Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Page 4

Bæjarins besta - 23.03.1994, Page 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 a Vestfj ördum, ...... X • Solgótu 9, 400 ísafjöróur Jt 94-4564 Ritstjóri ® 5222 6* 985-31062 Prentvixmsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtök- Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars er Leiöarinn: m m jr m jtt- jr LjOSIÖI myrkrinu lim þessar mundir hafa stóru fyrirtækin í landinu hvert Af svartnættisumræðunni hefði mátt ætla að útkoman yrði á einn veg. Svo er þó ekki. Glansprcntuðu ársreikningamir sýna svoekki vcrður um Villst. að ekki eru alfir á fiæðiskeri staddir. Flutningarisarnir bera sig að vísu ekki nógu vel a.m.k. ekki í samanburði við ýmis gullár fyrri tíma. Enn eitt árið tapa Flugleiðir á þjónustu sinni við landsbyggðina og óskabám þjóðarinnar hefur áður státað af digurri sjóðtim sem afrakstri ársins. Olíufclögin virðast aftur á móti gera það bara nokkuð gott og ekki verður séð að þati líði neitt að ráði fyrir auramismuninn á bensínlííranum. sem sámkeppnin á markaðntim kallaði yfir þati. oger ekkí anuað að sjá, en að þeitn hafi tékist að öngla sér sem á sér staðt.d. í þeim þúsundum bifreiða, sem árlega eru tneira og minna Og eftir á að hyggja þá segjasl ráðamenn peninga- stofnana bara vera nokkuð ánægðir þrátt fyrir alla crfið- lcikana. sem að þcim steðjuðu á síðastliðnu ári. Margra fyrri ára. hagræðing farin að segja til sín, að lántakendur fram- tíðarinnar megi eiga von á betri tfð með blóm í haga eða rneð öðrum orðum lægri vexti. sern ansi margir eru orðnir langeygðir cliir. En þær era lleiri Ijóslýrurnar í svartnæilinu þessasíðustu ógfverstu tíma. Verðbréfaviðskipti vífðast snöggtum ábata- samari atvinnugrein en t.d. fiskvtrkun og iðnaður hvcrs konar. A.m.k. má ætla svo ef dregin cr ályklun út frá launagreiðslum verðbréfafyrirtækis þar sem meðallaun innan við tíu starfsmanna efú á fjórðu milljón: á ári. (Ræstingakonumar senniléga ekki taldar með). Toppurinn íávöxtun hlutafjár á s.l. úri er þó hjáSR-mjöli hf. Sem kunnugt er áttí rfkissjóður fyrírtækið, en seldi það hljóðalaust fyrir sig. Nýju eigendurnir. sem tóku við 1. fagna góðri aíkomu síðásta árs ríkisrekstrarins og greiða sér út 65 milljón króna arð. (icri aðrir bclurl Það styttist f vorið. Birtan er búin að ná yfirhöndinni. En meðan víð bíðum eftir að þannig ári kann það að vera myrkrinu! s.h. IBÆNUM Einar Hrafnsson, rafeindavirki hjá Póls-rafeindavörum. sjálfs síns herra I POLS-RAFEINDAVÖRUM hf. starfa vel á annan tug manna við skrifstofu- og þjónustustörf af ýmsu tagi, og þar á meðal er fulltrúi Lífsins í bænum að þessu sinni, Einar Hrafns- son, rafeindavirki. „Ég mæti til vinnu kl. átta á morgnana og vinnudeginum lýkur einhvers staðar á milli kl. fimm og sjö. Vinnutíminn er því mjög misjafn og erfitt að stóla á hann. Til dæmis hefur verið talsverð helgarvinna hjá mér uppá síðkastið en að öllu jöfnu starfa ég bara á virkum dögum. Mitt starf, sem rafeinda- virkja, felst í viðgerðum, fram- leiðslu og þjónustu á vörum Póls-rafeindavara og starfið skiptist eiginlega til helminga í verkstæðis- og útivinnu. Ég er annars vegar í frystihúsunum, rækjuverksmiðjum og bátum að setja upp tæki eða að þjónusta kúnnana á annan hátt og hins vegar er ég hérna á verkstæðinu að framleiða vogir eða að gera við tól og tæki,“ sagði Einar en hann hefur starfað með hléum hjá fyrirtækinu frá árinu 1989. - Er alltaf jafn mikið að gera í vogaframleiðslunni hjá ykkur? „Já, og aldrei meira en núna. Það er gjörsamlega allt brjálað að gera í framleiðslunni og þrátt fyrir að við framleiðum ein- ungis eftir pöntunum, þá mætti það allt eins kallast fjöldafram- leiðsla út af fyrir sig. í heildina má segja að þjónstuþáttur fyrir- tækisins sé sífellt að aukast enda eru verkefnin næg, en það merkilega er að það eru engir fastir álagspunktar hjá okkur, heldur koma pantanirnar alltaf í kippum.