Bæjarins besta - 07.01.2016, Page 8
8 Fimmtudagur 7. JANÚAR 2016
Í stað viðtals í þessu fyrsta
blaði ársins setjum við saman
annál frétta ársins í Bæjarins
besta og á bb.is. Stiklað er á
stóru og oft samhengislaust,
enda ekki ætlunin að endur-
segja allar fréttir ársins. Hægt
er að nálgast fréttirnar í heild
sinni á bb.is, vilji menn rifja
upp allar staðreyndir mála.
Janúar
Nýársnóttin var tíðindalítil að
sögn lögreglu á Ísafirði en að
þessu sinn var ekki kveikt á ártali
hverfandi árs í hlíðum Eyrarfjalls
eins og verið hefur mörg undan-
farin ár. Skátafélagið Einherjar/
Valkyrjur var einfaldlega of
fámennt til að geta framkvæmt
verkið en að sögn Salmars Más
Salmarssonar skáta vonast þeir
eftir að geta tekið þessa skemmti-
legu hefð upp að nýju um næstu
áramót. Ásgeir Överby tryggur
lesandi bb benti á að það væri
óþarfi að skrönglast upp hlíðina,
það væri alveg nóg að setja þetta
á planið hjá spennistöðinni.
Virðisaukinn er frumkvöðla-
verðlaun Ísafjarðarbæjar en
þau voru fyrst veitt árið 2002,
í byrjun janúar kom í ljós að
Kristín Þórunn Helgadóttir hafði
hlotið verðlaunin þetta árið
fyrir Fjöruperlurnar en það eru
skartgripir unnir út vestfirsku
klóþangi. Sigmundur F. Þórðar-
son fékk hvatningarverðlaun
Ísafjarðarbæjar fyrir félagsstörf
fyrir Íþróttafélagið Höfrung á
Þingeyri. Sverrir Guðnason,
vestfirðingur í báðar ættir hlaut
Gullbjölluna fyrir besta leik í
aðalhlutverki en Gullbjallan eru
sænsku kvikmyndaverðlaunin.
Kristín Þorsteinsdóttir var kjörin
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
Vestfirðingur ársins 2014 var
kjörin Magna Björk Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur frá Bol-
ungarvík en hún hefur í fjölda-
mörg ár verið starfandi með
læknum án landamæra.
Tekin var ákvörðun um að loka
fimm ára deildinni Eyrarsól, tals-
verð óánægja og umræður voru
um þessa ákvörðun.
Mugison fékk sex mánaða
starfslaun og Orkubú Vestfjarða
veitti nítján samfélagsstyrki.
Í Langadal í Ísafjarðardjúpi
fundust dularfull spor og veltu
menn vöngum hvernig þau væru
tilkomin og ýmsar tilgátur viðr-
aðar. Það voru Halldór Eraclides
og Sigurður G. Aðalsteinsson
sem sáu fugl, sennilega álku,
gera alveg eins för. Þar með féllu
hugmyndir eins og mörgæsaför
um sjálft sig.
Í janúar voru liðin 20 ár frá því
snjóflóðið féll á Súðavík og var
þess minnst bæði í Súðavík og í
Reykjavík. Þá eru líka 20 ár frá
því að snjóflóðið féll á Grund í
Reykhólasveit þar sem Ólafur
Sveinsson bóndi fórst. Þann
19. janúar féll snjóflóð í hlíðum
Eyrarfjalls og lenti skíðamaður í
flóðinu, hann barst með flóðinu
nokkur hundruð metra og slas-
aðist nokkuð og var hann fluttur
til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
Í janúar átti Ísafjarðarbær 149
ára afmæli kaupstaðaréttinda en
þau réttindi fékk bærinn þann 26.
janúar 1866. Á hundrað ára af-
mælinu var ráðist í að smíða líkan
af kaupstaðnum eins og hann
leit út árið 1866 og er líkanið á
annarri hæð í stjórnsýsluhúsinu.
Líkanið hefur allt verið tekið í
gegn og málað á þessu ári.
Davíð Rist Sighvatsson úr
Dýrafirði tók þátt í Ísland got
Talent þættinum og náði þar
góðum árangri þó ekki hafi hann
landað sigri.
Flateyri hlaut þann vafasama
heiður að eiga ódýrustu fasteign-
irnar samkvæmt úttekt Salvars
Þórs Sigurðssonar en meðalverð
á fermetri á Flateyri reyndist vera
51.354 kr meðan meðalverð á
Ísafirði var 122.408 kr
Í janúar var kastljósinu tals-
vert beint að atvinnuástandinu
á Flateyri og Þingeyri þar sem
fiskvinnslur voru að loka.
Febrúar
Bragi Björgmundsson hesta-
maður var útnefndur íþrótta-
maður ársins í Bolungarvík.
Skáldsagan Kata eftir Steinar
Braga var besta glæpasaga 2014
að mati Glæpafélags Vestfjarða
og hlaut að launum Tindabikkj-
una.
