Bæjarins besta - 29.09.1993, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993
7
bær hefur notast við og reynst
mjög vel. Það felst meðal
annars í náinni samvinnu
skóla og félagsmióstöðva,
eins og í ýmsum námskeiðs-
höldum, til dæmis í heimilis-
störfum, saumaskap,allskonar
listrænum hlutum. Einnig
felst það í að samtengja
starfið við önnur sveitarfélög.
Ég er eini íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúinn á Vest-
fjörðum og hef því reynt að
aðstoða þá sem vinna að
þessum málum í nágranna
sveitarfélögunum. Ég held
haustfundi með sex þessara
sveitarfélaga og samvinnan
hefur eflst mjög undanfarin ár.
Nefna má sem dæmi æsku-
lýðshátíóina Líf og fjör sem
haldin hefur verið frá árinu
1985. Þar sem þessi samvinna
hefur gengið svo vel, þá hafa
enn fleiri bæjarfélög annars
staðar af landinu tekió upp
þetta form af Vestfirðingum.
Svo þegar jarðgöngin verða
komin verður enn auðveldara
að efna til íþróttamóta milli
nágranna bæjanna en ella. Ef
af sameiningunni verður, þá
má segja að nýja íþróttahúsið
á Torfnesi verði einskonar
Fjórðungsíþróttahús, það mun
sinna hlutverki aðalíþróttahúss
fjórðungsins. Þá er ég með
keppni en ekki æfingar í huga.”
Komið til móts
við fatlaða
Nýja íþróttahúsið er hannað
sem fjölnotahús með tónleika-
og sýningahald í huga. Nokkrar
fyrirspurnir og tilboð hafa
borist Birni af því tilefni og
segir hann marga kosti og
möguleika hússins eiga enn
eftir að koma fram sem for-
ráðamenn geri sér ekki grein
fyrir enn í dag.
Eitt af því sem dottið hefur
nær upp fyrir í umfjöllun fjöl-
miðla um íþróttahúsið er að-
staða þroskaheftra og hreyfi-
hamlaðra til íþróttaiðkana.
íþróttahúsið á Torfnesi er
fyrsta nýja íþróttahúsið á Is-
landi með merktum löggildum
bocciavelli og hafa bæjaryfir-
völd fengið mikið hrós fyrir
þaó frá Sambandi lamaðra og
fatlaðra. 011 æfingaaðstaða í
húsinu er hönnuð með tilliti
til íþróttaiðkunar fatlaðra og
segir Björn mikilvægt að öllu
íþróttafólki sé gert jafn hátt
undir höfði, hvort sem um
hreyfihamlaða eða aðra sé að
ræða.
Hvenær fá
ísfirðingar
sundhöll?
Gamla íþróttahúsið var
tekið í gagnið 1951 og síðan
þá hefur sundiðkun skipað
stóran sess í íþróttalífi bæjarins.
Sundkennslan hefur verið
mikið meiri en á mörgum
stöðum landsins. Til dæmis
voru í Reykjavík, á sínum tíma,
aðeins haldin sundnámskeið
og fékk hvert skólabarn ekki
eins marga sundtíma og jafn-
aldri þess á Isafirði. „Sund-
kennsla á Isafirði hefur alltaf
verið í mjög góðu ástandi og
hreint til fyrirmyndar. Hvað
íþróttahúsið varðar, þá ríktu
önnur sjónarmið og aðrar
reglur í opnunartímum. Engin
starfsemi fór fram á kvöldin,
það þekktist ekki að æfa hand-
bolta inni, hvað þá að skíða-
menn væru í þrekæfingum eða
fleira sem gert er í dag. Það
var ekki fyrr en Gísli heitinn
Kristjánsson sundhallarstjóri
tók við rekstri hússins að farið
var að æfa á kvöldin og
snemma á sjöunda áratugnum
urðu miklar skipulagsbreyt-
ingar og allar framkvæmdir
markvissari í málum íþrótta-
hússins.”
Nú er komið nýtt íþróttahús
og allir unnendur innanhúss-
íþrótta geta vel við unað -
eða hvað? Það er ljóst að
það tekur sinn tíma að borga
íþróttahúsió og margir spyrja
sig; hvenær fá Isfirðingar þá
sundhöll?
