Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.03.1993, Síða 3

Bæjarins besta - 17.03.1993, Síða 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 17. mars 1993 3 Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða við Stakkanes. Það má endalaust bæta af- hendingaröryggið með því að leggja í auknar framkvæmdir en þær kosta peninga og þá þarf að hækka orkuverðið. Þarna þarf því að finna milli- veg sem er öllum sem hag- stæðastur” Fjárhagsleg afkoma fyrir- tækisins, er hún góð? „Fjárhagsleg afkoma fyrir- tækisins er á þokkalegu róli. Fyrirtækið er rekið á greiðslu- grunni — það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því — sem þýðir það að við sjáum til þess aö við cigum alltaf nægt fé í kassanum tii þess að standa undir útgjöld- um. Afskriftir eru hins vegar þungur póstur hjá okkur — eitthvað nálægt 200 milljónum á síðastliðnu ári. Og þær eru þess valdandi að eitthvað ör- lítið rekstrartap verður á fyrir- tækinu á síðasta ári en engu að síður er greiðsluafgangur. Orkubúið er skuldlaust í dag og það eru öll teikn á Iofti um að við getum haldið því orku- verði sem við höfum og jafnvel lækkað það enn frekar í framtíðinni.” Góð afkorna Orkubúsins hvati til frekari samvinnu sveitarfélaga I sumar á að ljúka byggingu deilistöðvar við Mánagötu á Isafirði sem á að bæta á- standið innanbæjar til muna og gera alla stjórnun í straum- leysistilfeilum mur, auðveld- ari. Ennfremur er verið að ljúka við byggingu íbúðarhúss í Mjólká fyrir starfsmann þar. Og síðan eru auðvitað þessi venjulega viðhaldsverkefni sem vinna þarf. En Kristján segir að farið sé yfir kerfið allt á hverju ári og það bætt sem bæta þarf. Og Kristján segir að Orkubú Vestfjarða sé búið að sanna tilveru rétt sinn. „Menn höfðu margirhverjir ekki mikla trú á þessu fyrir- tæki þegar það var að taka sín fyrstu spor en það er búið að sanna tilveru sína í dag, ég heid að það sé morgunljóst. Það sýnir kannski hvað sam- staða heimamanna getur gert, því að þessu stóðu öll sveitar- félög á Vestfjörðum og þetta er dæmi um hlut sem hefur gengið upp.” Og gengur vel? „Já, og gengur vel. Og ætti kannski að hvetja menn til dáða í sambandi við hug- my ndir um að sameina sveitar- félög í stærri einingar,” svarar Kristján. Hvað segirðu um þær sam- einingar hugmyndir sem uppi eru? „Ég tel að sameining hljóti að vera framtíðin og öilum hagkvæm. Við erum það fá að við verðum að samnýta þau mann virki sem við höfum, þá þjónustu sem við getum veitt og aðstöðuna sem við getum boðið, til þess að geta staðið jafnfætis þessum stóru byggðum sem hafa allt til alls og eru í samkeppni við okkur um mannaflann.” Hefur áhuga á tónlist En varla eiga orkumálin allan hug orkubússtjórans? „Ekki er það nú alveg. Ég hreifst mjög af tónlistarlífi Is- firðinga og því mikla starfi sem Ragnar H. Ragnar hafði unnið hér. Fljótlega eftir að við komum til Isafjarðar þá hóf dóttir okkar nám við tón- Iistarskólann og ég kynntist starfsemi hans nokkuð og hef síðan tengst honum æ nánari böndum, ef svo má segja. Ég byrjaði að starfa að málefnum skólans þegar hafist var handa við að safna fé til byggimgar nýs tónlistarskólahúss á Isa- firði og var í forsvari fyrir söfnun þar sem gengið var í hvert hús hér í bæ. Þetta hefur þróast þannig að ég hef tekið sæti í skólanefnd Tónlistar- skóla Isafjarðar. Þar fyrir utan hef ég starfað í ýmsum klúbbum, er í Rot- aryklúbb Isafjarðar til dæmis, og þá hef ég mjög gaman af því að renna mér á skíóum og spila bridds — lærði það á Laugarvatni.” Leikurðu á hljóðfæri? „Nei, ég leik ekki á hljóð- færi sjálfur —• nýt þess að hlusta á aðra leika í staðinn,” segir Kristján Haraldsson orku- bússtjóri Orkubús Vestfjarða. -hj. Sigríður J. Ragnar. Andlát: Sigríður J. Ragnar kennari látin SIGRÍÐUR J. Ragnar kennari og ekkja Ragnars H. Ragnar tónskálds lést á Isafirði 11. mars síðast- liðinn á 71. aldursári. Sigríður hefur staðið að rekstri Tónlistarskóla Isa- fjarðar frá stofnun hans og átt stóran þátt í eflingu menningarlífs á ísafirði frá því hún flutti til stað- arins ásamt Ragnari 1948. Sigríður var fædd á Gaut- löndum í Mývatnssveit 26. júlí 1922, dóttir hjónanna Jóns Gauta Péturssonar bónda þar og konu hans, Önnu Jakobsdóttur frá Narfastöðum. Eftir gagn- fræðapróf frá Menntaskól- artum á Akureyri hóf hún nám við Kennaraskólann í Reykjavík haustið 1944. Sama vetur kynntist hún Vestur-íslendingnum Ragn- ari Hjálmarssyni Ragnar scm hér var staddur sem her- maður í Bandaríkjaher. Þau gengu í hjónaband sumarið 1945 og fluttu til Norður- Dakótaí Bandaríkjunum þar sem þau störfuðu við tón- mennt til ársins 1948 að Ragnari bauðst staða við nýstofnaðan Tónlistarskóla ísafjarðar. Þau störfuðu við skólann til dauðadags og sköpuðu nánast úrengu einn öfiugasta og þekktasta tón- listarskóla landsins. Auk þess að vera framar- lega í menningarmálum Isa- fjarðar fengu þau fjölda listamanna til að heimsækja ísafjörð og var heimili þeirra, scm Sigríður stjórn- aði af einstökum dugnaði, allt í senn, skóli fyrir á annað hundrað böm, mið- stöð menningarmála og heimili listamanna sem bæ- inn heimsóttu. Sigríður var heisti frumkvöðull að stofn- un vestfirskra náttúruvern- darsamtaka og í stjóm þeirra. Hún vann einnig ötullega að stofnun Kvennalistans á Isafirði. Þá sat hún í Menn- ingarráði ísafjaróar í fjölda ára auk annárra trúnaðar- starl'a. Börn hennar og Ragnars eru öll þekkt tónlistarfólk, en þau eru Anna Áslaug píanóleikari og kennari í Þýskalandi, Sigríður skóla- stjóri Tónlistarskóla Isa- fjarðar og Hjálmar Helgi tónskáld. Utför Sigríðar J. Ragnar fer fram í Isafjarðarkapellu laugardaginn 20. mars kl. 16.00. Félagasjódur Landsbankans ■ öflug fjármálaþjónusta fyrir öll félög: Húsfélög Ungmennafélög íþróttafélög Góðgerðarfélög Kóra Félagið þitt Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þau hafa brugðið sér í sumarfötin sín og standa d haus við að taka upp nýjar vörur Komið og sjáið sjálf T.d.fermingarfötin leðurjakka og margt fleira... jon m AGUNNA Ljónlnu, Skeiði, simi 3464

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.