn Digranes. Þar er nú íþróttahús með sama nafni. Esjan er í bakgrunni lengst til hægri á myndinni. Langi bragginn bakatil, hægra megin við miðju, var kallaður Bíóbragginn. Hann stóð um það bil þar sem nú er á móts við gróðrastöðina Storð á Dalvegi. Þann 13. maí 1945 var þar haldinn stofnfundur Framfarafélagsins Kópavogur, félagsins sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum 1946 í Seltjarnarneshreppi. Það fékk þrjá menn af fimm kjörna og varð til þess að hreppnum var skipt upp í Selt- jarnarneshrepp og Kópavogshrepp, frá 1. janúar 1948. Sjö árum síðar, 11. maí 1955 voru samþykkt lög á Alþingi um kaupstaðarréttindi til handa hinum unga hreppi. Sá gjörningur var ekki óumdeildur á sinni tíð, enda taldi meirihluti hreppsnefndar, sem enn var í höndum Framfarafélagsins (undir nafni óháðra kjósenda), að hagsmunum íbúa hreppsins væri betur borgið með sameiningu við Reykjavík. Seltjarnarneshreppi hinum forna var því skipt í þrjá parta; Seltjarnarneshrepp (hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi 1974), Reykjavík (kaupstaðarréttindi 1786) og Kópavog. ByggingarSagan Húsin sem horfin eru úr bænum Álfhólsvegur 64, úthlutað til Valdimars Jónassonar. Byggt árið 1954 og 2014. Þetta var fallegt hús og virtist vera vel viðhldið. Vesturvör 25 og 27. Sextíu ár eru fljót að líða og fyrr en varir eru sögufræg hús horfin úr bæjarlífinu og önnur komin í þeirra stað. Þórður Guð- mundsson og Gunnar Svavarsson úr Sögufélagi Kópavogs tóku þessar myndir saman ásamt helstu upplýsingum um húsin. Gaman væri ef lesendur hefðu upplýs- ingar og myndir um fleiri hús sem eru ekki lengur hér á meðal vor. Sendið okkur endilega línu á kopavogsbladid@kopavogsbladid. is og við gerum þeim skil. Álfhólsvegur 32, úthlutað til Kaupfélags Kópavogs og Mjólkursamsölunnar 1952-1957. Það var rifið 2012-13. Ýmis konar starfsemi var í þessu húsi. Fyrst var þar verslun Kaupfélags Kópavogs og síðan KRON. Þar var líka lengi fiskbúð og einnig innrömmunin Tempó sem nú er í Hamraborg 1. Í þessu húsi var lögreglustöðin um tíma og skrifstofa bæjarfógeta og svo var Félagsmálastofnun í húsinu um skeið. Einnig var þar félagsmiðstöð unglinga. Seinna var þar trúfélagið Krossinn með fjölþætta starfsemi. Svo muna eflaust margir eftir vídeoleigunni sem hét STÁ-vídeó. Mynd: Starfsmenn Áhaldahúss Kópavogs Camp Hilton, þar sem nú er Dalvegur Sagan

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.