„Ég get að sjálfsögðu ekki
svarað þeirri spurningu ná-
kvæmlega en talað hefur verið
um að næsta stórverkefni
verði að byggja sundhöll. En
því miður get ég bara ekkert
sagttil um.hverafstaðabæjar-
yfirvalda og íþróttahreyf-
ingarinnar verður til byggingar
sundhallar á næstu árum.
íþróttahúsið á Torfnesi er
hannað og smíðað með úti-
sundlaug í huga fyrir innan
húsið og samkvæmt til-
mælum bæjaryfirvalda var
baðklefunum breytt á teikni-
borðinu þannig að gert er ráð
fyrir að samnýta klefa sund-
laugargesta og þeirra sem nota
íþróttasalinn,” sagði Bjöm.
150.000 komur í
íþrottahusið
árlega
Nú er nýtt íþróttahús ís-
firðinga orðið að veruleika,
byggingarsagan sem spannar
fjórtán ár nálgast óðum sögu-
lok og maður spyr sig; er
íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn
þá orðinn verkefnalaus?
„Nei, hann er sko ekki verk-
efnalaus. Það er eitt að standa
í byggingu íþróttahúss og
annað að reka þaö. Bæjar-
yfirvöld hafa ákveðiö að ég
veröi rekstrarstjóri hússins,
jafnframt því að sinna mínu
fyrra starfi, svo að þaó er ekki
hægt að segja að vinnan komi
til meðað minnkaþó að húsa-
smíðin sé yfirstaðin - síður
en svo, starf mitt er orðið enn
stærra og viðameira en áður.
Það er heilmikið verk að
halda utan um alla þá st sem
fram fer í svona húsi. Ég tók
það lauslega saman um daginn
hve margir munu nota húsið
árlega og ef öll skipti notenda
eru meðtalin, skólanemenda
og íþróttamanna, jafngildir
það hundrað og fimmtíu
þúsund komum í íþróttahúsið
á Torfnesi á ári.
Tilkoma íþróttahússins á
eftir að hafa gífurlega breyt-
ingu í för með sér þó að við
merkjum hana ekki strax á einni
helgi. Þegar horft verður um
öxl, þá munum við sjá að þama
urðu kaflaskipti í sögu Isa-
fjarðar - ekki bara h vað varðar
afreksverk íþróttamanna okkar
í framtíðinni, heldur líka í
bæjarlífi okkar Isfirðinga.”
Texti: Hermann Snorrason.
Myndir: Halldór Sveinbjöns-
son.
Starfsmaður
Hlíðarslqól
Starfsmaður óskast tií afleysinga á
Mðarskjóli.Umeraðræða60%vinnufyrirog
eftirhádegi.
Upplýsingar hjá Ingu í síma 3185.
Sundhöll ísaflarðar
ALMENMNGSTÍMAR
Virka daga opið kl. 07:00-08:30 og kl. 17:00-
19:30
Laugardaga kl. 10.00-16:00
Sunnudaga kl. 10:00-14:00
Ath. Lengur opið á moignana (til kl. 08:30)
Ath. Sána og heitur pottur innifalið í sundmiða.
Sána (karlmenn): Mánudaga, þriðjudaga,
miðvikudaga, föstudaga og laugardaga.
Sána (konur): Rmmtudagá og sunnudaga.
ísfirðingar! Sund veitir ánægju og betri heilsu.
Sundhöll ísafjarðar.
íþróttahúsið Tbrfnesi
íþróttahúsið Torfnesi hefur starfsemi
miðvikudaginn 29. september kl. 08:00.
Upplýsingar um tímaniðurröðun í
íþróttahúsinu sími 5260.
Ath. Nokkrir bodmintonvellir lausir á
þriðjudögum kl. 20:50 og kl. 21:40. Einnig
nokkrir sunnudagstímar.
íþróttafulltrúinn.
Vélamaður
''//'S/M VEGAGERÐIN Vélamaður óskast til starfa á ísafirði, einkum á veghefil. Upplýsingar gefa Kristinn Jónsson og Pétur Ásvaldsson.
Umsóknum skala skilað á
eyðublöðum sem fást á skrifstofunni í síðasta lagi 1. október.
ísafjarðarsókn
Sunnudaginn 3. október kl. 14:00 verður
guðsþjónusta í ísafjarðarkapellu.
Gídeonfélagarkomaí heimsókn. Eftirmessu
verður kaffisala Kvenfélagsins. Síðan hefst
aðalsafnaðarfundur. Kosið verður um fjölgun
sóknamefndarmanna úr fimm í sjö.
Sóknarnefndin.