Víðförli - 15.12.1984, Page 8

Víðförli - 15.12.1984, Page 8
Kirkjuþingið 1984 Aldrei meiri málafjöldi 4UÍ iá . Verkfallið olli því að Kirkjuþing þjóðkirkjunnar hið 15. í röðinni var haldið hálfum mánuði síðar en ætl- að var. Því lauk 8. nóvember og hafði þá staðið í 10 daga, eins og lög gera ráð fyrir eftir að farið var að halda þingið árlega. Allir kirkjuþingsmenn komu til fundar nema séra Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup. Varamað- ur hans, sr. Birgir Snæbjörnsson á Akureyri sat þingið. Alls voru 41 mál lögð fyrir þingið en eitt var tekið af dagskrá, þannig að 40 mál voru afgreidd. Það voru iangir vinnudagar á þinginu í Hall- grimskirkju, enda ekki áður fjallað um jafn mörg mál. Hér á eftir verður minnst á helstu málaflokka þingsins, og tiplað á flestum þeim málum sem hlutu af- greiðslu. Er um leið vísað til Gerða Kirkjuþings, sem fáanleg verða inn- an tíðar á Biskupsstofu og hefur að geyma öll mál, álitsgerðir og grein- argerðir þingsins ásamt niðurstöð- um. Starfsmenn kirkjunnar Eitt helsta mál Kirkjuþings var svonefnt Starfsmannafrumvarp kirkjunnar, sem einnig var fyrir þinginu í fyrra og ýmsir kirkjulegir aðilar hafa fjallað um. Frumvarpið fjallar um störf, skyldur og réttindi hinna ýmsu starfsmanna kirkjunn- ar. Eru þar sett á einn stað ýmis lög og mörg felld úr gildi, allt frá 1621, en nýir liðir teknir upp. Þar er gert ráð fyrir þremur þiskupum íslensku kirkjunnar. Ákvæði eru um ráðn- ingu ellimálafulltrúa, forstöðu- manns starfsins að Löngumýri og sjúkrahúsprests, en um þann síðast- nefnda eru 14 ára gömul lög, en fjármagn hefur ekki fengist enn. Auk þess er kveðið er á um ráðn- ingu ýmissa presta í sérþjónustu, sem nú eru þegar í starfi. Nokkrar aðrar tillögur um starfs- menn kirkjunnar voru samþykktar á Kirkjuþingi, m.a. að ábyrgðar- störf og verkefni kirkju dreifist á sem flestar hendur. Ennfremur að sérstakur starfsmaður verði ráðinn á Biskupsstofu til að annast fjármál kirkjunnar. Kirkjuþing lýsir áhyggjum yfir versnandi kjörum presta, sem veldur því að margir geta ekki gefið sig óskipta að prests- starfinu, heldur verða að gegna aukastörfum. Einnig var samþykkt að kanna stöðu launaðra óvígðra starfs- manna og rétt þeirra til eftirlauna og annarra þátta. Hefja skal undir- búning að sérstakri leikmanna- stefnu kirkjunnar, þar sem leik- menn fjalli um þau kirkjumál, sem þá skiptir mestu. Félagsleg þjónusta kirkjunnar Meðal þeirra mála sem Kirkju- þing samþykkti var 5 ára átak í öldrunarþjónustu kirkjunnar. Fjall- ar það um aðbúnað aldraðra sem og fræðslu þeirra sem þjónustuna veita og þeim til handa er aðhlynningar skulu njóta. Er gert ráð fyrir að starfsmaður verði ráðinn í hluta- starf til skipulagningar þessa átaks. Lausn dagvistunarvandans er brýnt mál og kallar á alla aðstoð kirkju og safnaðanna, sagði flutningsmaður tillögu um það efni. Benti hann á að önnur trúfélög svo sem kaþólski söfnuðurinn og Ananda Marga rækju dagvistir. Einnig hefur kirkj- an um áraraðir gefið börnum kost á dvöl í sumarbúðum. Kanna þarf hversu kirkjan getur aðstoðað í þessum vanda foreldra og barna, og tekist á við það. Nokkur málþing hafa verið hald- in í Skálholti, þar sem fólk úr ólik- um hópum þjóðfélagsins hefur 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.