Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 8
Kópavogsblaðið8
Opið hús!!!
Skemmtilegt tónlistarnám
Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is
...BARA GAMAN...
Tónsalir er rytmískur tónlistarskóli
þar sem leitast er við að viðhalda
gleðinni í hljóðfæranáminu.
Nú er opið fyrir umsóknir
í eftirfarandi tónlistarnám:
* Gítarnám
* Píanónám
* Trommunám
* Rafbassanám
* Söngnám Upplýsingar og innritun á
www.tonsalir.is
Föstudaginn 15. Maí. Frá kl 16-18.
Tónsalir opna sitt hús og bjóða bæjarbúum
í heimsókn til að skoða aðstöðuna og kynna
sér starfsemina og það nám sem er í boði.
Kennarar skólans taka á móti áhugasömum,
svara spurningum og aðstoða væntalega
nemendur við að velja sér hljóðfæri
Til hamingju
Kópavogur
Til hamingju
með afmælið
Kópavogsbúar
Til hamingju
með afmælið
Bæjarstjórar fyrri ára
Í ár fagnar Kópavogsbær 60 ára afmæli sínu og verður vegleg afmælishátíð í Kórnum um
helgina. Óhætt er að segja að af-
mælisbarnið hafi vaxið og dafnað
af krafti á síðustu 60 árum í það að
verða næst fjölmennasta bæjar-
félag landsins með 33 þúsund
íbúa. Um er að ræða nálægt
tíföldun á íbúafjölda frá 1955.
Kópavogur er eitt öflugasta
bæjarfélag landsins, með yfir 2.800
starfsmenn og veltu yfir 22 mill-
jarða króna. Fjölgun íbúa var hlut-
fallslega mest í Kópavogi miðað
við allt landið á síðasta ári.
Margt bendir til þess að nú muni
hægja á vextinum. Þá gefast
tækifæri til að huga að innviðum
bæjarfélagsins. Kópavogsbær
hefur alla burði til að veita íbúum
sínum þá bestu þjónustu sem
völ er á hér á landi. Árið 2011 var
málaflokkkur fatlaðra færður frá
ríki til sveitarfélaga, áður hafði
grunnskólinn farið til sveitarfélag-
anna. Hvoru tveggja hefur reynst
vel og óhætt að segja að notendur
þjónustunnar hafi notið góðs af.
Hér hefur Kópavogur gert vel en
getur gert enn betur. Það hefur
sýnt sig að því nær sem þjónustan
er notendum, því betri verður hún.
En hvaða verkefni ber framtíðin
í skauti sér? Líklegt er að næsta
stóra verkefni sveitarfélaganna
verði að taka yfir öldrunarmálin frá
ríkisvaldinu og samþætta öldru-
narþjónustuna. Málaflokkur
aldraðra á eftir að vaxa gríðar-
lega á næstu 20 – 30 árum og afar
mikilvægt er að þjónustan verði í
takt við þörfina. Sveitarfélögin eru
best í stakk búin til að veita íbúum
sínum nauðsynlega þjónustu. Það
er því ánægjuefni að bæjarstjórn
hefur samþykkt tillögu frá Sam-
fylkingu, Framsóknarflokki og VG
um að setja á stofn undirbúnings-
hóp sem hefur það að markmiði
að stofna öldungaráð í Kópavogi.
Kópavogur verður tilbúinn þegar
kallið kemur. Ég óska Kópavogs-
búum öllum til hamingju með 60
ára afmæli Kópavogs.
Pétur Hrafn Sigurðsson Oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Þann 11. maí 1955 hlaut Kópavogur kaupstaðarrétt-indi og höldum við því upp
á 60 ára afmæli í ár. Á þessu ári
er því einnig fagnað að 40 ár eru
síðan Kópavogur, fyrst sveitar-
félaga á landinu, kom á fót jafn-
réttisnefnd og 100 ár eru síðan
konur fengu kosningarétt sem var
stórt skref í átt til jafnréttis karla og
kvenna. Af því tilefni verður jafn-
réttismálþing haldið í Salnum þar
sem kynnt verður ný jafnréttis- og
mannréttindastefna og sögusýning
opnuð um frumkvöðla meðal
kvenna í Kópavogi þann 6. maí.
Það er skemmtilegt að horfa til
þess að þegar Kópavogshreppur
var stofnaður 1. janúar 1948 þá
voru íbúar hreppsins um 900.
Á síðasta ári þá fjölgaði íbúum
Kópavogs hins vegar um 900 og
urðu 33.205 talsins í ársbyrjun
2015 eða um 10% landsmanna.
Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í Kópavogi.
Á þessum 60 árum hefur ýmislegt
gerst hér í Kópavogi, fyrir utan
allar þær byggingar sem hér hafa
verið reistar. Þó bæjarfélagið
stækki hratt þá má ekki vanmeta
menningu okkar og sögu undan-
farinna 60 ára. Saga okkar Kópa-
vogsbúa er merkileg og hana þarf
að varðveita vel sem eina af grunn-
undirstöðum menningar. Hluti
af þeirri menningu og sameig-
inlegri sögu eru Skólahljómsveit
Kópavogs, Ríó tríóið og allir þeir
fjölmörgu tónlistarmenn sem
búið hafa í Kópavogi. Til að fagna
fjölbreyttri tónlistarsögu Kópavogs
verða, sunnudaginn 10. maí,
haldnir stórtónleikar með
tónlistarfólki úr Kópavogi þar sem
flutt verða íslensk lög sem tengjast
sögu og menningu okkar með
skemmtilegum hætti. Fjölmargir
aðrir viðburðir verða á dagskrá
allan afmælismánuðinn og vona
ég að Kópavogsbúar taki þátt í
þeim viðburðum og fagni með
okkur. Til hamingju með afmælið
kæru Kópavogsbúar.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
oddviti Bjartrar framtíðar
Kópavogsbær fagnar sex-tugsafmæli mánudaginn 11. maí. Í aðdraganda blæs
bærinn til mikillar veislu nú um
helgina sem ég hvet alla bæjar-
búa til að njóta og taka þátt í.
