Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Síða 6

Bæjarins besta - 06.01.1993, Síða 6
Fréttaannáll ársins 1992 í máli og myndum: 6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. janúar 1993 • Fyrsti Vestfirðingurinn sem kom íheiminn árið 1992ásamtforeldrum sínum, þeim Hildi M. Guðmundsdóttur og Óðni Baldurssyni. legasta og mjðg fullkomin tæknilega séð. Húsnæðið er um 250 fermetrar og er hver fermetri nýttur til fullnustu á nýja staðnum. Mánudaginn 27. janúar var húsnæði verslunarinnar Suðurvers á Suðureyri selt á nauðungaruppboði og lokaðist þar með eina mat- vöruverslunin á staðnum. Kaupandi húsnæðisins var Ungur ísfirskur sundmaður, Magnfreð Jensson sem æft hefur með Iþróttafélaginu Osp í Reykjavík var í janúar valinn í B-Iandsiiðshóp fatlaðra í sundi. Magnfreð fór með liðinu til Svíþjóðar til keppni auk þess sem hann var einn af fulltrúum Islands á Olympíu- leikum fatlaðra sem fóru fram í Madrid á Spáni síðar á árinu. mái sem aðra varðaði ekki um. Viðvörun þessi var gefin vegna síendurtekinna tilvika þar sem fleiri en tveir aðilar komu inn í sama samtal. I sama blaði hvatti Heil- brigðiseftirlit Vestfjarða, Is- firðinga til að sjóða drykkjar- vatn eftir að öll sýni sem tckin höfðu verið voru dæmd ódrykkjarhæf vegna saur- mengunar. Þá sögðum við frá því að Sparisjóður Önundarfjarðar ynni hörðum höndum að því að koma á fót byggðasafni á Flateyri og var ætlunin að safnið yrði til húsa að Hafnar- stræti 47, í húsi sem sjóðurinn hafði fest kaup á og hafði jafnan verið kallað „Rauða rósin”. Lélegur afli var á Vest- fjarðamiðum í byrjun ársins og hafði reyndar verið svo frá því haustið áður. Höfðu togararnir verið að skrapa ailt niður í tíu tonn á sólarhring. Guðbjartur Asgeirsson skip- > Það var bæjarstjórinn á ísafirði sem klippti á borða til merkis um að húsnæði Bifreiðaskoðunar íslands á ísafirði væri formlega tekið í notkun. Janúar Fyrsta barn ársins á Vest- fjörðum og jafnframt annað bam ársins á landinu öllu kom í heiminn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði kl. 02.51 á nýársnótt 1992. Barnið reyndist vera stúlka, 3.770 gr. og 52 cm., en foreldrar stúlkunnar eru þau Óðinn Baldursson og Hildur M. Guð- mundsdóttir á Isafirði. Sjö dögum seinna varð eitt stærsta atvinnufyrirtækið á Isa- firði, Ishúsfélag Isfirðinga hf. 80 ára. Fyrirtækið hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnulífi Isfirðinga ásamt öðrum fiskvinnslufyrirtækjum á Isafirði og starfa hjá fyrir- tækinu á milli 100 og 140 manns eftir árstíðum. Núverandi forstjóri fyrir- tækisins er Jóhannes G. Jóns- son en stjóm fyrirtækisins skipa þeir Guðmundur Guðmunds- son, Asgeir Guðbjartsson og ÞorleifurPálsson sem jafnframt gegnir stöðu stjómarformanns. Yfirverkstjóri Ishúsfélags Is- firðingahf. er Jón Kristmanns- son en hann hefur starfað við fyrirtækið frá árinu 1958. I fyrsta tölublaði ársins sögðum við einnig frá því aó bæjarsjóður Bolungarvíkur hefði ákveðið að endurlána Einari Guðfinnssyni hf. 100 milljónir króna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og með þeim óskum að fyrirtækið komist þar með yfir erfiðasta hjallann en eins og kunnugt er hefur fyrirtækið átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Aðeins helmingur þessarar upphæðar hefur farið til fyrir- tækisins sem í dag er í greiðslustöðvun. Nýr hafnsögumaður hóf störf hjá Isafjarðarhöfn um ára- mótin 1991 -1992 og kom hann í stað Kristjáns Jónssonar sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Nýi hafnsögumaðurinn, Arnór Sigurðsson var eini um- sækjandinn um stöðuna en hann hafði sex mánuðina þar á undan unnið sem afleysinga- maður. Ný vélsmiðja tók til starfa á Isafiröi um áramótin en hún er staðsett í hluta húsnæðisins er Vélsmiðjan Þór hf. var í. Nýja vélsmiðjan hlaut nafnið Þrymur hf. en eigendur hennar eru þeir Jónas H. Pétursson, Valgeir Jónasson, Pétur Þ. Jónasson og Reynir Ragnars- son. Annað fyrirtækið flutti á sama tíma í annan hluta hús- næðis Þórs hf. en það var heildverslun Hafsteins Vilhjálmssonar sem fimm árin þar á undan hafði verið til húsa að Grænagarði á ísafirði. Góð rækjuveiði var í Isa- fjarðardjúpi í byrjun janúar