Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA IMIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1993 30. TBL. ■ 10. ÁRG Verð kr. 170,- með virðisaukaskatti Bolungarvík: Bæjarstjórnin á móti sameiningu - sjá bls. 2 Bolafjall: Ferðamönnum meinaður aðgangur - sjá bls. 4 BB-viðtal: Skiptinemi kominn „heim“ eftir 10 ár - Sjá bls. 6-7 Snóker: ísfirðingur á heimsmeistara- mót unglinga - sjá bls. 8 ísbjarnarblús: Bæjarstjórinn fær hótunarbréf - sjábaksíðu OPID KL. 09-12 OG KL. 13-17 FLUGLEIDIR - SÖL USKRIFSTOFA - MJALLARGÖTU 1 • ÍSAFIRÐI Réttur dcigsins cl góðu verði - V2 verð fyrir böm 5-12 ára - frítt fyrir yngri en 5 ára Mánagötu 1 Isafirði, & 4306 Húsnœði íshúsfélags Bolungarvíkur hf. Tvö fyrirtæki, Ósvör hf. og Þuríður hf . hafa áhuga á að kaupa eignina og hvort fær það skýrist nú í vikulokin. Tilboðin í eignir Fiskveiðasjóðs í Bolungarvík: Málin skýrast fyrír helgina „ÉG GET ósköp lítið sagt af gangi máli sem stendur. Við erum í viðræðum við þessa aðila og reiknum með að heyra frá þeim undir helgi. Þá munu báðir aðilar gera grein fyrir tilboðum sínum og eftir það ætti vonandi að fást niður- staða varðandi eignir Fiskveiðasjóðs Islands í Bolungarvík” sagði Ólafur Stefánsson, lögfræðingur Fiskveiðasjóðs í gær er blaðið forvitnaðist um framgang tilboðsmála. Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu, bárust þrjú til- boð í eignir Fiskveiðasjóðs í Bolungarvík, þ.e. eignir þær sem sjóðurinn leysti til sín úr þrotabúi Einars Guðfinnssonar hf. Tilboðin voru frá Ósvör hf., sem bauð í frystihús og rækjuverksmiðju, frá Þuríði hf. sem bauð í rækjuverk- smiðjuna og frá Gná hf., sem bauð í fiskimjölsverksmiðj- una. „Við getum ekki gefið upp hversu há tilboðin eru. Við erum að eiga þarna við tvo aðila sem hafa báðir áhuga á frystihúsinu. Það var leigu- samningur í gangi um rækju- verksmiðjuna sem Þuríður hf. gerði við þrotabúið og við yfirtókum þann leigusamning. Hann átti að gilda til 1. ágúst en við framlengdum hann til 1. september, á meðan að málin eru að skýrast. Þetta tekur allt sinn tíma en ég á von á að málin skýrist nú í viku- lokin” sagði Ólafur í samtali við blaðið. -s. ísafjörður/ Suðureyri: Tvær alvarlegar líkams- árásir kærðar til lögreglu ÞRJÁR líkamsárásir áttu sér stað á Isafirði um síð- astliðna helgi og ein á Suð- ureyri og hefur sú árás ásamt einni árásanna á Isafirði verið kærð til lögreglu. Að sögn lögreglunnar á Isafirði virðast þær tvær líkamsárásir sem kærðar hafa verið, vera algjörlega tilefn- islausar en þær munu vera mjög alvarlegs eðlis. Á laugardagskvöldið var maður sem sat fyrir utan skemmtistaóáísafirði sleginn í götuna og gekk árásarmað- urinn í skrokk á manninum og sparkaði í hann, þar sem hann lá drjúga stund. Flytja þurfti manninn á Fjórðungssjúkra- húsið á ísafirði þar sem gert var að sárum hans en hann var alvarlega slasaður, stokk- bólginn í andliti auk þess sem annað augað „sökk” auk fleiri meiðsla. Síðari líkamsárásins sem hefur verið kærð átti sér stað á Suðureyri á sunnudags- morgun. Þar réðust tveir ungir menn að rúmlega fertugum manni og spörkuðu þannig í hann að hann viðbeinsbrotn- aði. Vitni voru að atburðin- um. Málin eru í rannsókn. Tlikynnt var um tvær aðrar líkamsárásir til lögreglunnar á Isafirði um helgina en þær munu ekki hafa verið eins