Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.01.1993, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 06.01.1993, Qupperneq 9
BÆJARIXS BESTA • Miðvikudagur 6. janúar 1993 9 Hólmavík: Brenndu úrelta báta ÁRAMÓTIN á Hólmavík fóru vcl fram eins og vcnja er. Veðrið lék við Hólm- víkinga, hægviðri var og léttskýjað svo gafst vel til flugeldaskotfimi. Aramótagleðin hófst á brennu kl 18.00. í>ar var mikið um flugelda cn engin skipulögð sýning. Ekki er hefð fyrir álfadansleik á Hólmavík en nokkrir bæjar- búar höfðu tekið sig saman og mættu með gítar og kyndla við brennuna og þar var sungið og trallað fram eftir. Svipaður t'jöldi var mættur við brennuna og undanfarin ár og virtist fólk skemmta sér hið besta. Um kvöldið var haldinn dansleikur þar sem Stranda- bandið sem er heimatilbúin hljómsveit sá um fjörið. Dansleikurinn var vel sóttur af Hólmvíkingum og var dansað fram undir morgun. Áramótin voru annars róleg á Hólmavík og allt fór fram stór- slysalaust. -ma. • Frá Hólmavík. Patreksfjöröur: Flugeldasýning í auglýsingaskyni ÁRAMÓTIN á Patreks- firði fóru vel fram, cngin óhöpp urðu hvorki á fólki né öðru og að sögn lögreglunnar á Patreksfirði hefur annað eins varla gerst í manna minnum. Patreksfirðingar héldu sína árlegu brcnnu undir Múla eins og það er kallað og var fjölmenni á brennunni enda veður gott. Mikið var skotið upp af flugeldum en engin flug- eldasýning var á sjálfir brennunni. Björgunarsveitar- menn voru hins vegar með Ilugeldasýningu 29. desember sem fyrirtækin í bænum styrktu. Sú flugeldasýning var haldin í auglýsingaskyni til að kynna bæjarbúum hvers konar vara er í boði. Um kvöldið varhaldinnára- mótadansleikurþarsem hljóm- sveitin SSP hélt uppi fjörinu. Hljómsveitin samanstendur af Patreksfirðingum og Tálkn- firðingum og var fjöldi manns á dansleik. Milli jólaognýárs varhaldið jólaball fyrir yngri bæjarbúa. Ballið var vel sótt og vöktu jólasveinarnir mikla athygli barnanna. Þeir komu færandi hendi með gott í poka og var mjög vel tekið. -ma. Tálknafjöröur: Þrettándagleði fyrir- huguð í fyrsta sinn ÁRAMÓTIN á Tálkna- firði voru róleg og fámennt á áramótadanslcik sem haldinn var þar. Björgunarsveitin stóð fyrir brennu og flugeldasýningu sem hvort tveggja tókst vel. Það markverðasta þcssi áramót voru barns- fæðingar sitt hvoru megin við áramótin, önnur 29. descmbcr en hin 2. janúar og eru þær fréttir ánægju- legar. Á þrcttándanum cr fyrir- hugað að standa fyrir álfa- brennu með öllu tilheyrandi. Þetta er nýlunda á Tálkna- firói og ætla heimamenn að reyna með þessu að gera álfabrcnnu að árlegum við- burði. Ýmis félagasamtök standa að álfagleðinni auk Tálknafjaróarhrepps og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkum tíma. Von er á álfakóng og drottningu, jólasveinarnir ásamt þeim grýlu og leppa- lúða láta ctnnig sjá sig og þaó er aldrei að vita nema einhverjar fleiri verur verði þarna á sveimi. Gleóin fer fram á Eyrarhúsatúni og hefst kl. 20.00 í kvöld. Kvenfélagið verður með kakó og kökur á eftir og er þaó von aðstandenda aó sem flestir Tálknfirðingar sjái sér fært að taka þátt í þessari gleði sér og öðrum til skemmtunar. -ma. • A-landsliðsfólkið þau Ásta S. Halldórsdóttir og Arnór Þ. Gunnarsson Íþróttir/skíöi: A-landsliðið í keppnisferð A-LANDSLIÐ íslands í alpagreinum, þau Ásta S. Halldórsdóttir, Arnór Þ. Gunnarsson og Kristinn Björnsson, fóru 2. janúar sl. ásamt þjálfara liðsins Sigurði H. Jónssyni til skíða- bæjarins Sestriere í Frakklandi til að undirbúa sig fyrir 3ja vikna keppnis- ferð um Mið-Evrópu. Undanfarið hafa þau öll verið við keppnir á Norður- löndunum oghefurárangurinn verið alveg ágætur. Ekkert þeirra hefur bætt sig í punktum en þau eru á svipuðu róli og áður. Að keppnisferðinni í Mið- Evrópu lokinni fara þau aftur til Norðurlandanna og verða þar við keppnir fram eftir vetri. Ekki er gert ráð fyrir að þau komi heim í keppnir fyrr en á Landsmót og að sjálfsögðu á Alþjóðamót sem haldin verða hér á landi í vetur. Blaðið óskar skíðafólkinu okkar góðs gengis og mun fylgjast með framvindu mála í vetur. -ma. Flateyri: Mikil og góð áramótagleði EKKI síður cn aðrir landsmenn héldu Flat- eyringar áramótin hátíðleg. Gamla árið var brennt, skotið og dansað út og nýju ári fagnað með álíka að- förum. Áramótin fóru friðsamlega fram og skemmti fólk sér saman í sátt og sam- lyndi. Gleðin hófst á blysför sem farin var um bæinn og endaði við brennuna. Þar var glæsi- -ma. ATVINNA Óskum að ráða sendibílstjóra og lagermann. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar gefa Álfhildur eða Guðrún í síma 3755. ^ KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA - TAROT - Erfram tíðþfn óráðin ?Hefruþú áhuga á aðskyggnast inn íhana? Viitu fá svör við ákveðnum máiaEokkum sem hafa áhrífá iífþitt? EfsvaríðerJÁ, haiðuþá samband viðmigísíma 91- 641147 eða hríngdu í uppkaiistæki 984-58604 og fáðu nánari uppiýsingar. ÉgverðáGistiheimiiinuAusturvegi 7, dagana 15,- 17. janúarnk. og spái í Tarot spii. Guðlaug Harðardóttir. Ibúð óskast lega flugeldasýning sem vakti verðskuldaða athygli. Eftir miðnætti hófst síðan dansleikur sem stóð til rúm- lega fjögur um nóttina. Þar skemmtu Rokkbænduraf sinni alkunnu snilld, farið var með gamanvísur og annað spaug. Að sögn hcimamanna var mikil áramótastemmning og félagsheimilið alveg troófullt af fólki sem skemmti sér alveg konunclcea. Óskum eftir 4ra herbergja íbúð til leigu á ísafirði sem fyrst. Upplýsingar gefa Kristín eða Gunnar í síma 3308. Jeppi tíl sölu Til sölu er Chevrolet Blazer 4x4, árg. 1986, svartur og rauður, ekinn 67.000 mílur. Sjálfskiptur, Cruisecontrol o.fl. Upphækkaður. Mjög góður bíll. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar gefur Halldór í sima 4560 og 4101.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.