Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 4
Kópavogsblaðið4 Barn á hjóli í innkeyrslunni að Digranesvegi 16a fyrir 1958. Þarna er nú kominn göngustígur niður í Bræðratungu. Húsin í bakgrunni eru Neðstatröð 2 og Vallartröð 1. Séð yfir Kópavogsdal úr garðinum við Digranesveg 16 uppúr 1950. Í fjarska sér í Vífilsstaði og nær eru túnin sem ræktuð voru fyrir Kópavogsbúið. Þar er nú Kópavogsvöllur.Knattspyrnuleikur milli giftra og ógiftra á Vallargerðisvelli á sumarhátíðinni, annað hvort 1956 eða 1957. Kópavogur í 60 ár Myndir frá fyrri tíð 11. maí 2015 er 60 ára afmælis- dagur kaupstaðarréttinda Kópavogs. Sveitarfélagið er því enginn öldungur en þó er mikils- vert að velta upp spurningunni um hvernig saga þess varðveitist. Halda má fram að minni bæjarins sé Héraðsskjalasafn Kópavogs. Það er vörslustaður opinberra skjala sveitarfélagsins sem og einka- skjalasafna einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Kópavogur er nógu ungur bær til að hægt sé að varðveita allheild- stæða mynd af upphafi hans. En í þeirri mynd eru hinir smærri og hversdagslegri hlutir síður sýni- legir. Persónuleg saga frum- byggja Kópavogs eins og hún birtist í einkaskjölum þeirra, heimilsbókhaldi, bréfaskriftum, dagbókum og ekki síst ljósmynd- um er mikilvægur þáttur í sögu Kópavogs. Ef við nytum ekki áhugasamra íbúa bæjarins og afkomenda þeirra væri saga Kópavogs miklu fátækari en ella. Eitt dæmi um mikilvægt safn sem afhent var skjalasafninu fyrir skemmstu er ljósmyndasafn Sigurðar Einars- sonar (1917-2011). Sigurður byggði ásamt konu sinni Guðrúnu Maríasdóttur (1918-2000) húsið að Digranesvegi 16 árið 1959. Hann var útvarpsvirki hjá Ríkisútvarpinu og afkastamikill áhugaljós- myndari. Myndirnar sem birtast með þessari grein eru úr safni hans sem Ingigerður Friðriksdóttir og Davíð Atli Oddsson afhentu Héraðsskjalasafninu núna í apríl. Myndir Sigurðar eru gott dæmi um hvernig ljósmyndir fólksins sem byggði bæinn geta varpað ljósi á sögu hans frá óvæntu sjónarhorni. Hafið skjalasafnið ykkar, Héraðs- skjalasafn Kópavogs, í huga ef þið eigið í fórum ykkar ljósmyndir eða önnur skjöl sem sýna Kópavog í nýju, eða gömlu, ljósi. Sauðfé á beit á melunum þar sem nú er Vogatunga laust eftir 1950. Kópavogur, hælið og Arnarnes í bakgrunni. Horft yfir Rútstún á sumarhátíð sem haldin var til styrktar byggingu Félags- heimilisins sumrin 1956 og 1957. Digraneskirkju laugardaginn 9. maí kl. 17:00 og mánudaginn 11. maí kl. 20:00 Vorgyðjan kemur Vortónleikar Samkórs Kópavogs Einsöngvari: María Konráðsdóttir - Sópran Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Orgel og píanóleikari: Lenka Mátéová Miðar í forsölu á www.samkor.is Óskum Kópavogsbúum til hamingju með 60 ára afmæli bæjarins

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.