Bæjarins besta - 03.03.1999, Síða 2
Vtgefandl: Ábyrgðarmenn:
H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson
Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson
Ð 456 4560 Rltstjóri:
O456 4564 SigurjónJ. Sigurðsson
Netfang prentsmlðju: Blaðamaður:
h.prent@snerpa.is HQynur Þór Magnússon
Stafræn útgáfa: Netfang ritstjómar:
http:/Awww.snerpa.is/bb bb@snerpa.is
Bæjarins Uesta er í samtökum öæjar- og héraðs-
fréttahlaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda
og annars efnis er óheimil nema helmllda sé getlð. L. A
Verðmæt er hver
rinnandihönd
Þegar sextfu manns í fiskvinnslu missa atvinnuna á
einu bretti hriktir í stoðum ekki stærri vinnumarkaðar en
ísafjörður er. Engan þarf að undra þótt menn setji ýmist
hljóða eða kjarnyrði hrjóti af vörum líkt og hjá Pétri Sig-
urðssyni, forseta Alþýðusambands Vestfjarða, sem kvað
ósköpin náttúruhamfarir af mannavöldum.
Uppsagnir starfsfólks í fiskvinnslu á Isafirði ættu ekki
að koma á óvart frekar en aðrar uppsagnir í þessum geira
atvinnulífsins. Meðan sú stefna rfkir að þjappa því sem
fiskimiðin gefa af sér á sem fæstar hendur og þau viðhorf
ríkja meðal hinna útvöldu handhafa gæðanna að engu
máli skipti hvar aflinn berst að landi, er ekki við öðru að
búast. Hagsmunum stórútgerðarinnar, þar sem þúsundum
milljóna er varið í skip sem aldrei þykja nógu öflug og
búnaður þeirra aldrei nógu afkastamikill, verður ekki
fórnað fyrirpeð. Frystihúsa-jón og gunna getabara mokað
snjó, en það snjallræði fundu menn upp á kreppuárunum.
I litlu samfélagi telur hver sú hönd mikið sem dæmd er
úr leik. Þess vegna telja líka ný störf mikið þótt fá kunni
að vera. Fyrir hálfu öðru ári, þegar einna mest var tekist
á um flutning Landmælinga ríkisins til Akraness, vöktum
við athygli á því að Landshelgisgæslan myndi sóma sér
vel á Isafirði. Hér er góð höfn. Isfirsk fyrirtæki í stakk
búin til að þjóna skipum gæslunnar, að því undanskyldu
að hér verða þau ekki tekin í slipp. A vetrum reynir hvergi
meira á skip gæslunnar en úti fyrir Vestfjörðum. Þá er
gott að heimahöfnin sé nærri. Og Landhelgisgæslan er
ekki ein af þeim stofnunum sem menn þurfa í tíma og
ótíma að hendast til Reykjavíkur til að sinna erindinum í.
Tæknilega séð er engin þörf á að hún sé í Reykjavík. Síð-
an sögðum við: ,,Er ekki tímabært að bæjarstjórn
Isafjarðarbæjar, þingmenn kjördæmisins og sjómanna-
samtök hér um slóðir láti í sér heyra. Þessum aðilum ætti
ekki að vera ofraun að hugleiða málið, sem áreiðanlega
er hagsmunamál fyrir Vestfirðinga.”
Man einhver eftir viðbrögðum þessara aðila? Þau hafa
ekki verið plássfrek á síðum BB og blaðinu er ekki kunn-
ugt um að þau hafi íþyngt öðrum blöðum og fjölmiðlum.
Ætli megi ekki orða það svo að hingað til hafi viðbrögðin
hvorki náð því að vera stuna eða hósti. En, hver veit nema
að eyjólfar framboða til Alþingis taki að hressast þegar
vora tekur. Og kannski tekur bæjarstjórnin málið á dagskrá
þegar atvinnuástandið ber næst á góma.
Vestfirðingum veitir ekki af að fjölga árum í þeim
lífróðri sem bíður þeirra til varnar byggð í fjórðungnum.
s.h.
OUÐ VIRUNNAD
Jón
í sögunni af Jóni miðskipsmanni er í upphafi greint frá fæðingu
drengsins og skírn. Faðirinn vildi láta hann heita Jón en móðirin
andmælti: Þetta út-þvælda nafn! Faðirinn svaraði: Það sýnir bara
vinsældir þess! Og hann réð.
Nafnið Jón er til í ótal útgáfum. Fyrsti heimsfrægi maðurinn með
því nafnier Jóhannes skírari. Síðan má nefna Jóhannog Jóan, Jóvan,
John, Jean, Giovanni. Hannes o.s.frv.
I Söguþáttuin landpóstanna getur að lesa merkar ættarakningar í
Skafta-fellssýslum. Flestir karlmenn þar báru nafnið Jón Jónsson en
flestar konur hétu Guðrún Jónsdóttir. A meðan hétu Vestfirðingar
Híerónýmus eða Tímóteus, Hannibal, Þeófílus eða Nikódemus.
