Bæjarins besta - 29.12.1993, Qupperneq 10
10
BíJARlNS BESTA • Miðvikudagur 29. desember 1993
Eldvarnagetraun barnsins:
Tapað líf er
óbætanlegt!
í SÍÐASTA tölublaði BB birtist „Etdvarnaj>etraiin bariLsins”
semer liður í brunavarnaátaki landssambands slökkviUðsmanna
1993. Vejjrm plássieysis reyndist ekki unnt að birta vísbcndingar
við spurningunum sex og birtast þær því hér að neðan. Minnt skai
á að skilafrestur svara er Cyrir niðnætti 31.desetnber nk. og skulti
þau sendast til Landssambands siökkviliðsnmima, pósthólf 4023,
124, Reykjavík.
Visbending við 1. spurningu
Neyðarnömer.
Á neyðarstund er mikilvægt að símanúmer neyðarþjónustu sé
einfalt og auðvelt að muna. Hvemig er neyóarsímsvönin nú háttað í
landinu? Núverandi kerfi er þannig að lögreglan hefur síma 0112 í
Reykjavík, Seltjamamesi og Mosfellsbæ og slökkvjlió og sjukra-
flutningar 11100, til vara 0112, og Almannavamír 22040 eða 11150.
Vitað er að í landinu eru tugir símanúmera, sumir segja jafnvel 170,
sem þjóna því hlutverki að vera neyðarnúmer. I brennandi húsnæði
eða við önnur neyðartilvik, t.d. líkamsárás, er öruggara að hafa citt
núnter, stutt og einfalt, sem auðvelt er að muna.
Hvað skal gera ef eldur verður laus?
Varið alla við... Eldur er laus, sjáið um að allir fari út
Hringið í neyðarsímanúmer slökkviliðs.
Tilkynnið hvar er aö brenna, takið á móti slökkviliðinu cr það
kemur á staðinn og gefið nánari upplýsingar ef þær eru fyrir hendi.
Notið slökkvitæki á staðnum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til
slökkviliðið kemur. Ef tími leyfir, lokið hurðum og gluggum til að
hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkvilíðið kcmur.
Foreldrar athugið:
Skiljið lítil böm aldrei ein eftir.
Setjið líntmiða á símtækí á heintilinu með neyðarsímanúmeri
lögreglu og slökkvihðs.
Kennið hörnum og unglingum hvemíg og hvenær á að hringja í
neyðarsímanúmer sem á við í ykkar heimabyggð.
VLsbending vld 2. spurningu
Leikur að cldfæmin.
Böm undir fimm ára aldri eru í verulegri lífshættu vegna eldsvoða
sem verða í heimahúsuni. Of margir eldar vcrða vegna leiks bama
meö eldspýtur og vindlingakveikjara sem freista þeirra yngstu, vegna
þess meóal artnars hve litskrúðugir þeir eru.
Eru eldspýtur og vindlingakveikjarar geymdir, þar sem böm ná
ekki til. á þínu heintíli?
Vísbcnding við 3. spurningu
Eldsvoðar vcgna matargerðar.
Eldamennska er algengasta ástæða fyrir cldsvoóum í heímahúsum
ekki síst ef verið er að nota feiti við matargerð. Temjið ykkur
eftmfarandi
Farið ekkt út úr eldhusmu meðan á eldamennsku stendur
Staðsetjið ekki auðbrennanleg efni fyrir ofan eldavélina. Komi
upp eldur í potti eða pönnu á eldavélinni, þá rjúfið strauminn að
hellunni og rennið lokí yfir pottinn eða pönnuna til að kæfa eldmn.
Hrtngið i siökkv iliðið.
Hellið aldrei vatni á feitield,
Algengasta orsök bruna er vegna mannlegra mistaka frekar en að
eldavélar og rafmagnstæki bili og valdí íkveikju.
Vísbending við 4. spumingu
Þekktu U1 útgönguleiða á þínu heimiii.
Eldsvoðar á heimilum eru algengastir eldsvoða og flestir þeirra er
farast í eldsvoða verða f>TÍr því á heímílum. Reykingar í rúmi eða
annars staðar á heimilinu em algengasta orsök eldsvoða senr hefur
dauða í l,'i nteð ser.
Of margir farast x þessum eldsvoóum. Flestir þessara elda kvikna í
stofum, skálum og svefnherbergjum vegna þess að glóð fellur í sófa
eða rúrnföt. Reykurinn er í flestunx tilfellum hættulegri en eldnrinn.
