Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 12
Fljúgiö meö elsta starfandi áætlunar- flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIRf ÍSAFJARÐARFLUGVELU © 4200 • □ 4688 Á ÍSAFIRÐI SÍM!5267 BILALEIGAN Þar sem bílarnir skipta um eigendur SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448 ísafjöröur: Bifreiðin var tekin upp úr ísaljarðarhöfn á sunnudag. þannig. Afturendi bílsins stóð enn upp úr sjónum og við stukkum því út í sjóinn, syntum að bryggjunni og klifruðum upp keðjudekkin. Þegar þangað var komið gengum við af stað upp í bæ og fengum far hjá vegfar- anda sem ók okkur á lögreglu- stöðina, þar sem við fengum að fara í heita sturtu og jafna okkur. Það var einh ver heppnis- eða verndarengill yfir okkur þarna. Við félagarnir vorum mjög samtaka og ég held að það eigi stærstan þáttinn í því hversu vel okkur gekk að bjarga okk- ur,” sagði Torfi í samtali við blaðið. Torfi vildi koma á framfæri þökkum til vakthafandi lög- reglumanna fyrir góðar mót- tökur og sérstakar þakkir vildi hann færa Kristjáni Rafni Guð- mundssyni, ökukennara, fyrir kennsluna og leiðbeiningarnar í atvikum sem þessum. „Hann sagði mér í ökunáminu fyrir fáum dögum hvemig bregðast ætti við í svona atvikum og kenndi mér rétt viðbrögð. Ég var með hans heilræði á heil- anum á meðan á þessu stóð og þess vegna er ég hérna núna,” sagði Torfi. Bifreiðin sem er af Renault gerð ertalin ónýt. Hún vartekin af hafsbotni daginn eftir. -s/hþ. Það var einhver eða verndarengill yfir okkur - segir Torfi Jóhannsson, annar tveggja 17 ára pilta sem urðu fyrir því ohgppi að missa bifreið sem peir voru á út í ísilagða Isafjarðarhöfn, aðfararnótt sunnudags KLUKKAN 01.20 aðfararnótt síðastliðins sunnudags komu tveir 17 ára piltar á lögreglustöðina á Isafirði og tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir því óhappi að aka bifreið sem þeir voru á, í sjóinn við Asgeirskant við Isafjarðarhöfn. Piltarnir voru blautir og hraktir og voru þeir því drifnir í sturtu og þurr föt á lögreglustöðinni á meðan aðstandendur voru látnir vita af ferðum þeirra. Piltunum varð ekki meint af volkinu og þykir það mikið afrek hjá þeim að komast upp á bryggjuna en um 10 stiga frost var þegar óhappið átti sér stað og sjórinn ísilagður. Engin vitni urðu að óhappinu en svo virðist sem að öku- maðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleið- ingum að hún lenti á landfesta- polla og hvolfdist þaðan fram af 4-5 metra háum bryggju- kantinum og hafnaði á hvolfi í sjónum. Ökumaður bifreiðar- innar Torfi Jóhannsson, hafði haft ökuleyfi sitt í rúman mánuð er óhappið varð. „Öfugt við það sem flestir halda, þá var ég ekki með neinn Eins og sjá má á myndinni skemmdist bifreiðin nokkuð að utan við að lenda á pollanum en hún er talin ónýt eftir sjóferðina. Torfi Jóhannsson. fíflaskap eða neitt þvíumlíkt. Það hafa margir spurt mig hvort ég hafi verið að taka hand- bremsusnúning, en svo var ekki. Ef ég hefði verið að því, þá væri þetta allt skiljanlegt. Eg var bara á rúntinum þama og þegar ég ætlaði að bremsa bílinn niður, hélt hann áfram að renna og ég fann að ég réði ekkert við hann. Hann rann til hliðar, hafnaði á pollanum og kútveltist fram af kantinum og lenti á toppnum í sjónum. Þetta var náttúrulega sjokk í byrjun en annars var ég furðu rólegur. Við vorum tveir í bílnum. Við fórum í aftursætið, spörkuðum upp