Munur á frumleika eftir landshlutum?
Aivariegir áfellisdómar varðandi yfirstjó\
„Ge — rræðisleg v - alvarlegar villur í framlegðarútrei
Skýrsla „Þríhöfða" (Elías-
ar Oddssonar, Gunnars
Þórðarsonar og Rúnars Guð-
mundssonar) um rekstur Is-
húsfélags ísfirðinga hf. var
lögð fram á stjórnarfundi fé-
lagsins 2. febrúar sl. Þar var
lýst hugmyndum þeirra um
brýnustu úrbætur í fram-
leiðsluþætti fyrirtækisins og
tekið á ýmsum þáttum
vinnslunnar, svo sem stjórn-
un, yfirsýn og ábyrgð stjórn-
enda, starfsmannahaldi,
flæði vinnslunnar og teng-
ingu ákvarðana varðandi
fjármál og framleiðslu. Afl-
að var upplýsinga úr öðrum
fiskvinnslum til samanburð-
ar. Einnig var samið skipurit
fyrir fyrirtækið, allt frá stjórn
til óbreyttra starfsmanna, og
samdar starfslýsingar. Sam-
in voru flæðirit og gerðir út-
reikningar á framlegð ým-
issa afurða.
Tap íshúsfélagsins af
reglulegri starfsemi árið
1997 var um 125 milljónir
króna. Eftir átta mánaða
uppgjör 1998 kom síðan í
Ijós að þar munaði um 55
milljónum frá því sem
stjórninni hafði áður verið
kynnt. í staðinn fyrir bætta
afkomu og ásættanlega
reyndist staðan vera al lt önn-
ur. Þetta mun hafa verið í
annað skipti á árinu sem fyrir
stjórnarmenn voru lagðar
rangar tölur.
Samkvæmt heimildum
blaðsins Iagði Gunnar Þórð-
arson til í nóvember sl. að
öllum starfsmönnum félags-
ins yrði sagt upp og farið yrði
í vinnu til að finna fyrirtækinu
rekstrargrundvöll. Þegar sá
grundvöllurlægi fyriryrði síð-
an endurráðið eftir þörfum.
Ef rekstrargrundvöllur til
framtíðar fyndist hins vegar
ekki gæti kornið til lokunar
vinnslunnar um tíma eða var-
anlega. Hann mun einnig hafa
viljað taka á ný upp þráðinn
við Hraðfrystihúsið hf. um
sameiningu eða samvinnu
fyrirtækjanna.
I kjölfar Þríhöfðaskýrslunn-
ar urðu þær breytingar á yfir-
stjórn Ishúsfélags Isfirðinga,
eins og áður hefur komið fram
hér í blaðinu, að aðalstjórnin
lét af störfum (Magnús Reynir
Guðmundsson stjórnarfor-
maður, Gunnar Þórðarson og
Jón Kristmannsson) en vara-
stjórnin tók við (Guðni Geir
Jóhannesson stjórnarformað-
ur, Jón Olafur Þórðarson og
Kristján G. Jóhannsson).
Einn fráfarandi stjórnar-
manna, Gunnar Þórðarson, rit-
aði skýrslu dags. 12. febrúar
sl. í tilefni „afsagnar" sinnar.
Þar kemur fram, að á síðasta
aðalfundi félagsins í maí 1998
hefði verið frá því gengið að
hann kæmi inn sem aðalmað-
ur í stjórn. A þeim fundi benti
hann á að bókfært tap af reglu-
legri starfsemi á árinu 1997
hefði verið um 125 milljónir
króna og rekstrartapið síðan
1994 þegar Gunnvör eignaðist
íshúsfélagið væri þar með
komið í nærri hálfan milljarð.
Gunnar gerði alvarlegar at-
hugasemdir varðandi afkomu
og stjórnun fyrirtækisins en
fékk engar undirtektir fundar-
manna, jafnvel þótt allir
stjórnarmenn Gunnvarar væru
á fundinum.
Um stjórnarfund sem hald-
inn var 12. júní 1998 segir í
skýrslu Gunnars: „Eins og á
aðalfundinum komu gögnin
talsvert eftir að fundurinn
hófst og hafði afkoman rýrnað
um rúmar 20 milljónir króna
og afkoman orðin að 12 millj-
óna tapi. I ljós kom að starfs-
menn félagsins voru fullkom-
lega ófærir um að vinna þá
vinnu sem þeirn var falið og
reyndust bæði framlegðarút-
reikningar og bókhald vera
vitlaust."
Enn segirí skýrslunni: „Nýr
maður var ráðinn sem fram-
leiðslustjóri í lok ágúst, Elías
Oddsson. Að vísu hafði hann
það skrýtna hlutverk að vera
stoðdeild frá framkvæmda-
stjóra og án allra valda. Þetta
var hluti af meginvandamáli
fyrirtækisins sem var stjórn-
arseta „frystihússtjórans" sem
stjórnarmanns... En eitt gott
hlaust af ráðningu Elíasar,
sem urðu vandaðir framlegð-
arútreikningar sem hafa verið
gerðir síðan í byrjun septem-
ber. í lok október lágu fyrir
bókhaldstölur um að afkoma
fyrirtækisins fyrstu átta mán-
uðina hefði batnað verulega.
