Víðförli - 15.12.1984, Síða 3
Fyrstu niðurstöður í könnun
r
á gildismati Islendinga:
Trúhneigð í jarðsambandi
Könnun Hagvangs á gildismati
og lífsviðhorfum íslendinga hefur
að vonum vakið mikla og verð-
skuldaða athygli. Hvort tveggja er,
að könnun svo víðtæk sem þessi er
nýmæli hér á landi, og hér gefst
okkur íslendingum tækifæri til að
gera nokkurn samanburð á, hvað er
skylt og hvað óskylt með okkur og
öðrum þjóðum.
Ég mun á þessum vettvangi ein-
ungis fjalla um þær niðurstöður,
sem nú liggja fyrir um trúarlíf ís-
lendinga.
Þá vil ég fyrst nefna og árétta, að
einungis eru nú handbærar fyrstu
niðurstöður. Mun gleggri og um
margt áhugaverðari vitneskja mun
þá fyrst verða tiltæk, þegar svör við
hinum trúarlegu spurningum hafa
verið tengd svörum við spurning-
um, sem varða aðra hluti, t.d. við-
horf til fjölskyldu og hjúskapar,
fóstureyðinga, vinnunnar, frelsis og
jafnréttis o.s.frv. Að hve miklu
leyti má greina fylgni á milli við-
horfa til slíkra veraldlegra fyrir-
bæra og trúarlegra viðhorfa? Með
öðrum orðum sagt, hvert er jarð-
samband þeirrar sterku trúhneigð-
ar, sem könnunin vitnar um? Hvar
innan þeirrar heildarmyndar, sem
við getum nefnt heimsmynd eða
lífsviðhorf íslendingsins, finnum
við trú hans, andspænis hverju
verður hún virk eða óvirk. Ég verð
að játa, að mín fyrstu viðbrögð eru
á þá leið, að trú íslendingsins komi
þá skýrast í ljós, þegar athyglin
beinist frá þessu okkar jarðneska
lífi til lífsins eftir dauðann. En þá
ber þess að geta, að það er slagsíða
á könnuninni sjálfri hvað þetta mál
snertir. Það er spurt um lífið eftir
dauðann, himnaríki og helvíti, sál-
ina (ódauðlegu?), samband við
látna. Minna er spurt um þetta líf,
þegar trúin á í hlut. Þeim mun
brýnna verður þess vegna að leita
eftir öðrum leiðum, eins og að
framan getur, að trúarlegum við-
horfum til jarðlífsins.
Það er þá full ástæða til að fara
að með mikilli gát, þegar ályktanir
eru dregnar af niðurstöðum könn-
unarinnar um trúarlífið. Ekki
aðeins er hér um fyrstu niðurstöður
að ræða, heldur ber einnig að hafa í
huga, að könnunin snýst að lang
mestu leyti um önnur mál en trú-
mál. Til þess að verða einhvers
verulega vísari um þann víðfeðma
málaflokk þarf sérstaka trúarlífs-
fræðilega könnun, og þá vísast
fleiri en eina, sem væri með allt
öðru sniði.
En þrátt fyrir þá annmarka, sem
benda má á varðandi gildi þeirra
upplýsinga, sem nú liggja fyrir, er
fyllilega tímabært að leggja nokkur
orð í belg um niðurstöðurnar.
Óhætt er að fullyrða að íslend-
ingar eru í samanburði við aðrar
vestrænar þjóðir óvenjulega trú-
hneigð þjóð, „religiös”. Sú afhelg-
un veraldar, „sekularisering”, sem
svo mjög setur svip sinn á ýmsar
aðrar iðn- og tæknivæddar þjóðir,
virðist hér á landi vera mun
skemmra á veg komin. Vafalítið
ræður í því efni talsverðu nábýlið
við náttúruöflin, oft óblíð. Spurn-
ingar um hinstu rök lífs og dauða
verða áleitnari við slikt nábýli held-
ur en í veröld, sem pakkað er inn í
plast, gler og stál. En einnig mætti
nefna sem hugsanlega skýringu, að
hér á landi hefur breytingin frá
samfélagi bænda og sjómanna til
nútíma iðnaðarþjóðfélags gerst
með svo miklum hraða, að við höf-
um ekki haft tíma til að afhelgast,
til að glata trúnni. Spurningin er,
hvort nokkuð muni til þess koma úr
þessu!.
Ekki verður svo skilið við þetta
Dr. Björn Björnsson.
mál, að ekki sé minnst á kirkjuna
og hennar hlut. Kirkjan nýtur
trausts, en talsvert virðist á vanta,
að það traust beri ávöxt í þátttöku
fólks í kirkjulegu starfi. Kirkjan
nýtur trausts, en fjarska virðast
hugmyndir fólks um kristna kenn-
ingu vera á reiki. Þegar spurt er um
Jesúm Krist, svo dæmi sé tekið,
verður fátt um svör.
Ecclesia semper reformanda.
Kirkjan á að vera í stöðugri endur-
nýjun. Nú er tilefnið, tíminn og
tækifærið.
Sú endurnýjun hlýtur að taka til
starfshátta kirkjunnar, sem um
margt eru hindrun í því að virkja
þann velvilja og það traust, sem
fólkið í landinu ber til kirkjunnar.
Og sú endurnýjun hlýtur að beinast
að boðunar- og fræðslustarfi kirkj-
unnar, þar sem sérstakt átak yrði
gert í því skyni að efla fullorðins-
fræðslu í söfnuðum landsins. Margt
er nú þega vel gert á þessum sviðum
báðum. En betur má ef duga skal,
miklu betur.
VfnF^RT T _ 3
/
J