Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Side 6

Bæjarins besta - 23.03.1994, Side 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 Anna Margrét Guðjónsdóttir. ferðamálafulltrúi Vestfiarða skrifar: Ferðaþjónusta á norðan- verðum VestQörðum MORGUM finnst etlaust sem verkaskipting, milli þeirra sem vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu, sé óljós. Þetta á einkum við um svæðið á norðanverðum Vestfjörðum. Það er heldur ekki skrýtið þar sem t.d. hér á Isafirði eru starfandi Ferðamálafélag ísafjarðarsýslu, ferðamálanefnd ísafjarðar- kaupstaðar, upplýsingaskrifstofa ferðamála, Ferðamála- samtök Vestfjarða og ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Til að auðvelda fólki að greina á milli starfa þessara aðila vil ég í sem stystu máli gera grein fyrir starfsemi hvers og eins og vona að það megi koma einhverjum að gagni. Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila, þ.e. sveitarstjóma og ferðaþjónustu- aðila, í öllum fjórðungnum. Markmið samtakanna er að styrkja ferðaþjónustu sem at- vinnugrein og fjölga störfum innan hennar. Verkefni sam- takanna eru því nánast alltaf á fjórðungsvísu og má þar t.d. nefna bæklingaútgáfu, menntun starfsfólks, aðstoð við minja- gripaframleiðslu, kynningar- starf, stofnun ferðamálafélaga (sjá síðar) o.fl. Starfsmaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða (undirrituð) hefur aðsetur á Byggðastofnun áísafirði. Hlut- verk ferðamálafulltrúa er að vinna að ofangreindum verk- efnum auk ýmissa annara. Ferðamálafulltrúi er í nánu sam- starfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarstjórnarmenn um alla Vestfirði sem og aðra atvinnu- ráðgjafa innan fjórðungs sem utan. Eitt af verkefnum ferða- málafulltrúa var að stofna (ásamt öðrum) Ferðamálafélag ísafjarðarsýslu og nágrennis. Ferðamálafélag Isafjarðar- sýslu og nágrennis. Félagið var stofnað í mars á sl. ári og er því eins árs um þessar mundir. Ferðamálafélaginu er ætlað að efla ferðaþjónustu á sínu félags- svæði með ýmsum aðgerðum s.s. uppákomum (t.d. Oshiíðar- hlaup), útgáfu þjónustubækl- ings, merkingu gönguleiða, sameiginlegra auglýsinga o.fl. Aðalverkefnið undanfarið ár hefur verið að reka upplýsinga- miðstöð ferðamála á Isafirði. Starfsmaður upplýsingamið- stöðvarinnar og jafnframt for- maður Ferðamálafélags Isa- fjarðarsýslu og nágrennis er Anna Margrét Guðjóns- dóttir. Sigrún H. Sigmundsdóttir sem nýlega fór í barnsburðarleyfi. Við hennar starfi tekur Björg Jónsdóttir. Meginhlutverkupp- lýsingamiðstöðvarinnar er að veita ferðamönnum upplýs- ingar um alla þá þjónustu sem í boði er á þjónustusvæði fél- agsins sem og ferðaþjónustu annarsstaðar í fjórðungnum. Einnig er upplýsingamiðstöð- inni ætlað að veita heima- mönnum upplýsingar um ferða- möguleika innan fjórðungs sem utan enda er þar til mikið safn bæklinga. Þar svarar starfs- maður upplýsingamiðstöðvar- innar fyrirspurnum urn ferða- þjónustu sem berast á svæðinu. Síðasta sumar var upplýsinga- miðstöðin starfrækt í húsnæði Framhaldsskóla Vestfjarða á T orfnesi. I vetur hefur hún verið starfrækt að Hafnarstræti 6 en óvíst er hvar starfsemin verður á sumri komanda. Ferðamálanefnd Isafjarðar er ein ef nefndum bæjarins. I nefndinni eru þrír aðalmenn og þrír til vara, þar af skulu hags- munaaðilar í ferðaþjónustu til- nefna einn og annan til vara. Nefndinni er ætlað að vera bæjarstjórn til ráðuneytis og vinna að framförum að ferða- málum á Isafirði. Af framansögðu má ljóst vera að starfssvið þessara aðila eru afmörkuð enda þótt samstarf þeirrasémikið. Allirstefnaþeir líka að sama marki þ.e. að efla ferðaþjónustu á svæðinu, bæði ferða- og heimamönnum til hagsbóta. Anna Margrét Guðjónsclóttir, ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Svanhildur Þórðardóttir kaupmaður skrífar: Er verulegur verðmugur á föt- um í Reykiavík og á Isafirði? EG HRÖKK við þegar ég las þessa fullyrðingu Önnu Kristínar Ásgeirsdóttur í Morgunblaðinu, föstudaginn 18. mars sl. Þar sem mér er málið skylt sé ég mig til- neydda til að svara þessu. I verslunum mínum Legg og skel og Jóni og Gunnu á ísafirði höfum við kappkostað að vera með sama verð á fatnaði og skóm og í Reykja- vík og stundum hefur það jafnvel verið lægra. Einhverj- um hundrað krónum getur stundum munað á báða vegu en það er eðli frjáisrar verð- lagningar. Ég vil nefna sem dæmi verslanimar Kjallarann, 4 you búðina og Blu de blu á Laugarveginum og Kókó, Hanz og 5. stræti í Kringlunni. sem eru með söntu vörur og Jón og Gunna. Hjartað í Kringiunni og Bangsa á Laugavegi sem versla með margt það sama og Leggur og skel. Fleiri mætti upp telja. Ef Anna Kristín hefur ált við verð í Hagkaupi og Vera Moda (sem hún tekur ekki Svanhildur Þórðardóttir, kaupmaður. fram) byggist það verð á miklum magninnkaupum sem útilokað er að keppa við, enda ekki áhugi fyrir að kaupa allt að 100 stykki af sama hlut. Það er auðvitað ósköp auð- velt að skreppa tii Reykjavíkur f bæjarferð... umrædd grein sem birtist í Morgunblaðinu 18. mars síðastliðinn. 