Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 1
KmmGARBLAÐ
Lítið Guðs hús
Frændur vorir, Danir, leysa vandamál nýbyggðar með því að
lána þangað svokallaðar „vandrekirker", eða farandkirkjur,
þar til söfnuðirnirhafa eignast eigin kirkjur. Hér ert.d. verið að
flytja hluta farandkirkju, sem staðsett var í Kokkedal, og erför-
inni heitið til Gullestrup í Herning-héraði. í baksýn sést nýja
kirkjan í Kokkedal, sem var vígð í janúar sl.
Sjá nánar frásögn á bls. 7
Samstarf er nauðsynlegt
Kirkja, sem starfar i landi, þar sem
íbúarnir eru læsir, þarf málgagn. Hún
þarf prentað mál til að koma boðskap
sínum á framfæri.
Þetta hafa menn sannarlega vitað
á íslandi enda var Guðbrandur bisk-
up fljótur til á sinni tíð. Síðan hefur
verið gefin út fjöldi bóka og blaða „til
að fremja Guðsríki" en síðustu ára-
tugina þó hlutfallslega minna en
áður, þegar þjóðin var fátækari.
Kirkjuritið, sem er meðal eldri tíma-
rita íslenskra, nær fimmtugu, hefur
lengi látið að sér kveða, en aðeins
ársfjórðungslega.
Oft hefur verið um það rætt hversu
ákjósanlegt það væri að kirkjan eign-
aðist málgagn við hlið Kirkjuritsins
(sem reyndar er gefið út af Presta-
félaginu). Kæmi það málgagn oftar
út, þannig að það og Kirkjuritið bættu
hvort annað upp varðandi efnistök
og efnisval. Hefur oft verið vitnað til
Kirkjublaðsins, sem út kom um skeið
undir forystu núverandi biskups.
Eitt meginverkefna
Kirkjuráð fékk Útgáfunni Skálholti
nokkur meginverkefni, er hún var
stofnuð. Eitt þeirra var útgáfa
málgagns.
Víst er það mikil bjartsýni að hefja
blaðaútgáfu á tímum þegar blöð berj-
ast í bökkum og blaðadauði ógnar
víða. Því hafa verið gerðar allmiklar
kannanir á vegum Skálholts, hversu
farsællegast megi standa að slíkri út-
gáfu, hvers konar blað sé mest þörf
fyrir og hvers konar efnisval.
Áformað er að halda úr hlaði í
haust ef allt verður með felldu. Því
hefur þú í höndum tilraunaeintak,
kynningarblað, sem gefur þér hug-
mynd um, form og innihald þess
málgagns sem brátt hefur göngu
sína. Að sjálfsögðu er óskað eftir að
fá viðbrögð frá sem flestum, til að
tryggja að farin verði rétt leið.
Það sem Skálholt hefur í huga er að
gefa út mánaðarblað, væntanlega
hálfsmánaðarblað með tíð og tíma,
sem ekki síst ætti það hlutverk að
flytja safnaðarfólki freítir, uppbyggi-
legar og athyglisverðar hugleiðingar
og börnum yrði ekki gleymt.
Á baksíðu yrðu erlendar fréttir, en
einstakir söfnuðir gætu einnig látið
prenta þar þeirra í stað upplýsingar
og fréttaefni fyrir sig, þannig að blað-
ið þjónaði líka hlutverki safnaðar-
blaðs. Ýmsir prestar sem rætt hefur
verið við, telja að slíkt fyrirkomulag
gerði þeim fært að halda úti safnaðar-
blaði.
Samstarf við söfnuðina
Skálholt telur að þetta sé affarasæl-
asta aðferðin og mun leita eftir því
við söfnuðina, að þeir verði sam-
starfaaðilar um útgáfuna, annað
hvort með því að kaupa og dreifa
ákveðnum eintakafjölda til safnað-
arfólksins, ókeypis eða afla áskrif-
enda.
Einn sóknarprestur gat þess að
hann gæti notað blaðið til að auglýsa
messur sínar og kostað til þess fé
sem ella færi í útvarpsauglýsingar.
Annar sagði að hann hefði varla að-
stæður til þess að nýta baksíðuna
fyrir fréttabréf safnaðarins, en hon-
um þætti vænt um að geta afhent
starfsmönnum safnaðarins slíkt
blað. Hefði það t.d. efni við hæfi
ungra foreldra, mætti tengja það
skírnarfræðslunni.
Hugmyndir eru margar og vissu-
lega óskar Skálholt að heyra þær sem
flestar. Þessu kynningarblaði er að-
eins dreift á prestastefnunni á Hól-
um og í þeim tilgangi að leita eftir
skoðunum og hugmyndum presta
landsins í þessu mikilvæga máli.