og var flotinn svo til eingöngu við veiðar í Alnum, mið- svæðis í Djúpinu. Sigurður Hjartarson skipstjóri sagði í samtali við blaðið að rækjan hefði verið stór og falleg og hefðu bátarnir fengið allt upp í fjórar lestir yfir daginn. I janúar sögðum við einnig frá því að Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. á Isafirði heföi áhuga á því að fara að smíða tveggja skrokka skip eða tvíbolunga til fiskveiða en þar sem stöðin hefði yfir takmörkuðu fjármagni að ráða hefði verið ákveðið að leita til erlendra aðila um sam- vinnu við endanlega hönnun og markaðssetningu. Húsfy llir var á fyrstu alþjóð- legu friðarstundinni sem haldin var í Isafjarðarkapellu sunnudagskvöld eitt í janúar. A helgistundinni sem var sú fyrsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið á Isafirði og jafnvel á landinu komu fram 16 einstaklingar frá jafn- mörgum þjóðlöndum og fluttu boðskap sinnar trúar á sínu eigin tungumáli. Föstudaginn 17. janúar tók Bifreiðaskoðun Islands hf. formlega í notkun nýbyggingu sína á Skeiði á Isafirði. Fjöldi manns var viðstaddur opnunina s.s. stjórnendur félagsins, sveitarstjórnarmenn og aðrir gestir og kom það í hlut bæjarstjórans á Isafirði, Smára Haraldssonar að „láta formlega” skoða bifreið sína í hinu nýja húsnæði. Ný- byggingin er öll hin glæsi- Suðureyrarhreppuren hann var einn stærsti kröfuhafinn í hús- næðið og var kaupverðið kr. 600.000. Nemendur Héraðsskólans á Núpi fóru í sína árlegu áheita- söfnun föstudaginn 24. janúar. Að þessu sinni var hlaupið frá Þingeyri til Isafjarðar, með viðkomu á Flateyri og Suður- eyri, samtals um 80 kílómetra leið og söfnuðust um 300 þúsund krónur. Annar Vestfirðingur, Asta Halldórsdóttirfrá Bolungarvík vareini Vestfirðingurinn sem tók þátt í Vetrarólympíu- leikunum sem fóru fram í Albertville í Frakklandi í febrúar og var Asta fánaberi Islands sem var mikill heiður fyrir þessa snjöllu skíðakonu. Niðursuðuverksmiðjan hf. á Isafirði, stærsta rækjuverk- smiðja landsins sendi kröfu- höfum sínum í janúar, skulda- skilasamning þar sem boðin var ákveðin peningaupphæð sem fullnaðargreiðsla vegna skulda fyrirtækisins við kröfu- hafa. Var hér um að ræða allt niður í 30% af heildarkröfum og var gert ráð fyrir að hún yrði innt af hendi fyrir 15. mars en heildarskuldir fyrir- tækisins ásamt ábyrgðarskuld- bindingum voru um 885 milljónir króna. Febrúar í fyrsta tölublaði febrúar- mánaðar birtist nokkuö óvenjulegauglýsing fráheilsu- gæslulækninum í Bolungarvík þar sem hann, af marggefnu tilefni, varaði Bolvíkinga við að nota síma heilsugæslunnar og þá sérstaklega símatíma læknis til aó ræða viðkvæm stjori a Guðbjorgu tra Isatirði sagði í samtali við blaðið að ástandið á Vestfjarðamiðum væri mjög óvenjulegt. „Það hefurveriðcilíf sunnanátt ogí sunnan og suðvestan áttum fiskast aldrei neitt við Vestfirói” sagði Guðbjartur m.a. í samtali við blaðið. í febrúar sögðum við frá þvíaðnokkrirafstærstu kröfu- höfum á Isafirði í Niðursuðu- verksmiðjunni hf.hefðu að undanförnu fundað saman um hugsanleg kaup þeirra á meirihluta hlutafjár í fyrir- tækinu. Höfðu þeir m.a. átt viðræður við Jónas Inga Ketilsson hjá Lögfræðiskrif- stofu Tryggva Agnarssonar í Reykjavík, sem fór með mál- efni Niðursuðuverk- smiðjunnar. Skipuð var þriggja manna vinnuncfnd sem í áttu sæti þeir Smári Haralds- son bæjarstjóri, Oskar Eggerts- son framkvæmdastjóri Pólsins hf. og Magni Guðmundsson framkvæmdastjóri Netagerðar Vestfjarða hf. og var henni ætlað aó kanna möguleika á að halda meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu heima í héraði en fyrirtækið Marfang hf. í Reykjavík hafði áður lýst á- huga sínum á að koma með 45 milljónir króna inn í Niður- suðuverksmiðjuna og eignast þar með meirihluta í fyrir- tækinu. Ein af Fokker-flugvélum Flugleiða, Vorfari var veður- teppt á Isafjarðarflugvelli í fjóra sólarhringa í febrúar. Vélin lenti í svokallaóri ís- • Stjórn íshúsfélags ísfirðinga ásamt framkvæmdastjóra á 80 ára afmæli félagsins. F.v. Guðmundur Guðmundsson, Þorleifur Pálsson stjórnarformaður, Jóhannes G. Jónsson framkvæmdastjóri og Ásgeir Guðbjartsson.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.