Víðförli - 15.12.1984, Qupperneq 4
Heimsókn í Póllandi
Vísitasía í Kaupmanna
Herra Pétur Sigurgeirsson biskup
greinir í samtali við Víðförla frá
minnisverðustu þáttum ferðar bisk-
upshjóna til Póllands í boði sam-
kirkjuráðsins þar, 23.-25. nóv., og
þaðan til Danmerkur að vísitera ís-
lenska söfnuðinn þar.
Við vorum 10 daga í ferðinni,
þannig að við vorum ytra um tvær
helgar, i sitt hvoru landinu og hvi-
líkar andstæður. Fyrri laugardag-
inn vorum við í Varsjá við gröf séra
Populescos í viðkvæmustu kviku
heimsmálanna í dag, þar sem ófrels-
ið blasti við í allri sinni nekt og
sýndi að dagar píslarvættisins eru
ekki liðnir.
Seinni laugardaginn vorum við í
húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn. Minning hans sýndi
hvernig frelsið gat náð fullkomlega
fram að ganga í gegnum hans starf,
svo að landið okkar varð frjálst og
fullvalda ríki.
Okkur er það ljóst eftir þessa ferð
að við íslendingar metum það eng-
an veginn sem skyldi að lifa í frjálsu
landi. Það ná engin orð yfir þau
réttindi að fá að búa við það frelsi
sem við njótum.
Við kynntumst nokkuð trúar og
menningarlífi Pólverja þessa daga,
vorum gestir kaþólska biskupsins í
Varsjá og heimsóttum m.a. þær
stjórnarskrifstofur sem annast
kirkjuleg málefni önnur en ka-
þólsku kirkjunnar. Þar kom fram
að ríkið vill hafa vinsamleg sam-
skipti við kirkjuna en þolir ekki af-
skipti hennar af málum ríkisins. Þar
ætti ríkið eitt að hafa áhrif og úr-
skurðarvald. Hann lagði áherslu á
erfiðleika Pólverja eftir stríð hversu
uppbyggingin kostaði mikil átök,
Við leiði séra Populescos.
þar urðu og mistök, iðnaður fékk
forgang umfram landbúnað, og
þessvegna varð matarskortur og
miklar skuldir við Vesturveldin.
Ein eftirminnilegasta stundin í
Póllandi var við leiði séra Popu-
lescos. Ég bað um að koma þangað
og það fékkst þótt ekki væri það á
dagskrá okkar. Það var suddaveð-
ur, en mikill þögull mannfjöldi fór í
röð framhjá blómum skrýddri gröf-
inni. Þessi stund var átakanlega sár
fyrir alla nærstadda. Inni í kirkj-
unni var ljósum og blómum skrýtt
og stór mynd af séra Populesco
framan á prédikunarstólnum.
Það var uppörvandi að sjá hið
kraftmikla starf Biblíufélagsins í
Póllandi, það er dreift rúml. 100
þúsund biblíum á ári. Skrifstofan
var eins og bögglapóststofa fyrir jól
hér heima svo að það er engin fyrir-
staða á útgáfu og dreifingu Biblí-
unnar.
Lúterska kirkjan er lifandi eins
og aðrar kirkjur í Póllandi. Fólk
finnur frelsi í gegnum kirkjuna sem
ekki er utan hennar. Eftirminnilegt
fannst mér að heyra af könnun sem
gerð var við kaþólska háskólann í
Lublin. Þar kváðust 90% unga
fólksins á aldrinum 15-19 ára til-
búnir að deyja fyrir trú sína en
4,5% fyrir ríkjandi stjórnarmynst-
ur. Þarna er um ákveðna vísbend-
ingu að ræða.
Framkvæmdastjóri Samkirkju-
ráðsins Dr. Zdgislaw Pawlik á
miklar þakkir skildar fyrir skipulag
heimsóknarinnar. Hann lagði mikla
áherslu á þökk Pólverja fyrir hjálp-
arstrarfið, enda var boðið og heim-
sóknin í tilefni þess að hjálparstarf-
inu er nú að ljúka.
Við guðsþjónustu í lútersku
kirkjunni í Varsjá, þar sem ég pré-
dikaði, var ég beðinn að flytja ís-
lensku þjóðinni þakkir fyrir hjálp
undanfarinna ára „hin útrétta
hjálparhönd frá íslandi studdi hlut-
fallslega mest í erfiðleikum okkar”
sagði talsmaður þess stóra safn-
aðar. í Póllandi vorum við borin á
höndum og vandlega séð um að
dvölin þar yrði okkur sem ánægju-
legust.
4 — VÍÐFÖRT T