Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 8

Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 8
8 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993 SP'ÆT Ogfleirasport. Seljalandsdalur: Hart deiH um skipulags- breytingar á skíðasvæðinu - Hafsteinn Ingólfsson verður áfram svæðisstjóri, og starfsmenn áhalda- haldahúss munu starfa með honum í vetur BÆJARSTJÓRINN á ísafirði lagði fyrir stuttu fram tillögur að breytingum á starfs- sviði áhaldahúss bæjarins og skíðasvæðisins á Scljalandsdal sem m.a. fólu í sér að verkstjóri vélaverkstæðis yrði undirmaður bæjarverkstjóra og að starfsmenn áhaida- hússins ynnu á skíðasvæðinu þar sem Kristinn Lyngmo verkstjóri gegndi starfi svæðis- stjóra. Ennfremur lagði bæjarstjóri til að Hafsteini Ingólfssyni, sem gegnt hefur starfi svæðisstjóra undanfarin ár yrði sagt upp störfum. Miklar deilur hafa komið fram um þessar breytingar og hefur hart verið tekist á, á milli áhugahóps um skíðasvæðið F.v. Ragnar „Sót” Gunnarsson, j son og Kristján Helgason. Snóker: nes B. Jóhannes- Jóhcmnes sigruði JÓHANNES B. Jóhannesson sigraði á snókermóti Gosa síðastliðinn laugardag. Jóhannes, sem hafnaði í fjórða sæti heimsmeistaramóts í flokki 21 árs og yngri í ágúst síðastliðnum, sýndi tilþrifamikla takta og sigraði sjálfan heimsmeistarann, Kristján Helgason. Þeir félagar, Kristján og Jóhannes komu til ísafjarðar síðastliðinn föstudag og dvöldu fram á mánudag og léku og kynntu snóker fyrir gesti Gosa. í tilefni af heimsókninni, hélt Gosi mót á laugardaginn sem lauk með sigri Jóhanns, sem jafnframt bætti staðarmet Gosa um eitt stig, úr 116 stigum í 117.1 öðru sæti var Kristján Helgason, í þriðja var söngvari Skriðjökla og leynigestur mótsins þar sem hann skráði sig svo seint, Ragnar „Sót” Gunnarsson. Þess má einnig geta að Ragnar var bikarmeistari íslands í snóker árið 1983. Einar Gunnlaugsson náði iengst Isfirðinga á mótinu, fjórða sæti. Isfirðingar sýndu heimsókn Reykvlkinganna áhuga, slæðingur gesta var alla helgina og var Eyþór Einarsson, einn meðeigenda Gosa, ánægður með hvernig til tókst. annars vegar og meirihluta bæjarstjórnar hins vegar. A fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem haldinn var 15. september sl. mætti Hafsteinn Ingólfsson, forstöðumaður skíðasvæðis- ins til viðræðna við ráðið að eigin ósk. Þar kvaðst hann ekki hafa haft vitneskju um að verið væri að auglýsa starf yfirmanns á skíðasvæði þegar auglýst var laust til umsóknar starf aðstoöarverkstjóra í áhaldahúsi enda ekki tekið fram í auglýsingunni. Fram kom í máli Hafsteins að í sam- tölum hans við bæjarstjóra um skipulagsmál, eftir að aðstoð- arverkstjóri var ráðinn, hefði aldrei komið fram að um starf svæðisstjóra væri að ræða, heldur troðaramanns. Iþrótta- og æskulýðsráð harmaði að í svo veigamiklum skipulagsbreytingum á íþrótta- svæði, sem rekstrarlega er á ábyrgð ráðsins, hafi ekki verið leitað umsagnar þess. Á fundi bæjarráðs I safjarðar sem haldinn var 20. september sl. lagði Pétur Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins fram svohljóðandi tillögu um þetta mál: „Legg til að fyrirhug- uðum skipulagsbreytingum á skíðasvæðinu á Seljalandsdal verði frestað og að Hafsteinn Ingólfsson verði áfram svæð- isstjóri á Seljalandsdal. Að- stoðarverkstjóri verði honum til aðstoðar og vinni þar almenn störf, t.d. á snjótroðara og fl. Nýting á starfsfólki hjá áhaldahúsi og skíðasvæði verði rækilega skoðað í vetur og menn þjálfaðir í störfum á báðum stöðum, þannig að sem mest hagræði verði af.” Meirihluti bæjarráðs lagði til að tillögurbæjarstjórayrðu samþykktar en Kolbrún Hall- dórsdóttir studdi tillögu Péturs Sigurðssonar. „Það var vilji meirihluta bæjarstjórnar að færa rekstur skíðasvæðisins undir áhalda- húsið og segja Hafsteini Ing- ólfssyni upp. Það urðu mikil mótmæli út af þessu og því var þetta dregið til baka. Þess í stað var samþykkt tillaga þess efnis að rekstur skíðasvæð- isins verður færóur undir áhaldahúsið og var mér falið að útfæra þessa hugmynd og leita umsagnar íþrótta- og æskulýðsráðs og tæknideildar bæjarins. Síðan er annað, að það er ákvæði í samningnum viö Hafstein þess efnis að hann vinnur frá 1. október til 20. maí ár hvert og ef ekkert verk- efni er á svæðinu um haustið, þá er hægt að segja þeim