Bæjarins besta - 31.07.1996, Qupperneq 4
XJtgefandi:
H-prent lif. Sólgötu 9,
400 ísafjörður
s 456 4560 U 456 4564
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Pálína Björnsdóttir
Bæjarins besta er aðili að samtök-
um bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Netfang: hprent@snerpa.is
Er ekki kominn
tími til að spyrna ;
við fótum?
Undanfarna daga hafa desíbelin í lofsöngnum um [
útisamkomur verslunarmannahelgarinnar farið stig- •
hœkkandi, Það leynir sér ekki að kapphlaupið um hylli •
unga fólksins, sem tileinkað hefur sér þessa helgi til *
skemmtana, fer harðnandi.
Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að fjöldi *
fólks nýti sér umrœdda helgi til ferðalaga og hollrar útivistar, '
þá verður ekki horft framhjá því að sumar hverjar þeirra [
„hátíða" sem í boði hafa verið þessa helgi, hefðu betur «
aldrei farið fram.
Þegar svo er komið að áhyggjur foreldra út af veru '
unglinga á „skemmtisamkomum" um verslunarmanna- ,
helgina fara vaxandi ár frá ári er eitthvað meira en lítið að. -
Þegar svo er komið að fyrir hverja verslunarmannahelgi *
snýst umrœðan um aukið eftirlit á fyrirhuguðum samkomum, ]
þá hljóta spurningar að vakna um réttmœti þeirra. Þegar .
svo er komið að ár eftir ár verða unglingar fyrir líkamlegu *
ofbeldi á þessum svokölluðum skemmtunum, ofbeldi sem ’
fylgir þeim líkt og skugginn allt þeirra líf, martröð sem aldrei .
tekur enda, er kominn tími til að spyrna við fótum. Og þótt *
fyrr hefði verið.
Vaxandi amfetamínsneysla veldur þungum áhyggjum, 1
Sprautufíklum hefur fjölgað geigvœnlega frá því í fyrra, .
Það er enginn óhultur. Það veit enginn hvar nœst verður *
barið að dyrum. Það er ekki spurt um stétt né stöðu. *
Vandamálið er, hversu auðvelt er að nálgast eiturlyfin. Því .
miður virðastsölumenn dauðansoft hafa átt nokkuð greiðan *
aðgang að ýmsum þeirra útihátíða, sem boðið hefur verið *
uppá um verslunarmannahelgina. Markmið þessara
glœpamanna er að nœla sér stöðugt í nýja viðskiptavini. •
Koma þeim á bragðið. Óharðnaðir unglingar eru auðveld *
fórnarlömb. Umhverfi, aðstœður og félagsskapur getur ^
ráðið úrslitum.
Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins. Fólk *
þýtur út og suður. Vegir liggja til allra átta, á útisamkomur '
og upp um fjöll og firnindi.
Vegakerfið hefur tekið stakkaskiptum síðustu árin. Engu •
að síður er þessi mikla umferð því ofvaxin. Þegar allir eru á *
síðustu stundu og enginn vill koma of seint á áfangastað, |
vill brenna við að lög og reglur um hámarkshraða falli í.
gleymsku. Harmleikirnir sem orðið hafa undir þessum •
kringumstœðum eru alltof margir, Mínúturnar sem vinnast *
við of hraðan akstur eru ekki áhœttunnar virði. Þegar ,
skaðinn er skeður verður blaðinu ekki snúið við.
Flýtum okkur hœgt. Ökum heilum vagni heim.
BB hvetur alla sem hyggjast leggja land undir fót um i
verslunarmannahelgina til varfœrni í umferðinni og biður •
öllum fararheilla og góðrar heimkomu,
s.h. *
Hluti starfsmanna ís/andsf/ugs hf., fyrir framan ATR-f/ugvé/ fé/agsins við komuna til ísafjarðar á
iaugardagskvöid.
Sumarferð starfsmanna íslandsflugs
Sjötíu og fimm manns, starfsmenn íslandsflugs hf.,
og makar fóru í sína árlegu sumarferð til ísafjarðar á
laugardag. Að sögn Úlfars Ágústssonar, umboðs-
manns íslandsflugs á ísafirði, hafastarfsmennirnirvalið
sér eitt laugardagskvöld á hverju sumri til ferðarinnar
og hefur áfangastaðurinn verið valinn eftir því hvað
veðrið hefur verið best. Á síðasta ári fóru starfs-
mennirnir í Þórsmörk en áður höfðu þeir m.a. verið á
Bíldudal og á Siglufirði svo dæmi séu tekin.
Hópurinn kom með tveimur af vélum félagsins á
laugardagskvöld og hélt þegar í mikla grillveislu sem
haldin var í garði umboðsmannsins á ísafirði. Frá
grillveislunni hélt hópurinn á bryggjuball sem haldið var
við Sundahöfn í tengslum við Ísafjarðarhátíð sem og á
aðra dansleiki í bænum. Lauk ferðinni að dansleik
loknum með því að flogið var á ný til Reykjavíkur í
nætursóiinni.
„Fyrri hóþurinn kom kl. 20.30 með ATR-flugvél
félagsins og sá síðari með Dornier-vél félagsins. Áhöfn
ATR-vélarinnar fór síðan aftur og sótti flóttafólkið til
Keflavíkur og kom síðan aftur til að sækja ánægt
starfsfólkið,” sagði Úlfar í samtali við blaðið.
Það var kjötiðnaðarmeistarinn Jónas Þór sem sá
um að griiia ofan í starfsfóikið.
Grillveisla og bryaflju-
ball í blíðvi^^^H
Ánægðir starfsmenn ísiandsfiugs í griiiveisiunni áður en haidið var á vit skemmtanaiífsins á ísafirði.
4
MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1996