Það er mikil og jákvæð upp-
bygging í Kópavogi um þessar
mundir. Rekstur bæjarfélagsins
gengur vel, þjónusta við
bæjarbúa er góð, öflugir skólar
og leikskólar og íþróttafélög í
fremstu röð. Menningin
blómstrar, bæði í menningar-
húsunum okkar og í grasrót af
ýmsu tagi. Verslun og þjónusta
er nú svo öflug að Kópavogur er
Theo dóra S. Þor steins dótt ir.
Birkir Jón Jónsson.
Afmæliskveðja
Við fögnum 60 ára afmæli bæjarins okkar þes-sa dagana þar sem við
munum koma saman og gleðjast.
Kópavogur er það sveitarfélag
þar sem íbúafjölgun er mest og
fyrirsjáanlegur er vöxtur á næstu
árum. Þessi þróun er ekki ný af
nálinni enda hefur sagan frá árinu
1990 þegar Sigurður Geirdal varð
bæjarstjóri verið saga framfara og
uppbyggingar í Kópavogi.
Að sjálfsögðu á það ekki að vera
markmið í sjálfu sér að okkur fjölgi
í það óendanlega heldur eigum
við einnig að leggja áherslu á
að hlúa að því sem fyrir er og að
mörgu leyti hefur tekist vel í því.
Við eigum t.d. skóla í fremstu röð,
íþróttaaðstaða hér í bæ er með því
besta sem þekkist og félagsstarf
eldra fólks blómstrar. Í þessu
felast mikil lífsgæði. Dökka hliðin
á stöðunni er sú að bæjarsjóður
skuldar mikla fjármuni en skuldir
hafa farið lækkandi frá hruni og
mikilvægt að halda áfram á þeirri
braut.
Sem meðlimur í bæjarstjórn
Kópavogs er ég stoltur af bænum
okkar. Ég er bjartsýnn á framtíð
bæjarfélagsins en mikilvægt er á
næstu árum að tryggja samstöðu
bæjarbúa við úrlausn okkar stærs-
tu viðfangsefna. Auðvitað getur
okkur greint á í sumum málum,
það er eðlilegt, en ég trúi því að
með samstöðu sama hvar í flokki
við stöndum náum við árangri. Ég
óska íbúum Kópavogs til hamingju
með afmælið með ósk um vel-
gengni á komandi árum.
Birkir Jón Jónsson, oddviti
framsóknarmanna í Kópavogi
orðinn að þjónustumiðju á höfuð-
borgarsvæðinu . Hér er gott að
vera og gott að búa og því er það
með mikilli ánægju sem íbúum
bæjarins er boðið til flottrar af-
mælisveislu.
Allir boðnir á stórtónleika
Umfangsmesti viðburðurinn sem
haldinn verður í tilefni afmælissins
eru stórtónleikar í Kórnum sem
Kópavogsbær býður bæjarbúum
og öllum velunnurum í sunnu-
daginn 10. maí. Á tónleikunum
koma fram Kópavogsbúar fyrr og
nú, ungir og aldnir. Tónlistarfólkið
er í fremstu röð tónlistarmanna
á Íslandi og listi yfir þátttakendur
staðfestir að Kópavogur er mikill
tónlistarbær. Það er gaman að
bjóða Kópavogsbúum fyrr og nú í
Kórinn sem er í miðju eins af
nýjustu hverfum bæjarins. Ég
vonast eftir því að sjá sem flesta og
veit að tónleikagestir verða ekki
sviknir enda dagskráin metnaðar-
full og spennandi.
Mætum í veisluna
En það verður ekki bara fjör í
Kórnum um helgina. Gestum
og gangandi verður boðið í
afmælisveislu í Smáralind á
laugardag. Þar verður kaka, kaffi
og skemmtiatriði. Gestir sund-
lauganna fá sérlega góðar mót-
tökur á laugardag, eldri borgarar
bjóða á handverkssýningu um
helgina og þríþrautarkeppnin
Þríkó verður haldin á sunnu-
dagsmorgni í Vesturbæ
Kópavogs. Þá taka fjölmargar
verslanir og fyrirtæki í athafna-
bænum Kópavogi þátt í af-
mælisveislunni með marg-
víslegum hætti, hafi þau þakkir
fyrir það. Ég hvet bæjarbúa til að
nota tækifærið og gera góðan bæ
betri og skemmtilegri. Við getum
öll lagt okkar af mörkum til að
skapa frábæra stemmingu í
bænum um helgina.
Sjáumst í afmælisveislunni.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs.
Ármann
Kr. Ólafsson
frá 2012-
Gunnsteinn
Sigurðsson
frá 2009-2010
Hansína Ásta
Björgvinsdóttir
frá 2004-2005
Kristján
Guðmundsson
frá 1982-1990
Björgvin
Sæmundsson
frá 1970-1980
Hulda
Jakobsdóttir
frá 1957-1962
Guðrún
Pálsdóttir
frá 2010-2012
Gunnar Ingi
Birgisson
frá 2005-2009
Sigurður
Geirdal
frá 1990-2004
Bjarni Þór
Jónsson
frá 1980-1982
Hjálmar
Ólafsson
frá 1962-1970
Finnbogi Rútur
Valdimarsson
frá 1955-1957