Þeír sem reykja eru raunverulega aó leika sér meö eldinn. Með því
að vera varkár í meðhöndlun á vindlum, víndlingum og eldspýtum er
meiri möguleiki á að þið getió varast eldsvoóa vegna þeirra. Þetta em
dauöír hlutir, þeír valda ekki eldsvoða, það em þíð, fólkið sem notar
þessa hlutí, sem eruð upphafxð að eldímim.
Vi i ið '■ æ kái
Vísbending við 5. spurningu
Reykskynjarar.
Reykskynjarar hafa stxmdum verið kallaðir ódýrasta lxftryggxng
sem fólk getur keypt Meira en helmingur allra eldsvoóa í heima-
húsum kviknar að nótm þegar fólk er í fasta sveífii. Ef eldur kemur
upp þegar fjölskyldan er sofimdi, vekur reykskynjarinn þig. Reyk-
skytijari gctur skiiið á millx lifs og dauða í eldsvoða. Prófið reyk-
skynjara einu sinni í mánuði. Ef hann virkar ekki, skiptið þá um
rafhlöðu. Ef það dugar ekki er skynjarinn að öllum likindum ónýtur.
Kaupið þá nýjan og setjið hann strax upp.
Ath! Gott er að hafa fyrir reglu að skipta um rafhlööu í reyk-
skynjaranum t.d. í desember ár hvert.
Vísbending við 6. spurningu
Augrislys barna og ungiinga uni áramót.
Á undanförnum árum hafa augnáverkar af völdum flugelda orðið
alvarlegri cn áður. Algengast er mar á auga, yfirleitt með hlæðingum
xnni í auganu. Oft er um varanlega skemmd að ricða með sjón-
skerðíngu.
Samfara þessu geta fylgt brot í andliti og í verstu úlfellum hefur
þurft að fjarlægja augað.
í rannsókn sem augnlæknarnir Haraldur Sigurósson, Guðmundur
Viggósson og Fríðbert Jónasson geröu og birt var í Læknablaóinu
desemberheftí 1991, kemur fram aó algengasla orsök augnáverka um
áramót voru flugeldar. Tivolibomhur, blys og hveflettnr deildu öðru
sæti. Flestir hinna slösuðu vont börn og unglingar.
Flest slysanna uróu um áramótín 1978-1988 í kjölfar notkunai'
öflugra skotelda, svokallaðra tívolíbontba. Þá slösuðust fimm
einstaklingar alvarlega á auga, þar af þrír vegna tívolibomba. Tölu-
verðarumræóur og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda
og í framhaldi af því voru tívolíbombur bannaöar.
Foreldrar.
Látum lltil böm aldrei bera eld að flugeldum og blysum._____
Vélstiórafélag ísaljarðar:
Sjómenn eiga ekki að taka þátt í kaupum á kvóta
Aðalfundur Vélstjórafélags ísafjarðar sem haldinn var 26. desember síðastliðinn hefur sent frá sér eftirfarandi
ályktun í fjórum liðum:
Fundurinn leggur áherslu á að nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar eins og fram kemur í 1. grein
laga um stjórnun Ftskveiða og leggur áherslu á að starfa beri samkvæmt pví.
Þá telur fundurinn að kvótakerfið í núverandi mynd hafi engum árangri skilað og þurfi að endurskoða það frá
frunni. í þriðja lagi telur fundurinn að setja þurfi lög er komi í veg fyrir að sjómenn séu látnir taka þátt í kaupum á
vóta eða veiðiheimildum í hvaða mynd sem er og í fjórða lagi telur fundurinn að setja beri allan afla á markað eða að
fiskverð verði markaðstengt, til að tryggja sjómönnum rétt gangverð fyrir aflann.
ísaljarðardjúp;
12,5 tonn komu á land í
jólavikunni
Aðeins 12,5 tonn af rækju bárust á land í síðustu
vikunni íyrir jól en rækjubátarnir liggja nú bundnir við
bryggju fram yfir áramót.