þætti samningsins upp. Það gerði ég í samráði við meirihluta bæjarráðs og óskaði eftir því að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim verk- efnum sem eru á svæðinu. Niðurstaða málsins er því sú að Hafsteinn verður svæð- isstjóri í vetur og starfsmenn áhaldahússins munu starfa á skíðsvæðinu í vetur. Hugsunin er sú að hafa tvö gengi verka- manna í áhaldahúsinu. Við þurfum á þeim að halda yfir sumarið en þurfum í raun að fækka þar yfir vetrartímann. Því þykir það heillaráð að hafa þennan hóp uppi á skíða- svæði á veturna. Hér er ein- ungis verið að reyna að nýta starfsfólk bæjarins beturen gert hefur verið. Hafsteinn átti sér marga stuðningsmenn í málinu og því var niðurstaðan sú aó hann gegndi starfi svæðisstjóra í vetur. Það var hart deilt um jessar breytingar. Annars Hafsteinn Ingólfsson. vegar á milli ýmissa áhuga- manna um skíðasvæðió og hins vegar meirihluta bæjar- stjórnar,” sagói Smári Har- aldsson í samtali vió blaðið. Skíðasvæðið á Seljalandsdal. Meirihluti bæjarstjómar vildi segja svæðisstjóranum upp störfúm og setja rekstur svæðisins undir áhaldahúss bæjarins. Því var harðlega mótmælt af áhugamönnum um skíðasvæðið. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI1 • ÍSAFIR01 • « 3940 & 3244 . FAX 4547 Fasteignaviðskipti Fasteign vikunnar Mjattargata lb: 90 m2 ný íbú 'fí á 2. hæð t f 'jölbýhshmi. IB£ 1 Einbýlishús/raöhús: Strandgata 17:120 m2 einbýlis- hús á 2 hæðum ásamt sólstofu og bílskúr. Fitjateigur 4:151 m2einbýlishús á einni hæð + bílskúr. Skipti möguleg á minni eign á Eyrinni. Fagraholt 11: 140 m2 einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Bakkavegur 29: 2x129 m2 ein- býlishús átveimur hæðum ásamt bílskúr. Hnlfsdalsvegur 8: 102 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Vantar 4-5 herbergja íbúðir og einbýlishús á skrá 4-6 herbergja íbúðir Hjallavegur12:114m24raherb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mánagata 2: 140 m2 4ra herb. íbúð á 2 hæðum + kjallari og háaloft. Mjallargata 6:100 m24raherb. íbúð á efri hæð, suðurenda í þríbýlishúsi. Urðarvegur 45: 103 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlis- húsi ásamt bílskúr. Fjarðarstræti 32: 126 m2 4ra herb. íbúðátveimurhæðum í a- endaítvíbýlishúsiásamtkjallara. U rðarveg u r 41:120 m2 3-4 herb. íbúð á n. h. í tvíbýlishúsi. Hreggnasi 3:2x60 m2 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt rishæð undir súð. Sundstræti 14: 80 m2 4ra herb. íbúð á 2 hæðum, v-enda í þrí- býlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Pólgata 4:136 m2 5 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli + lítill bílskúr. 3ja herbergja íbúðir Stórholt 7: 76 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Aðalstræti 25: Ibúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Pólgata 6:55 m2 íbúð á 3. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Pólgata 6: 55 m2 íbúð á 3. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Sundstræti 14:86 m2 íbúðáe.h. n-enda í þríbýlishúsi. Endurnýjuð að hluta. Stórholt 11:75 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi Aðalstræti 15: 90 m2 fbúð á efri hæð, s-enda í fjórbýli. Sérinng. Aðalstræti 26a: íbúð á efri hæð, v-enda í þríbýlishúsi. 2ja herbergja íbúðir Smiðjugata 8: íbúð í sambyggðu timburhúsi, sér inngangur, laus. Tangagata 10: íbúð á efri hæð í tvíbylishúsi, laus. Aðalstræti 20: 94 m2 íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Urðarvegur 80: 66 m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Sérinng. Tangaaata 23a: íbúð á ein ni hæð ásamt Rjallara. Endurnýjuð. Strandgata 5: 55 m2 fbúð í s- enda, efri hæð, nýuppgerð. Ýmislegt: Sindragata 3: 714 m2 iðnaðar- húsnæði Sunds hf. Sumarbústaður í Tunguskógi. Bolungarvík: Traðarstígur 6:116 m2einbýlis- hús á einm hæð ásamt bílskúr. Ljósaland4:291 m2einbýlishús á 4 pöllum ásamt bílskúr. Heiðarbrún4:139m2einbýlishús á einni hæð ásamt bflskúr. Vitastígur 11:105 m2 íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi. Vitastígur 19:90 m2 íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi. Þuríðarbraut 9: 130 m2 6 herb. einbýlishús ásamt bílskúr. Súðavík: Aðalgata 14: 70 m2 einbýlishús á einni hæð + kjallari. Skipti möguleg á eign á Isafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.