Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1999, Side 6

Bæjarins besta - 03.03.1999, Side 6
Náttúrugripasafnið í Bolungarvík er nýleg stofnun en þó gömul. Þar er meðal annars bílhlass af grjóti sem Steinn heitinn Emilsson safn- aði forðum og þar getur að líta steingervinga frá þeim tfma þegar meira að segja rauðviður átti góða og hlýja daga á Vestfjörðum. Náttúrustofa Vestfjarða og Nátt- úrugripasafnið í Bolungarvík eru undir sama þaki og sama hatti. Hatturinn heitir Þorleifur Eiríks- son. Hann var ráðinn forstöðumað- ur hinnar nýju og tvíeinu stofnunar í ársbyrjun 1997, kom vestur þá um vorið og hefur síðan unnið að uppbyggingu hennar. LÖGSÝN EHF. I hjarta bæjaríns Til sölu er verslunar- og iðnaðarhúsnæði á Eyrinni á ísafirði. Um erað ræða ca. 680 m2 húsnæði. Góð aðkoma. Næg bílastæði. Allar nánari upplýsingar gefur Björn Jóhann- esson hdl., Aðalstræti 24, ísafirði ísíma 456 4577. Hlutverk NáttúrustofuVest- fjarða má heita tvíþætt. Ann- ars vegar sinnir hún praktísk- um verkefnum á borð við mengunarrannsóknir eða um- hverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda; hins vegar fást menn þar við gersamlega „ópraktískar“ vísindarann- sóknir eftir því sem peningar leyfa. Hitt er svo annað mál, hvort eða hvenær hinar „ópraktísku" niðurstöður vís- indamanna kunna að koma að gagni í daglegu lífi. Úr húsakynnum Náttúru- stofu Vestfjarða er innangengt í sýningarsal Náttúrugripa- safnsins. Þar ber einna mest á fuglum þessi misserin. Stein- arnir hans Steins eru hins veg- ar að hluta í geymslu. Skrán- ing þeirra er tímafrek. Hvíta- björninn þeirra Guðnýjar- manna stendur bak við gler og glottir við tönn; hann hefur vöðuselskóp undir. Tófurlæð- ast að fuglum, hákarl skimar eftir bráð. Sdnplist afýmsu tagi Þorleifur Eiríksson er rétt að verða fjörutíu og þriggja áraen virðist mun yngri. Hann lauk BS-prófi í líffræði fráHá- skóla íslands árið 1982 og síðar doktorsprófi í dýrafræði frá háskólanum í Stokkhólmi. Þau merkilegu kvikindi engi- sprettur og hljóðin sem þau gefa frá sér voru viðfangsefni hans til doktorsprófs. Já, það er margur fuglinn á Náttúrugripasafninu í Bol- ungarvík. Þar má nefna haförn og hana, garðaskottu og gló- koll, snípur og tittlinga af ýms- um stærðum, bláhrana og bý- svelg, maríuerlu og músar- rindil (Troglodytes troglodyt- es). Bolvíkingar hafa löngum verið söngnir og söngelskir; að sjálfsögðu gerðu þeirhelsta píanistann sinn aðbæjarstjóra. Því er eðlilegt að hitta þarna á safninu fugla á borð við gran- söngvara, sefsöngvara og laufsöngvara. Hvernig ætli það væri ef allir þessir fuglar lifnuðu við og tækju undir með Kvennakór Bolungarvík- ur ellegar tvísöng þeirra Mag- núsar Olafs Hanssonar og Einars Jónatanssonar? Hrafn- inn (Corx’us corax) er líklega ekki tækur f kór. Ekki heldur lárusarnir. Mávur heitir á lat- ínu Lárus. Svartbakurinn heit- ir réttu latnesku nafni Lárus Marínus (sjávarlárus). Sr. Sigurður Ægissun I salnum er voldugur blöðruselur og unir sér ekki bak við gler. Hann er ekki lengur með merkimiða. Það er minnisstætt að fyrir nokkr- um árum gat að líta sel þennan í anddyri Ráðhússins