Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2016, Side 13

Bæjarins besta - 07.01.2016, Side 13
fimmtudagur 7. JANÚAR 2016 13 Haldnir voru fjölmennir styrktartónleikar fyrir Katrínu Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri en hún berst við alvarleg veikindi. Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann, átak sem Hildur Dagbjört Arnardóttir startaði og markmiðið var að minnka umbúðanotkun. Keppni um sterkasta manninn og sterkustu konuna fór fram og sigurvegarar voru Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigfús Fossdal. Á Flateyri var settur upp ærslabelgur, ungum sem gömlum til mikillar gleði. Talsverðar umræður sköpuðust um skort á dagmæðrum. Desember Í desember er endalaust fram- boð af menningarviðburðum, tónleikum, listasýningum og upplestrum. Snerpa riggaði upp ljósleiðara á Ísafirði og nú tengjast heimili við hann. Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps er óánægður með þjónustu Orku- bús Vestfjarða, rafmangsskortur hamli atvinnuuppbyggingu. Hjörtur Traustason landar sigri í The Voice og Kristín Jóna fær hugrekkisverðlaun Stígamóta. Glæsilegt Hjúkrunarheim- ili í Bolungarvík hélt fallega vígslu- og afhendingarhátíð og nú bar svo við að allir hlut- aðeigendur mættu, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar til að afhenda bygginguna, forstjóri, lækningaforstjóri og hjúkrunar- forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til að taka við henni og ráðherra heilbrigðismála sem lagði blessun sína yfir allt saman. Mikið óveður var á landinu öllu um miðjan mánuðinn og á Þverfjalli var stöðugur vindur yfir 40 m/s á sekúndu fjórtán tíma samfleytt. Gríðarlegt tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða í þessu desemberáhlaupi og bæði hús og hlöður fuku út í veður og vind. Bíldælingurinn Þröstur Leó var valinn maður ársins á Rás 2 fyrir björgunarafrek þegar Jón Hákon sökk. Knúz og BB fóru í hár saman vegna um- ræðu um styrk til Sólstafa og afgreiðslu félagsmálanefndar og Menntaskólinn útskrifaði fimmtán skipstjóra, sex stúdenta og tvo sjúkraliða. Brotnir staurar eftir óveður. Hjúkrunarheimili opnað í Bolungarvík. Hjörtur Traustason.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.