“ Einar segist í fljótu bragði ekki sjá neina vankanta við starfið og bætir því við að kostimir séu augljósari. „Það erfátt annaðenjákvæðarhliðar á starfinu; ég er mjög frjáls í vinnunni og get stjórnað vinnu- fyrirkomulaginu sjálfur, og það er einmitt þessi sveigjanleiki sem gerir starfið mjög þægilegt á allan hátt. H vað kaupið varðar, þá er það alveg þokkalegt en mikið vill meira!“ ísafjöröur: Póls-rafeindavörur selja minnstu vogir í heimi til Rússlands STARFSMENN Póls-rafeindavara hf. voru í óða önn í fyrradag að pakka niður skipatölvuvogum sem sendar hafa verið áleiðis til Murinansk í Rússlandi. Og næstkomandi föstudag sendir fyrirtækið saltfiskflokkara af stærstu gerð til Noregs. Ragnar Ingólfsson, einn eigenda Póls-rafeinda- vara hf., segir íslenska markaðinn mjög daufann og að eingöngu erlendi markaðurinn haldi starfseminni uppi. Ragnar Ingólfsson sagði jafnframt að skipavogirnar væru þær léttustu og minnstu í heiminum í dag. „Hér er um að ræða tíu rannsóknaskipavogir fyrir rússneskt fyrirtæki í Mur- mansk að nafni Pinro, sem er eins konar „Hafró“ þeirra Rússa. Þetta eru tvær tegundir af sérútbúnum ferðavogum sem ganga fyrir rafhlöðum. Vog- irnar eru fyrirferðarlitlar og sniðnar í þar til gerðar töskur og hver vog um sig vegur samtals 21 kíló með öllum búnaði í töskunni. Önnur teg- undin vigtar allt upp í 1,5 kíló- gramm og alveg niður í 0,1 gramm sem er á við lítinn blað- snepil, og hin tegundin vigtar upp í 20 kflógrömm. Fyrri vogin er ætluð fyrir hluta fisks og hin síðari fyrir fiskinn sjálfan,“ sagði Ragnar en samningur Póls-rafeindavara og Pinro hljóðar upp á fimm og hálfa milljón króna. Álíka vogir frá Marel komu einnig til greina þegar Rússarnir hugðust fjár- festa í tölvuvogum en við reynslunotkun höfðu Póls vog- irnar betur. Ragnar segir kynni fyrir- tækjanna tveggja komin til í gegnum þriðja aðila í Mur- mansk sem Póls-rafeindavörur hafa áður átt viðskipti við. En einnig þakka þeir Póls-menn aukin viðskipti síðasta hálfa árið, sérstöku markaðsátaki sem þeir hófu árið 1992. - Er einhver von um frekari viðskipti á þessum óvenjulega vettvangi? „Já, töluverð. Ég vil ekki nefna nein fyrirtæki á nöfn þar sem samningar eru á mjög við- kvæmu stigi ennþá en það er útlit fyrir tvisvar til þrisvar sinnum umfangsmeiri viðskipti en þessi fljótlega á næstu vikum. Það tekur Rússana oft langan tíma að fjármagna svona dæmi, því að þeir borga allt fyrirfram. Og núna á föstudaginn send- um við frá okkur þriðja salt- fiskflokkarann af fjórum sem við smíðum á sex mánaða tírna- bili. Flokkarinn, sem er með okkar stærri verkefnum hingað til, er fyrir færibandaflokkun og hann tekur allt plássið í smiðjunni okkar.“ - Hafið þið nægan mannskap í vinnu? „Nei, þrátt fyrir að hafa fjölgað starfsmönnum um þriðj- ung frá síðasta ári, vantar okkur enn fleiri stálsmiði því að við höfum núna gert stóran samning við Norðmenn um mikið magn á tölvuvogum og höfum varla undan við smíðarnar." Mikill rekstrarhagn- aður á síðasta ári Aðspurður segir Ragnar að viðskiptin hafi verið dauf á fyrri hluta síðasta árs en síðan náð sér á strik og rúmlega það þegar tók að Iíða á sumarið. „Rekst- urinn seinni hluta síðasta árs gekk vonum framar en við höfum samt ekki enn tekið sarnan neinar tölur um það. Ég get þó nefnt sem dæmi að út- fiutningur jókst um 144% og af stökum mörkuðum skipa Nor- egs-viðskipti fyrirtækisins þar stærstan sess. Annars höfum við líka selt tölvuvogir allt frá Indlandi til vesturstrandar Bandaríkjanna. Líklega höfum gert of lítið af því að auglýsa okkur, hingað til Það tók starfsmenn Póls- rafeindavara aðeins þrjár vikur að smíða tölvuvog- irnar tíu fyrir Rússana. hefur okkar helsti auglýsinga- markaður verið sýningarnar sem við sækjum. Við förum einmitt á stórsýningu í Brussel í næsta mánuði sem við bindum miklar vonir við og svo á aðra sýningu í Noregi í haust. En þetta líta ekki út fyrir að vera tímabundin uppgrip og ég minnist þess ekki að útlitið hafi verið svona bjart áður.“ _/tþ Ragnar Ingólfsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.