Bæjarins besta - 17.03.1993, Qupperneq 1
ÓHÁÐ
FRÉTTABLAÐ
/
A
VESTFJÖRÐUM
AÐILIAÐ
SAMTÖKUM BÆJAR- OG
HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
IMIÐVIKUDAGUR
17. MARS 1993
1 1. TBL. ■ 10. ÁRG
Verðkr. 150,-
o '
BB-spjall:
Kristján
orkubússtjóri
- sjá bls. 2-3
Körfubolti:
Bolvíkingar
sektaðir?
- sjá bls. 8
Hvað gerðist?
Óveðrið
mikla '68
- sjá bls. 6-7
Skotmálið:
Dómur kveðinn
upp eftir helgina
- sjá baksíöu
Skíði:
Besti arangur
Astu
- sjá bls. 9
OPIÐ KL. 09-12
OG KL. 13-17
FLUGLEIDIR
- SÖLUSKRIFSTOFA -
MJALLARGÖTU 1 • ÍSAFIRDI
Veisluþjónusta
- heitt og kalt borð
Pantið tímanlega fyrir ferminguna
Mánagötu 1
ísafirði, 4? 4306
Ferjurekstur:
Hættir ríkið styrkveitingum
vegna Fagranessins 1996?
NÝTT frumvarp til vega-
laga er nú fyrir Alþingi. I því
frumvarpi er ekki gert ráð
fyrir því að ríkinu verði
heimilt að greiða út styrki af
vegaáætlun til ferja sem sigla
til staða sem eru í vegasam-
bandi allt árið. Ekki cr þó
skorið á greiðslurnar strax
hcldur veitur þriggja ára að-
Iögunartími. Þetta þýðir að
mjög líklega hættir ríkið að
veita fé til reksturs Fagra-
nessins eftir árið 1996.
„Ef að þetta verður til þess
að stöðva ferjusiglingar hér í
Djúpinu og þjónustu við ferða-
menn og íbúa hér á svæðinu
þá líst mér ekki vel á það,”
sagði Smári Haraldsson bæjar-
stjóri á Isafirði í samtali við
BB.
„Spurningin sem hins vegar
brennur á manni er sú hvað
verður gert í sambandi við
rekstur Fagranessins á næstu
árum. Verður komið upp aó-
stöðu til að Fagranesið geti
tekið bíla? Það er spurningin í
dag,” sagði Smári.
Er líklegt að ríkið veiti fé í
þá framkvæmd nú þegar til
stendur að stööva styrk-
veitingamar jafnvel eftir 1996?
Djúpbáturinn Fagranes.
Það má kannski lesa milli
línanna að það þyki varla
skynsamlegt?
„Já, það gæti verið. En
spurningin í dag er hvað
verður með Fagranesið á
þessu ári. Verður farið í
framkvæmdir vegna bíla-
bryggja? Ef það verður ekki
gert, hvað verður þá gert í
staðinn? Hitt er svo annað sem
við verðum að sjá framúr til
lengri tíma. Það er hvernig
verður með ferðir norður á
Strandir. Þær eru mikilvægar
fyrir okkur vegna ferða-
mannanna.”
Finnst þér iíklegt að aðrir
taki við rekstrinum hætti ríkið
að veitafé til ferjunnar?
„Eg skal ekki segja hvað
gerist ef til þess kemur. En
það yrði mikil breyting og ég
held að sveitarfélögin yrðu
ekki fús til að taka þetta á sig
og taka við af ríkinu,” sagði
Smári Haraldsson bæjarstjóri
á Isafirði.
~hj-
Ferjurekstur:
Annað hvort ferja
eða bættir vegir
-munum ekki halda tveimur samgönguleiðum opnum yfir
veturinn, segir Björn Olafsson hjá Vegagerðinni
BJÖRN Ólafsson verk-
fræðingur þjónustudeildar
Vegargerðar ríkisins segir
að ekki hafi neitt verið
ákveðið um það hvort ferju-
bryggjum verður komið upp
á Isafirði eða inni í Djúpi á
næstunni.
„Það hefur ekkert verið rætt
sérstaklega. Við áttum fund á
Isafirði með þeim sem að
málinu koma, nú í vikunni.
Vorum þaraðbyrjakönnunar-
viðræður við þá aðila sem
málið snertir. Við ræddum
við fulltrúa Isafjarðarkaup-
staðar, hreppana inni í Djúpi,
Djúpbátsins og fleiri, og vorum
fyrst og fremst að heyra þeirra
skoðanirog sjónarmið,” sagði
Björn í samtali við BB.
í frumvarpi til nýrra vega-
lega er ekki gert ráð fyrir því
að n'kið styrki ferjur sem sigla
til staða sem eru í
vegasambandi allt árið.
„Það eru sérstaklega eyjarn-
ar sem þurfa þjónustu. Þær eru
ekki tengdar við vegakerfið.
En þú sérð hvað stendur í
vegalögunum, þar er þetta
nokkuð skýrt.”
Þú átt við að styrkveitingar
verði aflagðir til ferja sem
sigla til staóa sem eru í vega-
sambandi allt árið?
„Við munum væntanlega
fylgja vegalögum hvað þetta
varðar.”
Vegagerðin leggur þá ekki
út í kostnað við ferjubryggjur
nú þegar til stendur að ríkið
hætti jafnvel styrkveiting-
unum?
„Við þurfum að fylgja
lögunum og munum fylgja
þeim. Við höfum tvo valkosti,
ferjur eða vegi. Á sunnan-
verðum Vestfjörðum er ekki
mokað og vegir ekki þjónust-
aðir og ekki byggðir upp. Við
vorum meðal annars að fjalla
um þetta á fundinum; hvaða
valkost menn telja vænleg-
astan. En við munum ekki
halda uppi tveim samgöngu-
leiðum opnum allan veturinn.
Það á eftir að ræða það hvaða
valkost menn telja vænleg-
astan; að bæta vegina eða velja
ferjuna,” sagði Björn Olafs-
son verkfræðingur þjónustu-
deildar Vegagerðarinnar. ^
ísafjörður:
Handtekinn
með fíkniefni
ÍSFIRÐINGUR um tví- ingnum. Þeir voru allir í
tugt var handtekinn á ísa- fangaklefáum nóttinaen var
fjarðarnugvelli á mánu- dagskvöld með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn sleppt í gær og var málið þá talið upplýst. Efnið hafði maóurinn keypt í Reykjavík
sem var að koma frá Reykjavík rcyndist vera og var það ætlað til eigin neyslu hjá fjórmenning-
með rúm 18 gr. af hassi, tæpt gramm af marijúana og eitt gramm af amfeta- míni. I framhaidi af töku manns- ins voru þrír Bolvíkingar handteknir og reyndust þeir eiga efnið ásamt ísfirð- unum. Tveir menn til við- botar voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Mál- ið verður yent til Sýslu- mannsins á Isafirði til frekari meðferðar. -s.
RITSTJÓRN *ZT 4560 - FAX TT 4564 ■ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4570