Víðförli - 15.12.1984, Page 6
Tutu biskup fær friðarverðlaun Nóbels
Mót kúgun með bros á vör
„Þessir menn fara inn og út af
fangelsum eins og þið farið í og úr
sturtu” sagð ræðumaður hásri
röddu sinni og þingheimur skelli-
hló.
Þó var málefnið langt frá því að
vera hlægilegt — Apartheid og kúg-
un svarta meirihlutans í S.-Afríku.
En ræðumaðurinn Desmond Tutu
biskup kunni þessa miklu list að
blanda saman gleði og alvöru á svo
meistaralegan hátt að boðskapur
hans komst enn betur til skila.
Hann þekkti „hinn blessaða létti
hlátursins,, sem opnar eyru sem
huga fyrir varnarorðunum sem
gerði mönnum ljósar grimmd og
óhugnað aðskilnaðarstefnunnar, og
ekki síður niðurlægingu þeirra sem
hana framkvæma.
Þetta var á Heimsþingi Alkirkju-
ráðsins í Vancouver í fyrra. Tutu
biskup sem átti að vera einn af aðal-
ræðumönnunum, fékk ekki vega-
bréfsáritun fyrr en eftir dúk og
disk, komst til þingsins á næstsíð-
asta degi og hélt þá ræðu í helgi-
tjaldinu sem seint gleymist.
Ekki gleymist persónan heldur,
lágvaxinn, kvikur í hreyfingum,
grásprengt hár og glettnisglampi í
augum. Og nú hefur hann fengið
Friðarverðlaun Nóbels.
Joachim Fischer, starfsmaður
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
minnist Tutu með eftirfarandi orð-
um.
Útvarp Vatikansins kallaði hann
„kjarkmikinn baráttumann gegn
kynþáttamisrétti”, Biskupafundur
kaþólsku kirkjunnar í Suður Afríku
lét í ljós mikla þökk fyrir „óþreyt-
andi baráttu hans fyrir réttlæti og
friði í Suður Afríku”.
Hér hlýtur viðurkenningu maður
sem er óvinur ríkisins í augum eigin
stjórnvalda, hann hefur ekki kosn-
ingarétt i eigin landi, hann hefur
ekki fengið vegabréf, en ferðaskil-
ríki hans tjá þjóðerni hans sem
óþekkt.
Tutu biskup er mér einstæður
maður. Styrkur hans og óbilandi
trú á að maðurinn búi þrátt fyrir
allt yfir heilbrigðri skynsemi er með
ólíkindum. Hann predikar um frið,
þegar suður afrísk „öryggisvarsla”
lætur skjóta svört börn, konur og
karla, eins og gerðist í október s.l.
Hann boðar sáttargjörð, þegar hóp-
ur svarts fólks er tekinn með valdi
frá heimilum sínum, svift ríkis-
borgararétti í S.-Afriku og „hent”
inn í svonefnt Bantu fríríki. Hann
undirstrikar með öllum sínum
þunga að kærleikur og umhyggja
kirkjunnar verði að umvefja bæði
svart og hvítt fólk, meðan hvíti
minnihlutinn fótumtreður frumlæg
mannréttindi hinna svörtu sam-
borgara.
í því eldfima andrúmslofti
S.-Afríku sem mótast æ meir af of-
beldi, er Desmond Tutu einn hinna
örfáu svörtu foringja er njóta al-
mennrar viðurkenningar, sem enn
er fús að semja við ríkisstjórnina til
þess að forða þeirri helför sem hann
telur að sé óhjákvæmileg og nærri,
ef ekki verði að gert.
Það er sannfæring Tutu biskups
sem og allra svartra og margra
hvítra manna í S.-Afríku, að Apart-
heid sé jafnillt sem nazismi og
kommúnismi. Jafn siðlaust sem
þrælahald og sé guðlast þar sem
það svívirðir þann tilgang guðs að
skapa menn og konur í sinni eigin
mynd. Andstaða kirkjunnar og
Tutus biskups gegn Apartheid er al-
farið byggð á guðfræðilegum rök-
um. Þar er ekki verið að blanda
saman trú og pólitík, þótt afstaða
þeirra hafi að sjálfsögðu pólitískar
afleiðlingar.
Fyrir nokkru var Tutu biskup
kallaður fyrir hina svonefnda Eloff
nefnd sem kannaði starfsemi
Kirkjusambands S.-Afríku; þar
sagði hann m.a. „Þeir geta losað sig
við Tutu, þeir geta lagt niður sam-
tök kirkjunnar, en ætlunarverk
Guðs að koma á ríki sínu þar sem
kærleikur, réttlæti og umhyggja
ríkir, verður ekki bælt niður” Og
við annað tækifæri sagði Tutu:
„Fagnaðarerindi Guðs sem knýr
okkur til þess að berjast gegn
Apartheid sem óguðlegu ástandi, er
hið sama fagnaðarerindi sem kallar
okkur til starfa fyrir frið réttlæti og
sáttargjörð”
6 — VÍÐFÖRLI