alvarlegar og þær sem fyrr eru nefndar. -s. ísafjarðardjúp: KLUKKAN 22.57 á mánudagskvöld var til- kynnl um hílveltu sem átti sér stað við Gervidalsá í ísafiröi í ísafjarðardjúpi. Þar valt jeppabifreið með þcim afleiðingum að þrennt var flutt á sjúkrahús, þar af tveir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar til Reykjavíkur. Sá þriðji var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði og reyndist hann minnst slasaður. Meiðsli hinna reyndust einnig minni cn talið varí upphafi. Bifreiðin sem er mikið skcmmd var flutt til Hólmavíkur. -s. ísafjarðardjúp: UNDANFARNA daga hafa veiðieftirlitsmenn l'rá Veiðimálastjóra verið á ferð um ísafjarðardjúp t þeim tilgangi að kanna lagningu ólöglegra laxaneta í sjó. Samkvæmt upplýsingum sem blaðió fékk frá lög- reglunni á ísafirði hafa veiðieftirlitsmennirnir lagt hald á mikið magn af iaxa- nctum og öðrum ólöglega lögðum netum í ísafjarðar- djúpi áundanförnumdögum. Netin hafa náðst um allt Djúp en flcst þeirra hafa fundist í Álítafirði. Öll netin hafa verið ómerkt og möskv- ar þeirra of stórir. Þá hafa þau ekki verið landföst eins og lög gera ráð fyrir og því hefurþeim verið eytt. Töluvert magn af fiski var í netunum og hefur hann allur verið urðaður. Veiðieftir- litsmennirnireru á ferðábíl og gúmmíbáti og munu verða í Djúpinu og á Strönd- um á næstu dögum og vikum. -s. Vestfjarðamið: Sjómanni bjargað eftir að hafa verið í gúmmí- bát í rúman sólarhring S.IÓMANNI á þrítugsaldri frá Flateyri var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát út af Pat- reksfirði á niunda tímanuni í gærkvöldi eftir að hafa verið í bátnum í tæpan einn og hálfan sðlarhring. Sjómaðurinn, Aðalsteinn Bjarnason frá Veðrará í Ön- undarfiróí hafði lagt af stað í róður frá Flateyri um kl. 11 á mánudagsmorgun en 3ja tonna bátur hans, Nökkví ÍS-204 sökk um kl. 15 sama dag. Áðalsteini var bjargað um borð í Guó- bjart IS-16 eftir aó Fokker flug- vél Landhelgisgæslunnar hafði komið auga á neyðarblys frá gúmmíbátnum um kl. 19.30 í gærkvöldi. Guðbjartur kom til hafnar á Patreksfirði um kl. 22 í gærkvötdi og var Aðalsteinn lagður inn á sjúkrahús þar til frekari rannsóknar en hann mun hafa verið furöu vei á síg kominn eftir volkió. Landhelgisgæslunni barst til- kynning um aö bátsins væri saknað upp úr hádegi í gær og voru nærstödd skip beðin um að svipast um eftir honum. Þá leitaðí flugvél frá Flugfélaginu Emi á Isafirði en sú leit bar ekki árangur. Formlegar leitaraó- gerðir hófust upp úr kl. 17 eða rúmum sólarhring eftir að bát- urinn sökk. Ekki hafa fengíst neinar upplýsingar um hvers vegna báturinn sökk en ráógert var að lögreglan á Patreksfirði tæki skýrslu af manninum í dag. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá Tilkynninga- skyldunni í morgun kom síðasta tilkynning frá bátnum 18. mars síðastliðinn og var hann þá staddurí Sandgerðishöfn. Heim- íldir blaðsins segja að maðurinn hafói stundaó sjó á bátnum í vor og sumar frá Flateyri og viróist hann því ekki hafa sirmt til- kynningaskyldu allan þann tíma. Mun þetta vera í annað skiptió á stuttum tíma sem bátur á Vest- fjörðumsinnirekki tilkynninga- skyidu um lengri tíma. RITSTJÓRN S 4560 ■ FAX TT 4564 ■ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT TT 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.