í Bol- ungarvík með band um háls- inn og miða sem á stóð: Sr. SigurðurÆgisson. Okunnugir héldu að Bolvíkingar stopp- uðu upp og balsameruðu presta sína líkt og Rússar gerðu við Lenín; að Sigurður þessi væri framliðinn sóknar- prestur sem minnti dáldið á blöðrusel eftir smurninguna. Svo varþó ekki. SéraSigurður er mikill áhugamaður um nátt- úrufræði og fékk selinn gefíns. Þess vegna merkimiðinn. Kerlingin sem ákveður Dr. Þorleifur Eiríksson er dýrafræðingur og atferlis- fræðingur. Doktorsverkefni hans var í atferlisfræði skor- dýra og viðfangsefnið engi- sprettur, aðallega hljóðin sem þær gefa frá sér þegar þær velja sér maka. Hann má eiginlega kallast kynlífssér- fræðingur smákvikinda og kennir um kynval á námskeiði í atferlisfræði við Háskóla fs- lands. „Rannsóknirnar beind- ust að því h vað hl jóðin rnerkja nákvæmlega og hvað aðrar engisprettur lesa út úr þeim“, segir Þorleifur. Hann gerði tölvumódel af hljóðunum og spilaði fyrir engispretturnar, kannaði hvað „kellingarnar“ vildu og hvort hægt væri að heyra af hljóðunum hvort kall- inn sem hljóðin framdi væri stór eða lítill. Þær reyna eins og alltaf í náttúrunni að fínna besta kallinn, þann sem lík- legastur er til þess að vera góður til undaneldis og skaffa vel. Þær hlusta á söng kall- anna og meta hann til að fínna þann besta. Söngurinn er að- ferð til þess að koma sér á framfæri og vekja á sér at- hygli. „Almennt gildir það í dýraríkinu að karlinn ræður engu. Það er kerlingin sem ákveður en karlinn getur ekk- ert nema vakið á sér athygli", segir Þorleifur en undirrituð- um finnst þetta bara kommon- sens; vissu fleiri en þögðu þó. Karlaval kellinganna í dýra- ríkinu minnir óneitanlega á kvenfólk í stórmarkaði sem reynir að fínna besta gelið eða þynnstu og rakadrægustu eldhúsrúllurnar. „Rannsókn- irnar beinast ekki síst að því hvernig álitlegur karl vekur á sér athygli umfram aðra; einn- ig að því hvernig hann fer að því að láta ekki aðra karla stela kerlingunum frá sér. Þetta er flókið kerfi. Konunni minni þykir það skemmtileg niðurstaða að karlinn skuli ekki ráða neinu. Eg held að þetta gildi almennt í dýrarík- inu“, segir Þorleifur. - Alveg upp í homo sapi- ens...? „Já, ég held það!“ Drosophila melanogaster og falco rusticolus - í eina tíð var sífellt verið að vitna í rannsóknir náttúru- fræðinga á bananaflugunni, hinu merkilega svartmagaða kvikindi sem ber latneska heitið drosophila melanogast- er. Er hún fullrannsökuð? „Nei, hún er ekki fullrann- sökuð og verður aldrei. Astæðan fyrir því að svona mikið er unnið með einstakar tegundir er sú, að þá er til góður grunnur að byggja á þegar svara þarf nákvæmum spurningum. Þess vegna fékkst ég við engispretturnar, tiltölulega vel þekkt og vel rannsökuð dýr, sem voru auk þess mjög vel tiltækar í kring- um rannsóknarstofuna. Það var hægt að skreppa út og sækja sér efnivið eftir þörfum. Þegar leitað er svara við grundvallarspurningum í dýrafræði er sérlega óheppi- legt að vinna með sjaldgæf dýr. Til dæmis er ekki hentugt að velja sér fálka í þeim til- gangi. Sá sem rannsakar fálka 6 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.