Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 17
Kópavogsblaðið 17
ráðningarLeiKSKóLar
Leikskólar í Kópavogi – Lísa í Bókasafnið
og Finnur í Náttúru-
fræðistofu
Leikskólar í Kópavogi – Í tilefni 60 ára afmælis bæjarins.Leikskólar í Kópavogi hafa
í vetur unnið að sameiginlegur
verkefni – Sjálfbærni og vísindi.
Markmið verkefnisins er meðal
annars:
• Að auka áhuga og skilning leik
skólabarna á sjálfbærni, í
hverju hún felst og hvernig þau
geti tekið þátt í eða haft áhrif á að
bæta umhverfið sem þau búa í.
• Að efla áhuga og forvitni barna á töfraheimi vísindanna og því
sem leynist í eiginleikum ýmissa
efna og hluta.
• Að auka hæfni og þekkingu
starfsmanna á viðfangsefninu og
styrkja þá í starfi sínu með
börnunum.
Hver leikskóli valdi viðfangsefni
til að vinna með og útfærði að
eigin vild. Í hverjum leikskóla var
verkefnastjóri sem hélt utan um
verkefnið.
Verkefni sem unnið var með eru:
Náttúran og nærumhverfið. Sólk-
erfið og himintunglin. Fjaran.
Lísa Zachrison Valdimars-dóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Bókasafns
Kópavogs. Starfið var auglýst
laust til umsóknar síðla febrúar
og sóttu 32 um starfið. Tveir
drógu umsókn sína til baka. Lísa
er með BA próf í bókasafns- og
upplýsingafræði frá HÍ, MSc próf
í bókasafns- og upplýsingafræði
frá Simmons College í Boston og
MSc próf í mannauðsstjórnun
frá HÍ. Auk þess er hún með
kennsluréttindi í félagsgrein-
um. Lísa hefur tæplega 20 ára
starfsreynslu á bókasöfnum
m.a. sem deildarstjóri á Bókas-
afni Kópavogs og síðast sem
forstöðumaður bókasafns – og
upplýsingaþjónustu Listaháskó-
la Íslands í tæp sjö ár, en safnið
er stærsta listbókasafn landsins
staðsett á þremur stöðum í Rey-
kjavík. Lísa tekur við starfinu af
Hrafni A. Harðarsyni sem gegnt
hefur stöðu forstöðumanns
Bókasafns Kópavogs um langt
árabil. Hann lætur nú af stör-
fum fyrir aldurs sakir. Bókasafn
Kópavogs tilheyrir Listhúsi
Kópavogs en þar innanborðs
eru einnig Salurinn, Gerðarsafn,
Náttúrufræðistofa Kópavogs,
Héraðsskjalasafn Kópavogs og
Tónlistarsafn Íslands. Öll starfa
þessi menningarhús samkvæmt
menningarstefnu Kópavogsbæ-
jar og er stefnt að enn nánara
samstarfi þeirra í millum á næs-
tu mánuðum og misserum.
Vísindakrókur og vettvangsferðir.
Útinám. Vetrarfóðrun fugla. Mol-
tugerð. Fossvogsdalur. Elliðavatn.
Sjá má afrakstur leikskólanna á
þessu frábæra verkefni á Hálsa-
torgi.
Auk þess verður bærinn skreyttur
með myndum úr leikskólastarfinu.
Þessar myndir verða hengdar í tré
víða um bæinn.
Leikskólarnir verða flestir með
opið hús á sjálfan afmælisdaginn,
enda margir leikskólar sem eiga
afmæli þennan sama dag. Það er
fróðlegt og skemmtilegt að „líta“
inn og sjá allt það frábæra starf
sem leikskólarnir eru að sinna.
Finnur Ingimarsson ráðinn
forstöðumaður Náttúrufræðistofu
Kópavogs
Finnur Ingimarsson líffræðingur
hefur verið ráðinn forstöðumaður
Náttúrufræðistofu Kópavogs. Alls
sóttu fjórtán um stöðuna sem
auglýst var laus til umsóknar
í mars síðastliðnum. Einn dró
umsókn sína til baka. Finnur var
talinn hæfastur umsækjenda til
að gegna starfinu. Finnur er með
B.Sc. próf í líffræði frá Háskóla
Íslands og B.Sc.hon. í líffræði frá
sama skóla. Finnur hefur starfað
við Náttúrufræðistofu Kópavogs
frá árinu 1993 og hefur á þeim
tíma tekið þátt í skipulagningu og
framkvæmd rannsóknarverkefna
sem Náttúrufræðistofan hefur
tekið að sér. Hann hefur einnig
haft yfirumsjón með móttöku og
leiðsögn hópa um náttúrugripa-
safn Náttúrufræðistofunnar en
safnið er eina náttúrugripasafnið á
höfuðborgarsvæðinu sem opið er
almenningi. Hundruð skólabarna
sækja safnið heim á ári hverju.
Síðasta eina og hálfa árið hefur
Finnur verið settur forstöðumaður
Náttúrufræðistofunnar en starfinu
gegndi áður Hilmar J. Malmquist
sem nú er forstöðumaður Nát-
túruminjasafns Íslands. Náttúru-
fræðistofa Kópavogs er í sama
húsnæði og Bókasafn Kópavogs og
tilheyrir Listhúsi Kópavogsbæjar
en þar undir falla einnig Gerðar-
safn, Salurinn, Héraðsskjalasafn
Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands.
Í tilefni 60 ára afmælis bæjarins
Náttúrufræðistofa Kópavogs
starfar samkvæmt menninga-
rstefnu Kópavogsbæjar.
Lísa Zachrison Valdimarsdóttir,
hefur verið ráðin forstuðmaður
Bókasafns Kópavogs.
Finnur Ingimarsson, líffræðingur
hefur verið ráðinn forstöðumaður
Náttúrufræðistofu Kópavogs.