Með sama áframhaldi yrði um
hagnað að ræða á árinu 1998
og hægt að tala um algjöran
viðsnúning í rekstrinum. Þetta
var meðal annars kynnt á fundi
með yfirmönnum íslands-
banka sem stjóm Gunnvarar
átti með þeim í Reykjavík.
Þegar hins vegar endurskoð-
andi fór yfir tölurnar kom í
ljós skekkja upp á 55 milljónir
króna. Til að reyna að láta
þetta líta betur út ákváðu
stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri að láta gera tíu
rnánaða uppgjör í stað átta...
Tapið reyndist verða 78,1
milljón sem gerir 93,7 millj-
ónir á ársgrundvelli."
Varðandi afsögn aðalstjórn-
arinnar segir síðan í skýrsl-
unni: „Stjórn Gunnvararkem-
ur saman kl. 18 á föstudags-
kvöldið [5. febrúar sl.] og
um kl. 21 hringir Jón Ólafur í
undirritaðan með þær fregnir
að það sé vilji stjórnar Gunn-
varar að aðalstjórn íí segi af
sér og varastjórn taki við. Jón
Kristmannsson og M.R.G.
neiti að segja af sér nema und-
irritaður geri það líka. Ekki
var minnst á þá staðreynd, að
þessi gjörningur hafði þegar
verið gerður og það án þess
svo mikið að bera það undir
undirritaðan. Þannig séð er
allur sá gjörningur ólöglegur.
Undirritaður bregst illa við
þessu og segir að ekki komi
til greina að skrifa undir af-
sögn án þess að tvennt komi
til: Að hann verði virtur af
Auókúlu-, Mýra- og Þingeyrarhreppar hinir fornu
íbúasamtök stofnuð
- Ragnheiður Ólafsdóttir kjörin fyrsti fnrmaður
„Menn skyldu minnast
þess, að alþingismenn, bæjar-
fulltrúar og bæjarstjóri starfa
í umboði fólksins á svæðinu
- þeir eru þjónar okkar en við
ekkiþjónarþeirra. Það ermik-
ilvægt að þessir aðilar standi
saman og vinni saman að upp-
byggingu byggðanna hér - ef
ekki nú, þá hvenær? í ljósi
atburða undanfarinna ára er
fólk enn með ugg í brjósti
vegna atvinnumála á Þingeyri
og reyndar á öllu félagssvæði
okkar“, segir Ragnheiður
Ólafsdóttir á Þingeyri, fyrsti
formaður hinna nýstofnuðu
íbúasamtakafyrrumAuðkúlu-
hrepps, Mýrahrepps og Þing-
eyrarhrepps.
„Þess má minnast, að þegar
Fáfnir fór endanlega á hausinn
á sínum tíma, þá sögðu þing-
mennirnir okkar og yfirvöld
sveitarfélagsins að við yrðum
bara að sjá um málin sjálf.
Manni finnst þetta svolítið
skondið, vegna þess að þegar
Breiðdalsvík og Djúpivogur
voru að lenda í sambærilegum
hremmingum fyrir stuttu, þá
voru þingmenn strax daginn
eftir komnir til fundar við
stjórnendur og áður en varði
var búið að koma hjólum at-
vinnulífsins af stað á ný. Það
voru þingmenn Austfirðinga
og ráðherrar sem þá brugðust
hart við. Þingmennirnir okkar
hér vestra og bæjarstjórnin hér
mættu hugleiða þetta“, sagði
Ragnheiður.
Samtök þessi voru stofnuð
á mjög fjölsóttum fundi á
Þingeyri sl. sunnudagoghlutu
nafnið íbúasamtökin Atak.
Fundarstjóri var Þórir Örn
Guðmundsson og fundarritari
Guðmundur Friðgeir Magn-
ússon. RagnheiðurÓlafsdóttir
setti fundinn en Sigmundur
Þórðarson kynnti aðdragand-
ann að stofnun samtakanna.
í samþykktum félagsskap-
arins segir m.a. að tilgangur
hans sé að hlúa að og efla
byggð á félagssvæðinu, vinna
að hagsmuna- og framfara-
málum, auka samhug og sam-
starf íbúanna og vinna að fegr-
Ragnheiður Ólafsdóttir.
un og umhverfisvernd. í því
skyni verði leitað samstarfs
við bæjaryfirvöld, ríkisvaldið,
fyrirtæki, félög og einstakl-
inga.
Ragnheiður Ólafsdóttir var
kjörin formaður Átaks en Sig-
mundur Þórðarson varafor-
maður. Aðrir í aðalstjórn eru
Unnur Sigfúsdóttir, Sævar
Gunnarsson og Auðbjörg
Halla Knútsdóttir. Fram komu
níu tillögur að nafni á sam-
2
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999