Gamla dreifikerfi ríkisútvarps-
ins var lokað í febrúar og þar með
var aðeins hægt að nota stafrænt
sjónvarp, sem reyndar flestir eru
komnir með. Bettý, bóndi á
Ingjaldsandi er ein þeirra sem
ekki geta notað stafrænt sjónvarp
og varð hún þar með sjónvarps-
laus. Sömu sögu er að segja frá
fjórum bæjum í Miðdal en hann
liggur milli Steingrímsfjarðar og
Gilsfjarðar. Í mánuðinum aug-
lýsti Ríkiskaup eftir aðilum til að
koma á hringtengingu ljósleiðara
á Vestfjörðum.
Í byrjun mánaðarins gerði
vitlaust veður á Hólmavík og
mældist þar mesti vindhraði
frá upphafi mælinga eða 27,5
m/s og í hviðum 35 m/s. Litlu
seinna voru miklir vatnavext-
ir í fjórðungnum og voru 50
nemendur úr Framhaldsskóla
Norðurlands strandaglópar við
Staðará í Steingrímsfirði þar
sem stórt skarð hafði komið í
veginn. Nemendur og kennarar
urðu að hafast við í rútu heila
nótt. Talsverðar skemmdir urðu
á sundlaugargarðinum á Suður-
eyri í þessum leysingum og á
Ísafirði varð gríðarlega mikið
tjón. Ökkladjúpt vatn í kjallara
safnhússins og mikið tjón á
sjúkrahúsinu.
Það var til þess tekið á Fla-
teyri að 10. febrúar var enn
kveikt á jólatrénu, væntanlega
til að gleðja bæjarbúa sem flestir
horfðu fram á atvinnuleysi eftir
að Arctic Oddi hafði sagt upp
öllum sínum starfsmönnum.
Óperuklúbburinn á Ísafirði
bauð upp á Brúðkaup Figarós eft-
ir Mozart í Hömrum og Leikfélag
Menntaskólans sýndi Sweeney
Todd.
Rýma þurfti hús á Patreksfirði
vegna snjóflóðahættu og flóð
féllu í byggð. Snjóflóð féllu á
Klofningslínu við Flateyri og fór
rafmagn af þorpinu.
Febrúarmánuður 2014 var sá
kaldasti frá 2008
Mars
Á svið bæjarmála var rætt um
leyfi bæjarfulltrúa til að tjá sig um
óafgreidd mál og Sæstrengurinn
í Arnarfirði var þrætuepli.
Flateyri vann í byggðakvóta-
úthlutuninni á Vestfjörðum með
396 tonn og Dúa bílar áttu 30 ára
afmæli. Íslenskt sjávarfang ehf
fékk aflaheimildir Byggðastofn-
unar á Þingeyri, 400 þorskíg-
ildistonn.
Grunnskóli Ísafjarðar kepptu
Skólahreysti og skipsfélagar
á Júlíusi Geirmundssyn tóku
þátt í mottumars og minntust
þannig Sverris Halldórssonar
skipsfélaga sem lést eftir baráttu
við krabbamein. Slökkviliðs- og
lögreglumenn á Ísafirði störtuðu
hlaupabrettunum og söfnuðu
áheitum fyrir félaga sinn Þóri
Þrastarson sem glímir við erfið
veikindi. Takmarkið var að ganga
eða hlaupa 350 km en þegar hætt
var eftir sólahring voru kílómetr-
arnir orðnir 412,4
Tálknfirðingar mótmæla lokun
póstafgreiðslu.
Fjórtán starfsmenn Hólma-
drangs á Hólmavík luku raun-
færnimati í fisktækni en lög-
reglumanni vikið úr starfi og var
ákærður um fjárdrátt.
Samtök fiskframleiðenda neit-
uðu að mæta á fund Pírata þar
sem Kristinn H. Gunnarsson átti
að vera frummælandi, það varð
til þess að fundurinn var ekki
haldinn. Áður höfðu samtökin
leikið sama leik þegar Ólafur
Jónsson, of nefndur Óli ufsi,
var meðal frummælenda. Fisk-
vinnsluvélar Arctic Odda voru
fluttar til Póllands og bæjarfull-
trúar Vesturbyggðar funduðu
með forsvarsmönnum Fjarðalax
en fyrirtækið hafði sagt upp 14
starfsmönnum í vinnslunni og
útilokar ekki að vinnslan hverfi
frá Vestfjörðum.
Leiftur flutningar ehf var
stofnað á Reykhólum og Galdra-
karlinn í Oz rauk upp á svið á
Þingeyri. Úlli Önundar opnar
Úlfarshöfn á Flateyri en það er
sýning með listavel smíðuðum
skipslíkönum. Perlur fjarðarins
ehf opnuðu markaðsskrifstofu
á Flateyri og Byggðastofnun
ákveður að ganga til liðs við ný-
stofnaða Fiskvinnslu Flateyrar og
úthluta 300 þorskígildistonnum
til hennar.
Ísafjarðarbær fær 10.000.000
frá forsætisráðherra, þann aur á
að nota til að gera þrívíddarlíkan
Árið 2015 hjá Bæjarins besta
Magna Björk Ólafsdóttir.
Sigrún Pálmadóttir í Brúðkaupi Figarós.