Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 11
msi *UOTT HYGUR SKISAGAN •- ,é ■^gSKr^sSý- ?j{h j fjj{ }\f j-jÁmúm'jwuj'A, fiminnJLUj'hJi ou fimu ímm um Óskar Hallúórsson með 45 tonn Skafti landaði á ísafirði 23. júlí 120 tonnum af blönduðum afla. Rannsóknaskipið Ámi Friðriksson landaði 25. júlí 6 tonnum af rækju, og svo aftur 27. júlí 4 tonnum af fiski. Oskar Halldórsson landaði 22. júlí 40 tonnum af rækju og aftur 26. júlí 45 tonnum af rækju. Páll Pálsson landaði síðan 85 tonnum af blönduðum afla 27. júlí. Tvetr úanskir toðnubátar { síðustu viku lönduðu í Bolungarvík 30 færabátar 83.8 tonnum í 76 róðrum. Þar var Fannar SK aflamestur með 6.5 tonn í 3 róðrum. Fjórir dragnótabátar lönduðu 29.2 tonnum í 9 róðrum. Guðný var aflamest með 8.9 tonn í 2 róðmm. Einn línubátur, Völusteinn, landaði 5 torinum í 4 róðmm. Þrír loðnubátar, þar af tveir danskir, Strpmfjord og Strpmegg, lönduðu 743 tonnum og 827 tonnum 23. júlí, og Höfrungur landaði°28. júlí 818 tonnum. Tveir úthafsrækjubátar lönduðu 70 tonnum í 3 löndunum. Emma landaði 50 tonnum í 2 róðrum 24. og 28. júlí. Síðan landaði Stakkur 20 tonnum 25. júlí. Bessl væntantegur umJóttn Ekkert var landað í Súðavík í síðustu viku. Bessi hefur verið að fiska um 6-7 tonn á dag af lélegri rækju eða iðnaðarrækju. Hann mun landa í St.John's, Kanada um miðjan ágúst en ekki er búist við honum hingað til lands fyrr en um jólin. Fjórir af fimm læknum HSÍ hætta störfum á morgun Einn læknir veróurstarfandi við Heilsugæslustöðina á ísafirði frá og með morgundeginum 1. ágúst, takist samningar ekki á milli heilsugæslulækna í landinu og ríkisvaldsins fyrír míðnætti í kvöld. Fimm heilsugæslulæknar eru starfandi við Heilsugæslustöðina á ísafirði og munu fjórir þeirra láta af störfum við stofnunina, hafi samningar ekki náðst. Einn heilsugæslulæknanna, Friðný Jóhannesdóttir, sagði ekki upp störfum og mun því afleysingalæknir hennar, Jón Tómasson sjá um vaktir Friðnýjar, en hún er sjálf í sumarleyfi um þessar mundir. Læknarnir fjórir sem sagt hafa upp störfum munu áfram sinna bráðatilfellum auk þess sem þeir munu sinna störfum sínum við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. „Það verður einn læknir að störfum við stofnunina í stað fimm, ef samningar nást ekki fyrir 1. ágúst. Það segir sig sjálft að þjónustan skerðist til muna þegar fjórir af fimm læknum stofnunarinnar láta af störfum, en víð munum reyna að sinna allri heilsugæslu eftir bestu getu. Einhver bið getur orðið á að fólk fái tíma hjá lækni, en öll bráðaþjónusta verður veitt," sagði Sigrún C. Halldórsdóttir, staðgengill Guðjóns Brjánssonar, framkvæmdastjóra Heilsu- gæslustöðvarinnar á ísafirði í samtali við blaðíð. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti ÍSAFJÖRÐUR: Fjardarstræti 13: Neðri hæð ásamt íbúðarherbergi í kjallara og bílskúr. Verð 6.100.000,- Hagstæð greiðslukjör. Mjallargata 6: Norðurendi 2x40m24 herbergjaásamttvöföldum bílskúr. Laus. Verð: 3.800.000,- Mánagata 6: Efri hæð 155m2 5-6 herbergja. Laus fljótlega. Urdarvegur 60: Glæsilegt raðhús, alls rúmlega 200m2, ásamt bílskúr. Skipti á minni eign á eyrinni koma til greina. Silfurgata I 1: 3ja herbergja íbúð á I. hæð. Verð: 4.000.000,- Stakkanes 6: Rúmlega 140m2 raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Strandgata7: Nýuppgerttvílyfteinbýlishúsúrtimbri.Verð: 7.500.000,- Sunnuholt I: Eitt glæsilegasta einbýlishúsið í bænum. 