Fjórir bátar lönduðu hjá Bakka í Hnífsdal, samtals 1.943
kg. Finnbjörn kom með 390 kg., Guðrún Jónsdóttir 585
kg., Gunnar Sigurðsson 513 kg., og Sigurgeir Sigurðsson
455 kg. Enginn bátur lagði upp hjá Básafelli eða Frosta í
þessari viku en fjórir bátar lögðu upp hjá Þuríði hf. í
Bolungarvík, samtals 2.120 kg. Bryndís kom með 208 kg.,
Páll Helgi 1.045 kg., Sæbjörn 537 kg., og Sædís kom með
330 kg.
Tíu Dátar lögðu upp hjá Rit hf. á ísafirði, samtals 8.470
kg. Árni Óla kom með 1.524 kg., Gissur hvíti 1.900 kg.,
Hafrún II 706 kg., Húni 606 kg., Neisti 502 kg., Páll Helgi
1.372 kg., Sæbjörn 490 kg., Sædís 182 kg., Ver 868 kg., og
Örn kom með 320 kg.
Alls hafa rúm 909 tonn af rækju komið á land það sem
af er þessari vertíð og eru því um 1.590 tonn eftir af 2.510
tonn kvótanum.
Suðavík;
Bessinn fiskar í siglingu
Togarinn Bessi frá Súðavík hefur landað í tvígang frá
því við sögðum síðast aflafréttir frá Súðavík, samtals um
170 tonnum af þorski.
Skipið landaði 110 tonnum 14. desember og kom síðan
aftur 22. desember með 60 tonn. Bessinn fór á veiðar á
mánudaginn og verður á veiðum um áramótin en skipið á
pantaðan söludag í Bremenhaven í Þýskalandi 20. janúar
næstkomandi. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar
breytingar á rækjuverksmiðju Frosta hf. í Súðavík og ganga
þær eftir áætlun að sögn forráðanianna fyrirtækisins.
Ráðgert er að verksmiðjan verði tekin í notkun á ný um
miðjan janúar.
Isaljöröur:
Júlíus með 33 milljóna
króna aflaverðmæti
Allur ísfirski togaraflotinn kom til hafnar á ísafirði
fyrir jólin og var afiinn fremur dræmur enda útiveran
stutt og veður með leiðinlegra móti.
Rækjutogarinn Skutull landaði 50 tonnum að verðmæti
um átta milljónir króna þann 21. desember og náði skipið
þar með 300 milljón króna markinu sem útgerðin hafði
sett sér á haustdögum. Daginn eftir landaði Guðmundur
Péturs 20 tonnum af rækju og Hálfdán í Búð kom með 22
tonn, mestmegnis þorsk. Sama dag landaði Guðbjartur 30
tonnum og Hersir kom með 9 tonn af rækju.
Á Þorláksmessu landaði Framnesið 8 tonnum, Haffari
10 tonnum af rækju og Kofri 8 tonnum af rækju sem fór til
vinnslu hjá Bakka hf. í Hnífsdal. Þá landaði Guðbjörgin
65 tonnum og var uppistaðan í aflanum þorskur. Frysti-
togarinn Júlíus Geirmundsson kom einnig í land fyrir
jóíin og uppskipun hófst fyrsta virka dag eftir jólahá-
tíðina. Júlíus kom með 140 tonn af frosnum fiski sem
gerir 263 tonn upp úr sjó og var aflaverðmætið um 33
milljónir króna. Uppistaðan í aflanum var ýsa og þorskur.
Flest ísfirsku skipin voru í landi á milli jóla og nýárs en
vitað er um fióra togara sem héldu á miðin og eru væntan-
legir til lanas á föstudag. Það eru togararnir Guðbjörg,
Páll Pálsson, Framnes og Stefnir.
Bolungarvík:
Reytingur á línuna
Að sögn starfsmanna hafnarvogarinnar í Bolungarvík
var reytingur á línuna síðustu dagana fyrir jól og var
aflinn allt að sjö tonn á bát eftir leguna. Sama var uppi á
tengingnum í fyrsta róðri á milli jóla á nýárs en þá fekk
Flosi 5,7 tonn í einni legu og Guðný 3,6 tonn.
Togarar þeirra Bolvíkinga Heiðrún og Dagrún lönduðu
báðir fyrir jólin, samtals 80 tonnura. Dagrún kom 20.
desember með 50 tonn og var um 30 tonn af aflanum 5
kílóa þorskur. Heiðrún landaði daginn eftir, 30 tonnum
og var svipað uppi á teningnum á peim bæ. Skipin fóru
bæði á veiðar milli hátíða og eru væntanleg til lands á
föstudag.