2-3 sinnum á ári og kaupa allt sem fjöiskyldan þarfnast fata- kyns. En það segir sig sjáíft að ef ailir hugsa þannig leggst verslun ogþjónustaaf á hinum smærri stöðum landsins. Vilj- um við sjá Vestfirði án versl- unar? Órökstuddar fullyrðingar, eins og sú sem um er fjallað, gera okkur verslunarreksturinn mun erfiðart og er þó nóg samt á tímum samdráttar. Svanhildur Þórðardóttir. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! - næsta tölublað og bar með síðasta tölublað fyrir páska kemur út nk. þriðjudag. Skilafrestur auglýsingar er á hádegi á mánudag. ísafjöröur: Fjörutíu og fimm daga fangelsi fyrir að skalla Á MIÐVIKUDAG í síðustu viku dæmdi Héraðsdóntur Vestfjarða, 22 ára ísfirðing í 45 daga varðhald fyrir að hafa ráðist með ofheldi á aðalvarðstjóra lögreglunnar á ísafirði og skallað hann í andlitið er lögreglumaðurinn hugöist færa ákærða í fangageymslur lögreglunnar á ísafirði, aðfararnótt laugardagsins 27. nóvember 1993. Fyrir dórni óskaði ákærði ekki eftir skipun verjanda. Hann kvað ákæruna rétta og viðurkenndi að hafa skallað lögreglumanninn í andlitið umrædda nótt. Ákærði gaf þá skýringu á háttsemi sinni, að hann hafi orðið reiður er lög- reglumaðurinn var að ræða við sig inni áiögreglustöðinni og liinir og þessir lögreglu- menn kornið tnn (yfirheyrslu- herbergið og ýjað að því að ákærði væri sífellt til vand- ræða í bænum. Ákærði sagði suma lögregtumenn á ísafirði vera kunna að því að vera oft með stæla og hann staðfestt einnig fyrir dónii að hafa beðið umræddan lögreglu- mann afsökunar á hátterni sínu. daginti eftir að honum var birt ákæra í málinu. Hann sagðist þó lengi hafa skamm- ast sín fyrir verknaðinn og viti að það senr hann gerði var rangt. I dómi Héraösdóms Vest- fjarða segir m.a.: „Með af- dráttarlausri játningu ákærða við rannsókn og meðferð málsins, sem er í samræmi : við önnur gtign, þykir ofan- greind háttsemi hans sönnuð og er hún rétt færð til refsi- ákvæða í ákæruskjali. Sam- kvæmt kæruskrá lögregl- unnar á ísafirði hefur ákærði fráárinu 1989sætt lókærum fyrir ætluð umferðarlagabrot, ölvunaróspektir. spjöll á lög- reglubifreiðutn. tálmanir í starfi lögreglu. líkamsárásir og fleira.” Síðar f dómi Héraðsdóms segir: ..Við ákvörðun refs- ingar í máli þessu ber að líta til þess, að ákærði er nú öðru sinni sakfeiidurfyrirofbeldis- brot gagnvart opinberum starfsmönnum við rækslu skyldustarfa. Hann hefur engar haldbærar skýrittgar gefið á framferði sínu og til- efnislausri árás á lögreglu- þjóninn, sem teljast vcrður gróf, þótt alvarlegir áverkar hafi ekki hlotist af. Gefur aldurákærða, hegðun undan- farin misseri og framferði hanseftir verknaðinn ekki til- efni til að líta brot hans mildari augum. Að þessu öllu virtu þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsingu í mál- inu, sem þykir hæfilega ákveðin varðhald í 45 daga.” Ákærði var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Ákærði áskildisériögmæltan frest til ákvörðunar um áfrýj- undómsinstii Hæstaréttar ís- lands. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson. héraðs- dómari. ísafjöröur: -slf. Tíu daga skíöa- vikuútvarp NÆSTKOMANDI föstudag, 25. mars, hefjast út- sendingar á ísfirskri útvarpsstöð sem kennd er við Skíðaviku’94. Útvarpsstöðinni, sem gefið hefur verið nafnið Skíöaviku-Stjarnan, er einn af dagskrárliðum skíðavikunnarogeraðalmarkmiðstöðvarinnarað kynna og fylgjast með öllum þeint atriðum sem verða á skíða- vikudögum. Útsendingar hefjast kl. 13 á föstudaginn og eftir það verður samfelld dagskrá frá morgni til kvölds. Fréttatímar verða á klukkutíma fresti alla útsendingardaganaen megin- hluti dagskrárinnar verður helgaður tónlist, léttu spjalli, getraunum sem og beinum útsendingum frá Seljalands- dal. Þá mun páskadagskrá Svæðisútvarps Vestfjarða hljóma um útsendingartíðni Skíðaviku-Stjörnunnar sem er FM 102,2. Útvarpsstjóri stöðvarinnar verður Gunnar Atli Jónsson og símanúmer stöðvarinnar verður 5241 Gunnar Atli Jónsson úrvarpsstjóri Skíðaviku- Stjörnunnar

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.