hliðarhurðinni og rétt náðum að opna hana Flateyri: Óshlföarvegur: Persónubundin kosning í vor? SJALFSTÆÐISMENN á Flateyri ákváðu á fundisínum fyrir stuttu að kanna áhuga annarra flokka og lista á sameiginlegum lista til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Að sögn Eiríks Finns Greipssonar, oddvita á Flateyri hefur verið huldinn einn fundur um þetta mál og voru undir- tektir frekar jákvæðar. Endanleg ákvörðun um fram- haldið verður tekin á fundi sem halda á um næstu helgi. „Það verður vonandi gengið frá þessum inálunt í þessari viku. Það er fyrirhugað að hittast í lok vikunnar til þess að ganga endanlega frá því hvort listarnir sem nú eiga fulltrúa í hreppsnefndinni og pólitísk félög hér á staðnum vilji ganga þá leið að gánga lil kosninga með það fy rir augum að um óhlutbundna kosningu verði að ræða þ.e.a.s. persónu- bundna kosningu. Undirtektirnar á þeim eina fundi sem haldin hefur verið eru í þá átt að mér finnst það trúlegt að það verði sam- þykkt," sagði Eiríkur Finnur. -5. Harður árekstur AREKSTUR varð milli tveggja bíla Isafjarðarmegin við Krossinn á Oshlíðinni um sex leytið síðastliðinn föstudag, er ökumaður bíls á leið til Bolungarvíkur missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bíll úr gagnstæðri átt hafnaði á bílnum sem stóð þversum á götunni. Engin slys urðu á fólki en bíllinn erolli óhappinuertalinn alveg ónýtur og hinn er mikið skemmdur. Báðir bílarnir eru nýlegir og af Toyota gerð. Að sögn lögreglunnar var öku- maður bílsins á leið til Bol- ungarvíkur ung stúlka, og missti hún stjórn á bílnum í djúpum hjólförum og rann til hliðar áfram eftir veginum og endaði á öfugum vegarhelmingi. I því augnabliki kom annar bíll aðvífandi, nreðhjón innanborðs sem jafnframt eru skyld stúlk- unni, og komst ökumaðurinn ekki hjá því að aka á bílinn sem fyrir var á götunni, og þaðan á ljósastaur. Að sögn lögregl- unnar var það mikið mildi að bíll hjónanna skildi hafna á ljósastaumum því annars hefði hann líkast til haldið áfram út í sjó. -hþ. OHAÐ FRÉTTABLAÐ r A VESTFJÖRÐUM ísafjörður: Afengi stolið Á FIMMTUDAG í síð- ustu fékk lögreglan á ísa- firði tilkynningu um að brotist hefði verið inn í mannlausa íbúð í Holta- hverfi og þaðan stolið áfengi. íbúar hússins höfðu brugð- ið sér frá í smátíma og á meðan fór sá eða þeir sem þama voru að verki inn og létu hendur um greipar sópa. Ekki var um mikið magn af áfengi að ræða. Ekki hefur neinn verið handtekinn vegna þessa máls en grunur beinist að ákveðnum aðilum og er það mál í rannsókn. ísafjöröur: Fjöldi upplysist - töluvert magn af þýfi komið í leitirnar SÍÐDEGIS á fimmtudag í síðustu viku komst lög- reglan á ísafirði á slóð inn- brotsþjófa sem síðar leiddi til handtöku þeirra, hús- leita og yfirhevrslna. Við rannsókn málsins upp- lýstust nokkur innbrot seirt þjófamir, seni voru þrír ungir menn. höfðu frantið. Meðal annars var lagt hald á talsvert magn af þýfi sem nú er í vörslu lögreglunnar. Hér er m.a. um að ræða verkfæri og biður lögreglan alla þá sern sakna einhverra hluta sem talið er að stolið hafi verið. að hafa samband hið fyrsta. Nokkrir fyrirtækjaeigend- ur hafa fundið hiuta af sínum eigum í góssinu en enn er nóg el'tir sem ekki hefur tekist að koma til skila til réttra aðila. RITSTJORN 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT ® 457C

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.