Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 18

Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 18
Kópavogsblaðið18 GETRAUNANÚMER HK ER 203 GETRAUNANÚMER Breiðabliks ER 200 Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud og Miðvikud. 12:00 til 15:00 Fimmtudaga 12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30 Föstudaga 13:00 til 19:30 Laugardaga og Sunnudaga 13:00 til 18:00 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00 ETRAUNANÚ ER ETRAUNANÚ ER r i li Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud og Miðvikud. 12: 0 til 15: 0 Fimmtudaga 12: 0 til 15: 0 og 17: 0 til 19:30 Föstudaga 13: 0 til 19:30 Laugardaga og Su nudaga 13: 0 til 18: 0 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10: 0 til 15: 0 www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. BLiKaKLúBBurinn BLaK Málum bæinn grænan HK Íslandsmeistarar í blaki karla og kvenna 2015 Blikaklúbburinn og knatt-spyrnudeild Breiðabliks hafa ákveðið að ýta úr vör verkefninu ,,Málum bæinn grænan“. Það er að sjálfsögðu Málning h.f. sem er aðalstyrktar- aðili þessa verkefnis enda er fyrirtækið eitt af dyggustu stuðningsaðilum knattspyrnu- deildar Breiðabliks. Verkefnið ,,Málum bæinn grænan“ (MBG) gengur út á að auka stuðning meðal almennra Kópavogsbúa við meistaraflokka Breiðabliks. Verkefnið byggir nokkuð á hugmyndum forráða- manna þýska knattspyrnu- liðsins Borussia Dortmund. Þar tókst þeim á nokkrum árum að auka áhuga íbúa borgarinnar á knattspyrnuliðinu umtalsvert. Nú er alltaf uppselt á alla heima- leiki Dortmund og stemmningin í borginni og í stúkunni þykir ein sú besta í allri Evrópu. Í fyrsta áfanga verður fókusinn á meistaraflokk karla og verður markmiðið að á þremur árum fjölgi áhorfendum á heimaleikjum Breiðabliks að minnsta kosti um 10% á ári. Einnig að hinn almenni stuðning- smaður verði mun sýnilegri en áður. Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks afhendir hér Jóni Jóhannssyni formanni ,,Lækjasmáragengisins” Blikafána en þetta er fyrsti hverfahópurinn sem er myndaður í ,,Málum bæinn grænan” átakainu. Á myndinni eru einnig Rúnar Helgi Óskarsson, Þórbergur Egilsson og Andrés Pétursson. Lýsing á verkefninu Hugmyndin er að myndaðir verði margir litlir hópar stuðnings- manna í hinum ýmsu hverfum/ götum Kópavogs. Hver og einn hópur gerir samning við knattspyrnudeildina/Blika- klúbbinn um að vera með einhvers konar uppákomu í sínu hverfi á leikdag. Þetta getur verið allt frá því að menn hittist skömmu fyrir leik og fari saman á völlinn upp í að menn skipu- leggi grill og einhver skemmti- atriði fyrir leik í sínu heimahverfi. Deildin útvegar hverjum hóp Breiðabliksfána sem verður flaggað í viðkomandi hverfi á leikdegi. Hver hópur skuldbind- ur sig til merkja sig vel með grænum treyjum, fánum, veifum og húfum og mæta þannig á völlinn. Deildin sér til þess að tekið verði frá svæði í stúkunni og hver hópur situr saman á sínum stað. Í samvinnu við BlikarTV verður valinn stuðningsmanna- hópur leiksins og verður spjallað við meðlimi eftir leik. Með þessu verður vonandi hægt að koma á smá keppni milli hópa líkt og þekkist á körfuboltaleikjum í Bandaríkjunum. Þeir aðilar sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir að setja sig í samband við Andrés Pétursson GSM: 699 2522 eða í netfangið andres@rannis.is. Nú er nýlokið Íslandsmóti karla og kvenna í Mizuno deildinni í blaki og fagnaði Blakdeild HK tvöföldum sigri þetta árið í meistaraflokki. Karlaliðið keppti við Stjörnuna og sigraði 3-1, Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson. Mynd: Eyrún Hlynsdóttir Efri röð: Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Natalia Ravva, Guðbjörg Valdimars- dóttir, Laufey Björk Sigmundsdóttir, Fríða Sigurðardóttir og Ventseslava Ma- rinova. Neðri röð: Guðný Rut Guðnadóttir, Hanna María Friðriksdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Herborg Vera Leifsdóttir og Edda Björk Ásgeirsdóttir. Mynd: Þorsteinn G Guðnason Efri röð frá vinstri: Elsa Sæný Valgeirsdóttir þjálfari, Ágúst Máni Hafþórsson, Felix Gíslason, Fannar Grétarsson, Andreas Halldórsson, Theódór Þorvaldsson, Andris Orlovs, Bergur Einar Dagbjartsson og Elías Rafn Ólafsson. Neðri röð: Brynjar Pétursson, Máni Matthíasson, Arnar Björnsson, Lúðvík Már Matthíasson, Stefán Gunnar Þorsteinsson, Árni Björnsson og Kári Hlynsson. FÓTAGERÐARFRÆÐINGUR Fótagerðafræðingurinn Ester Ósk Aðalsteinsdóttir hefur flutt aðstöðu sína í Sunnuhlíð og býður nýja og gamla viðskiptavini velkomna. Tekið er á móti pöntunum í síma 694 1710 Aðalsafnaðarfundur Digranessóknar verður haldinn þann 17. maí klukkan 12:30 í Digraneskirkju Venjuleg aðalfundarstörf dagarBraz ilískir Happy houralla daga17.00–18.30Komdu við og smakkaðu brasilíska smárétti, kokteila og ekta brasilíska stemningu. Capoeira, dans, tónlist og sumargleði í allan maí. sushisamba.is í allan maí 3-0 og 3-1. Liðin sýndu skemmtilegt blak og skapaðist mikil stemning á leikjunum. Strákarnir hafa núna unnið Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum í röð auk þess sem þeir eru deildarmeistarar 2015. Í kvennaflokki vann HK sigur á deil- dar- og bikarmeisturum í Aftureldin- gu. Keppnin var æsispennandi og þurfti fimm leiki til að leiða fram sigur sem endaði HK megin í hrein- um úrslitaleik að Varmá, heimavelli Aftureldingar. Sá leikur endaði 3-2 fyrir HK og sýndu stelpurnar frábært blak, mikla baráttu og leikgleði. Þetta voru afmælisgjafir við hæfi því Blakdeild HK fagnaði 40 ára afmæli á haustdögum.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.