Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.09.1993, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 29.09.1993, Qupperneq 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993 5 ísafjörður: Hamraborg í aldarfjórðung VERSLUNIN Hamraborg hf. fagnar tuttugasta og fimmta aldursári sínu á morgun, fimmtudag. Af því tilefni býður verslunin gestum sínum til afmælis- veislu milli klukkan þrjú og sjö. I boði verða hinar frægu Hamraborgarsamlokur og pepsí ásamt íspinna í eftir- rétt. I framhaldi af afmælinu mun sjoppan breyta um stíl, ýmis vikuleg tilboð verða í gangi á næstu mánuðum sem felast í mjög hagstæðu vöruverði ákveðinnar vöru í viðkomandi viku. Einnig verða gefnir á komandi haustdögum sérstakir burðarpokar fyrir vörumar. BB sló á þráðinn til Úlfars Agústssonar, framkvæmda- stjóra og einn eigenda Hamra- borgarog spurði hann um sögu verslunarinnar. „Húsið er byggt árið 1963 og fyrsta starfsemin var rekstur veitingahúss, Eyrarvers, í eigu Gunnlaugs Guðmundssonarog fjölskyldu hans, fram til vors 1968. Þann 30. september það ár stofnuðu fimm Isfirðingar verslunina Hamraborg á Isa- firði. Hvatamaður að stofn- uninni var Sigurður Sv. Guð- mundsson frá Hnífsdal sem nú býr í Hlíf en nafnið, Hamra- borg, er einmitt komið frá honum. Meó honum var sonur hans, Heiðar Sigurðsson sem nú rekur Húsgagnaloftið í Ljóninu, Hörður Arnason mágur minn sem nú býr í Hafnarfirði, Guðjón Sig- tryggsson sonur Sigtryggs Jörundssonar og ég,” sagði Úlfar Agústsson. „Við keyptum vörubirgðir verslunar JónsÖ. Bárðarsonar kaupmanns sem þá var til staðar í núverandi húsnæði Topphárs að Aðalstræti. Þar var Hamraborg starfrækt fyrsta hálfa mánuðinn, eða þar til okkur tókst að semja við Agúst heitinn Leósson skó- kaupmann um húsnæðið að Hafnarstræti sjö.” Með tímanum týndust hluta- eigendur úr og árið 1971 voru þeir Úlfar og Heiðar aðeins tveir eftir með reksturinn og starfræktu þeir Hamraborg á þremur stöðum. Fyrir utan núverandi staðsetningu að Hafnarstræti 7, þá var eitt úti- bú að Túngötu 21 og annað í Hnífsdal þar sem Vöruval er nú til húsa. „Við vorum líka með kjötvinnslu á þeim tíma, að Hrannargötu 2 sem við keyptum af Agústi Péturssyni. Heiðar sá um útibúið í Hnífs- dal og kjötvinnsluna, og ég sá um verslunina í Hafnarstrætinu og í Túngötunni. Síðan keypti Stefán Dan Óskarsson, þá- verandi deildarstjóri Túngötu- búðarinnar, útibúið sjálft og rak það til nokkurra ára. Hamraborg í Hafnarstræti er því eini hluti fyrirtækisins sem starfað hefur óslitið í þessi tuttugu og fimm ár.“ Elsta sjoppan í bænum „Eiginlegar sjoppur fyrir tíma Hamraborgar voru veit- ingahús. Þær voru lengi vel bannaðar á Isafirði og fyrir 1960 var aðeins lúgusala leyfð. Það voru því engar sjoppur í því formi sem við þekkjum í dag. Upphaflega var Hamraborg kjörbúð og hún var á öllu því gólfi sem sjoppan, lagerinn og skrifstofan er á í dag. Verslunin var starfrækt í kjörbúðarformi til ársins 1975 og við byrj- uðum að hafa einn hornhluta búðarinnar opinn á kvöldin. Þá giltu miklu strangari reglur um opnunartíma verslana og smá saman færðum við búð- ina í það form sem hún er í í dag. Árið 1980 létum við hanna og teikna nýtt útlit sjoppunnar og gengum frá því sama ár. Sú innrétting hefur haldist síðan,” sagði Úlfar Ágústsson að lokum. -hþ. Bolungarvík: ° Báðir aðilar munu flýta sér hægt - segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík um hugsanlega sameiningu eða samvinnu Ósvarar og Þuríðar Á ÞRIÐJUDAG í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Bolungarvíkur að fela odd- vitum listanna þriggja sem skipa bæjarstjórn Bolungar- víkur, að ræða við forsvars- menn Þuríðar hf., um hugs- anlega sameiningu eða sam- vinnu fyrirtækjanna Ós- varar hf., og Þuríðar hf. Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík sagði í samtali við blaðið að haldnir hefóu verið þrír fundir með Þuríðarmönnum, þar sem farið hefði verið yfir stöðu mála almennt sem og einstök atriði hjá Þuríði hf. „Þessar viðræður hafa verið mjög góðar. Menn hafa skipst á upp- lýsingum og metið stöóuna út frá hagsmunum byggðarlags- ins. Þessar viðræður hafa verió mjög hreinskiptar og við vonumst til að geta lagt á- kveðnar tillögur fyrir bæjar- stjórn fyrir vikulokin.” En er Ólafur bjartsýnn á að samningar náist um sam- einingu eða samvinnu? „Ég er alltaf bjartsýnn, en alltaf kemur eitthvað óvænt fram. Þessum viðræðum hefur verið vel tekið og eflaust eigum við eftir að kljást um einhver ákveðin atriði og það er ljóst að báðir aðilar munu flýta sér hægt. Ég er allavega bjartsýnn á að menn skilji í vinsemd, hvemig svo sem fer. Ég hef sagt það áður að við Bolvíkingar sitjum á dín- amítsprengju og verðum því að gæta okkar í orðum og athöfnum,” sagði Ólafur. _s Gegn fmmvísun þessa miða veitist handhafa hans imm/i i afsláttur aföllum vörum verslunarinnar L _ Gildir til 6. október 1993 Hafnarstrœti 11, ísafirði, sími 4722 Gegn framvísun þessa miða veitist handhafa hans I með200 kr. afslœtti L J— Gildir til 6. október 1993 Sjomannastöfan Hafnarhúsinu, ísafirði, sími 3812 Gegnframvísun þessa miða veitisthandhaffi hans Gildirtil 10. október!993 Olíufélag Utvegsmamiwhf Hafnarhúsinu, ísafirði, sími 3245 rL 1% afsláttur afTEFM RESISTM hvílum potturn og pónnum frá TEFAL. Pbttamir eru úr áli og hút að intum með ffórum lögum afPFTE-húð sem tryggir að matur brennur ekki við. Botninn er alsettur hár- m ÆÆ Æ M/ J fínum trefjum sem sjá utn jafna hitadreifingu siíaumur Silfurgötu 5, ísafirði, sími3321 Gildir til 6. október 1993 Gegn framvísun þessa miða veitist handhafa hans I ________ BLOMABUÐISAFJARÐAR Aðalstrœti 26, ísafirði, sími 4134 I Gegn framgísun þessa miða veitist handhafa ^ans Gildir til 6. október 1993 afsláttur af samloku með skinku og ósti, og litlu Prince Polo Bílasjoppan KrMð Sindragötu 6, ísafirði, sími 3556

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.