Víðförli - 15.07.1982, Side 5

Víðförli - 15.07.1982, Side 5
,, Undarlegt að vita af eðl- unum inni í íbúðinni“ — segja hjónin sem dvelja í Suður-Súdan á vegiun Mjálparstofnunar kirkjunnar Hjónin Samúel Jón Ólaísson og Ingibjörg Júlíusdóttir með son sinn Samúel Jón. „Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu kynm. Þó er svolítið undarlegt að vita af eðlunum hér inni í íbúðinni. En þær virðast smjúga alls staðar inn og eru gestir í flestum húsum hér.“ Þannig lýsa þau Samúel Ólafsson viðskiptafræðingur og Ingibjörg Júl- íusdóttir hjúkrunarfræðingur fyrstu kynnum sínum af því fjarlæga landi Súdan, í bréfi til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þau hjónin héldu sem kunnugt er utan ásamt fjórum börn- um sínum í byrjun maí og starfa nú að þróunarverkefni í Suður-Súdan, á vegum Hjálparstofnunar. En við skulum fá að fylgja þeim eftir á ferðalaginu til Súdan: „Flugið frá Nairobi til Juba og Torit var stór- kostlegt og sá vítt og breitt um allar jarðir. Alskýjað var yfir Nairobi, en létti fljótlega til svo Kenya og Uganda breiddu úr sér fyrir neðan - og síðan Súdan. Maður gerir sér bet- ur grein fyrir vegalengdum hér eftir þessa ferð." Og síðan segir hann: „Hitinnhefur vanist bærilega og eðlur og skordýr eru orðin hluti af tilverunni, óhjá- kvæmilgur og nánast eðlilegur. Héi ^r stöðugt reynt að gera okkur dölina sem besta. Við förum í heim- boð og tökum þátt í félagslífinu. Sl. föstudag fórum við á andakt hjá Jan Otto Kvalheim og var fjölmennt þar. Þá fórum við til messu í Borevajak- þorpi hér í næsta nágrenni. Við sát- um þar í „tukul" í nærri tvo tíma og hlýddum á messuna, flutta bæði á ensku og Suður-Súdan-arabísku. Var það kristnihald allt frábrugðið því sem gerist undir jökli; „tukulið opið til allra átta og kirkjugestir sumir að rjátla ýmist innan kirkju eða utan . . . Innfæddir eru upp til hópa vin- gjarnlegir og nota hvert tækifæri til að eiga orðastað við okkur." Samúel hefur meðal annars heim- sótt svæði það sem flóttamenn frá Uganda byggja: „Þeir eru nú um 60.000," skrifarhann, „og bendir allt til þess að þeir séu sestir að til fram- búðar. Fólk þetta er yfirleitt vel menntað og vinnusamt og hefur þeg- ar hafist handa um ræktun og hús- byggingar. Telja kunnugir að þetta fólk verði innan skamms með því best setta hér í Suður-Súdan. Þó eru blikur á lofti og hætta á vandræðum ef heldur áfram að fjölga svo sem ver- ið hefur ..." Punktar Fyrir nokkru voru haldnar svo- kallaðar námsstefnur um áfengismál. Að þeim stóðu Hjálp- arstofnun kirkjunnar, SÁÁ, Áfengisvarnarráð og Hazeiden- hópurinn. Hingað til lands var fenginn séra Melvin Schroeder, sem er ráðgjafi á meðferðardeild fyrir aðstandendur drykkju- sjúkra á Hazeldenstofnuninni í Bandaríkjunum. Þessar náms- stefnur voru einkum ætlaðar prestum, félagsráðgjöfum, sál- fræðingum, læknum og öðrum þeim, sem áhuga hafa eða starfa við áfengisvarnir. Námsstefn- urnar voru vel sóttar og þóttu takast vel í alla sta$i. Auk þess hélt sr. Melvin Schroeder opna almenna fyrirlestra um áfengis- mál, bæði í Reykjavík og í Vest- mannaeyjum. Mjög margir sóttu þessa fyrilestra og margir lögðu spurningar fyrir fyrirlesarann. Á ári fatlaðra 1981 ákváðu Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Lions- hreyfingin að standa að söfnun fyrir fatlaða. í byrjun apríl hófust viðræðufundir við fulltrúa Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra um það á hvern hátt best væri að mæta þeirra þörfum. Niðurstað- an varð sú, að safnað skyldi fé til stofnunar Styrktarsjóðs Sjálfs- bjargar. Reglugerð um sjóð þennan var sett og kemur fram í henni tilgangur sjóðsins. Árang- ur söfnunarinnar varð mjög góður, ekki síst ef tekið er tillittil þess, hve skamman tíma hún stóð, þ.e. eina helgi. Alls söfnuð- ust 400.000 krónur. • Á árinu hefur verið unnið að upp- byggingu myndefnis fyrir Hjálp- arstofnun af ýmsu tagi. Nokkr- um erfiðleikum er bundið að kaupa hingað nýjar kvikmyndir. Það er of dýrt fyrirtæki. Af þeim sökum höfum við reynt að semja við systurstofnanirnar á Norður- löndum um lán á myndum, sem við síðan fáum að setja á myndbönd. Nokkur árangur hef- ur náðst í þessu hér á árinu og koma video-tæki stofnunarinnar að góðum notum. Á þennan hátt haf a 4 kvikmyndir bæst í saf nið á árinu. 3 slide-myndaseríur hafa verið gerðar á árinu. Fjalla þær um Kamputseu, þróunarverkefnið í S.-Súdan og hjálparstarfið í Pól- iandi. Á næstu vikum er áætlað að gefa út upplýsingablað, sem kynnir fræðsluefnið, sem til er hjá stofnuninni.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.