277m2 ásamt 40m2 bílskúr. Dalbraut 10: I 15m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Skipti áíbúð í Hafnarfirði komatil greina. Verð: 7.800.000,- Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Urðarvegur 60: Glæsilegt raðhús ósamt bílskúr. Fjarðarstræti 13: Neðri hæð. Verð 6.100.000,- BOLUNGARVÍKi Dísarland 8: Tvílyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr, samtals 290m2. Mög gott útsýni. Hafnargata 46: Tæplega 120m2 íbúð á efri hæð ásamt innbyggðum bílskúr á neðri hæð. Laus. Verð: 1.000.000,- Miðstræti 6: Gamalt einbýlishús úr timbri. Selst ódýrt. Hlíðarstræti 7: I I0m2 einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Verð: 7.200.000,- Holtagata 9: Lítið og snyrtilegt einbýlishús úr timbri. Húsið er laust. Verð: 3.800.000,- Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7.200.000,- Ljósaland 6: 2x 126m2 einbýlishús. Hagstæð lán. Verð: 7.500.000,- Skólastígur 20: 140m2 á 2. hæð í parhúsi. Verð: 1.600.000,- Stigahlíð 2: 54m2 2ja herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 2.200.000,- Stigahlíð 2: 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Yfirtaka veðskulda. Verð: 3.000.000,- Ný uppgerð. Stigahlíð 2: 3ja herbergja íbúð á 3 hæð. Verð 2.300.000,- Stigahlíð 2: 2ja herbergja íbúð á jarðhæð. Laus. Verð: 1.800.000 Stigahlíð 4: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Er í mjög góðu ástandi. Verð: 3.000.000,- Völusteinstræti 4: 2x 126m2 einbýlishús. Skipti á minni eign koma til greina. Verð: 9.500.000,- Stigahlíð 4: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Nýuppgerð. Holtabrún 6: 230m2 einbýlishús átveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Verð: 10.000.000. TÁLKNAFJÖRÐUR: Móatún 6: 160m2 einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er laust. Tilboð óskast. Kleinur Kökur Rúgbrauð Veðurhorfur næstu daga Horfur á fimmtudag: Hæg breytileg átt og skúrir víða um land. Hiti 8-12 stig. Horfur á föstudag: Suðaustan gola eða kaldi og rigning en suðvestlægari og úrkomulítið sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 9-15 stig. Horfur á laugardag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 10-15 stig. Á sunnudag og mánudag lítur út fyrir austlæga átt og rigningu um mest allt land. Einbýlishús-makaskipti Ertu aö flytja suöur? Áttu einbýlishús eða raðhús á ísafirði á verðbilinu 10-12 milljónir króna? Þá hef ég á mínum snærum raðhús í Reykjavík. Arnar Geir Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 456 4144 HP-Hárstofan Bolungarvík GuðrúnM. KarlsdóttirverðuráHárstofunni fráog með7. ágústtil 16. ágúst. Opið verður kl. 10:00-18:00 (opið í hádeginu). Helgaferífrí6.-19.ágústog Jóhannafrá8. ágúst til 10. september. Tímapantanir í síma 456 7599. - kveöja, Helga og Jóhanna. Góó rækjuveiói Góó veiði hefur verið aó undanförnu á úthafsrækju, að sögn Pálma Stefánssonar út- gerðarstjóra hjá Básafell hf. Óskar Halldórsson landaði 40 tonnum af rækju síðastliðinn mánudag og 45 tonnum fjórum dögum síðar, eða á föstudag. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur verið við rann- sóknir á úthafsrækju að undan- förnu og að sögn Stefáns Brynjólfssonar, leiðangursstjóra, þá hafa þessar rannsóknir gengið mjög vel. „Það hefur viðrað sérlega vel á þessi tvö skip sem hafa tekið þátt í henní, þ.e. Árna Friðriksson og Dröfn. Það er voðalega lítið hægt aó segja um niðurstöður þessara rannsókna fyrr en við erum búin að taka þær saman. Þetta eru um 200 stöðvar sem eru teknar bæði fyrir austan og norðan landið og við höfum ekki tekið nema liðlega einn fjórða af því. Rannsókninni lýkur um miðjan ágúst og fljótlega eftir það verður farið að vinna úr upplýsingunum," sagði Stefán. Átak í umhverfismálum Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar er búin að skipa þriggja manna nefnd vegna átaks í umhverfismálum. í nefndinni sitja Kolbrún Halldórsdóttir, Kristinn J. Jónsson og Sæmundur K. Þorvaldsson. Samþykkt var að veita rúmum 500,000 krónum í þetta átak. Að sögn Kolbrúnar Halldórsdóttur, formanns nefndarinnar, mun nefndin ekki hefja störf fyrr en í næstu viku. „Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og hvetja það til þess að huga að því, jafnt einstaklinga, fyrirtæki og hið opinbera. Líklegt er aó þetta verði meó svipuðu sniði og gert hefur verió áður, þ.e. að fólk hreinsi hjá sér og bærinn komí síðan á móts við íbúana og hreínsi upp, en annars er þetta óákveóið" sagði Kolbrún. 27 milljónir í malbikun gatna 27 milljónum króna verður varið til malbikunar gatna í sumar. Að sögn Ármanns Jóhannessonar, forstöðumanns tæknideildar ísafjarðarbæjar, eru það Fjarðastræti, eitthvað af Sejjalandsvegi, Suóurgata, ogÁsgeirsgata sem áætlað erað malbika núna. Til stóð að malbika fleiri götur, en að sögn Ármanns var þeim fækkaó er leið á sumarið. Tilboó í lagningu gangstétta Auglýst verður eftir tilboðum í lagningu gangstétta á ísafirði í næstu víku. Auglýst var eftir verktökum vegna gatnaframkvæmda fyrir tveimur vikum síðan og að sögn Ármanns Jóhannessonar, forstöðumanns tæknideildar ísafjaröarbæjar, þá hafa nokkrir sótt um það. Óvíst er hve mikið veróur gert í sumar, en vonandi munu íbúar ísafjarðar eiga þess kost að þramma um miðbæinn á nýjum gangstéttum næsta sumar. Sýning á hreyfimyndaverkum Laugardaginn 3. ágúst kl. 16 opnar Magnús S. Guðmundsson sýningu í Slunkaríki á ísafirði. Til sýnis eru hreyfimyndaverk unnin á myndband. Þetta er sjötta einkasýning Magnúsar, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningin stendur yfir frá 3. til 16. ágúst og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. Allir eru hjartanlega velkomnir. Líf og fjör í Reykjanesi Það verður líflegt í Reykjanesi um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á hina ýmsu skemmtun og dægradvöl fyrir unga jafnt sem gamla. Rifjaðirverða upp gamlir leikir, kveikturverður varðeldur og farið í blysför á bálið. Körfuboltafélag ísafjaróar mun sejja kyndla, en þeir sem eiga blys eru hvattir til að taka þau með sér. Krýnd verður kerlingarfleyta ársins, þ.e. keppt verður um hver er bestur í aó fleyta kerlingar meó steini. Góð tjaldstæói eru á staðnum, en einnig er hægt að fá svefnpokapláss á Hótel Eddu. Að vanda er frítt í sundlaugina í Reykjanesi og öruggt að margir eiga eftir að stinga sér til sunds á helginni oftar en einu sinní. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.